„Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. ágúst 2025 19:22 Mörður hefur verulegar áhyggjur af því að gögn íslenska ríkissins séu geymd í skýjaþjónustu í Bandaríkjunum. Vísir/Samsett Greitt aðgengi bandarískra stjórnvalda að viðkvæmum gögnum íslenska ríkisins er mikið áhyggjuefni að mati framkvæmdastjóra eins elsta vefhýsingarfyrirtækis á Íslandi. Hann kallar eftir umræðu um málið og viðbrögðum ráðamanna, stafrænt fullveldi Íslands sé í húfi. „Trump les tölvupóstinn þinn“ er yfirskrift á aðsendri grein sem birtist á dögunum á Vísi. Höfundurinn Mörður Áslaugarson er framkvæmdastjóri vefhýsingafyrirtækisins 1984 og bendir hann á í greininni að nær öll stjórnsýsla á Íslandi sé orðin rafræn og að hún sé öll hýst í bandarískum skýjaþjónustum. Það þýði að bandarísk stjórnvöld geti á grundvelli laga um þjóðaröryggi auðveldlega nálgast þau gögn. „Og við sem verðum fyrir þessu munum aldrei vita af því,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. „Þannig ef bandarísk yfirvöld bera fyrir sig þjóðaröryggi sem er nú ákaflega teygjanlegt hugtak núorðið undir þeirri stjórn sem er í Bandaríkjunum núna, að þá bara hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna,“ Ágætt dæmi sé Fjarskiptastofa, sem Merði og félögum í 1984 ber að gera grein fyrir sínum öryggisráðstöfunum þar sem fyrirtækið er flokkað sem hluti af nauðsynlegum stafrænum innviðum íslenska ríkisins. „Fjarskiptastofa á öll sín innri samskipti meira og minna í gegnum Microsoft fyrirtækið og þessu hafa bandarísk stjórnvöld að öllu aðgengi að ef þau vilja.“ Mörður segir um þjóðaröryggismál að ræða. „Það er náttúrulega svona kannski hið stafræna fullveldi okkar. Yfirráð okkar, ríkisins og hins opinbera yfir þessum upplýsingum sem falla til um opinbera starfsemi, um íslenska ríkisborgara, að sjálfsögðu kemur þetta okkur við.“ En hvað er til ráða? „Ég get tekið dæmi. Svisslendingar eru að horfast í augu við þennan vanda og þeir hafa lagt í á þriðja hundruð milljón dollara í það einmitt að búa til heimasmíðaðar lausnir til þess að ná sér út úr þessum bandarísku Cloud umhverfum. Þetta tekur tíma, þetta er dýrt og það þarf að endurþjálfa tæknimenn og það þarf að taka skref, þetta gerist ekki fyrirhafnalaust.“ Öryggis- og varnarmál Netöryggi Stafræn þróun Bandaríkin Donald Trump Stjórnsýsla Fjarskipti Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
„Trump les tölvupóstinn þinn“ er yfirskrift á aðsendri grein sem birtist á dögunum á Vísi. Höfundurinn Mörður Áslaugarson er framkvæmdastjóri vefhýsingafyrirtækisins 1984 og bendir hann á í greininni að nær öll stjórnsýsla á Íslandi sé orðin rafræn og að hún sé öll hýst í bandarískum skýjaþjónustum. Það þýði að bandarísk stjórnvöld geti á grundvelli laga um þjóðaröryggi auðveldlega nálgast þau gögn. „Og við sem verðum fyrir þessu munum aldrei vita af því,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. „Þannig ef bandarísk yfirvöld bera fyrir sig þjóðaröryggi sem er nú ákaflega teygjanlegt hugtak núorðið undir þeirri stjórn sem er í Bandaríkjunum núna, að þá bara hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna,“ Ágætt dæmi sé Fjarskiptastofa, sem Merði og félögum í 1984 ber að gera grein fyrir sínum öryggisráðstöfunum þar sem fyrirtækið er flokkað sem hluti af nauðsynlegum stafrænum innviðum íslenska ríkisins. „Fjarskiptastofa á öll sín innri samskipti meira og minna í gegnum Microsoft fyrirtækið og þessu hafa bandarísk stjórnvöld að öllu aðgengi að ef þau vilja.“ Mörður segir um þjóðaröryggismál að ræða. „Það er náttúrulega svona kannski hið stafræna fullveldi okkar. Yfirráð okkar, ríkisins og hins opinbera yfir þessum upplýsingum sem falla til um opinbera starfsemi, um íslenska ríkisborgara, að sjálfsögðu kemur þetta okkur við.“ En hvað er til ráða? „Ég get tekið dæmi. Svisslendingar eru að horfast í augu við þennan vanda og þeir hafa lagt í á þriðja hundruð milljón dollara í það einmitt að búa til heimasmíðaðar lausnir til þess að ná sér út úr þessum bandarísku Cloud umhverfum. Þetta tekur tíma, þetta er dýrt og það þarf að endurþjálfa tæknimenn og það þarf að taka skref, þetta gerist ekki fyrirhafnalaust.“
Öryggis- og varnarmál Netöryggi Stafræn þróun Bandaríkin Donald Trump Stjórnsýsla Fjarskipti Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira