Innlent

Ó­róinn hríðfellur og goslok lík­lega í að­sigi

Agnar Már Másson skrifar
Þegar gossið var upp á sitt besta í júlí. Nú er aðeins einn gígur virkur, og gutlar lítið upp úr honum.
Þegar gossið var upp á sitt besta í júlí. Nú er aðeins einn gígur virkur, og gutlar lítið upp úr honum. Vísir/Björn Steinbekk

Upp úr hádegi í dag féll gosóróinn frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni mjög snögglega niður og hefur verið mjög lítill síðan þá.

Þetta skrifar Veðurstofan í tilkynningu, sem segir að drónamyndir staðfesti að enn sé líf í seinasta gígnum á gosstöðvunum en afar lítið sem stendur.

Virknin gæti aukist aftur, segirstofnunin, en þetta gætu einnig verið verið vísir til þess að gosið, sem hófst um miðjan síðasta mánuð, sé senn á enda. 

Þegar skyggir verði betur hægt að fylgjast með þeirri þróun, þar sem ekkert sjáist úr myndavélum á staðnum sem stendur.

Mynd sýnir óróamælingar á Litla-Skógfelli, græn og blá lína sýna gosóróann.Veðurstofa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×