Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. ágúst 2025 20:05 Mikið er um gamlar og fallegar dráttarvélar í Hrísey. Magnús Hlynur Hreiðarsson Gamlar dráttarvélar eru aðal ferðamáti íbúa í Hrísey enda ekki um miklar vegalengdir að ræða í eyjunni. Mikið er lagt upp úr fallegu útliti vélanna þannig að þær sómi sér vel á staðnum. Veitingamaður í eyjunni, segir alltaf meira nóg að gera yfir sumartímann. Það er alltaf mikið um ferðamenn, sem fara með Hríseyjarferjunni Sævari frá Árskógsströnd í Hrísey. Þegar komið er í eyjuna má sjá gamlar fallegar dráttarvélar hér og þar en það eru farartæki eyjaskeggja. Linda María Ásgeirsdóttir er með veitingastaðinn Verbúðin 66. En hvernig er að búa í eyjunni? „Það er náttúrulega langbest, þetta er bara besti staðurinn. Svo gengur þú bara hérna um og nýtur þessa lita fallega þorps og þessari eyju,“ segir Linda. Linda María Ásgeirsdóttir, veitingamaður í Hrísey og íbúi í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvers konar fólk býr í Hrísey? „Það er náttúrulega svolítið skrýtið fólk. Það hlýtur að vera pínu skrítið þegar maður býr á eyju þar sem búa ekki fleiri en 130 manns, nei, nei, við erum bara svona venjulegt fólk,“ segir Linda skellihlæjandi. En hvernig gengur hjá Lindu að vera með veitingastað í eyjunni? „Það gengur svona upp og ofan. Það er náttúrulega mikið að gera á sumrin, kannski stundum og mikið. Þannig að það mætti vera minna og jafnara stundum“, segir hún. Það er ótrúlega gaman að sjá allar dráttarvélarnar í Hrísey því þær eru svo fallegar og vel með farnar. Ein af dráttarvélunum í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ekur bara um á dráttarvél hérna? “Já, já, það er skylda, það er bara staðalbúnaður, eiga traktor og kerru,” segir Gunnar Magnús Arnþórsson, flugvirki og íbúi í Hrísey yfir sumartímann. Er þetta besti staður landsins eða? „Já, hér jarðtengir maður sig og slakar á, það er bara svoleiðis”. Gunnar Magnús Arnþórsson, flugvirki og íbúi í Hrísey yfir sumartímannMagnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju ákvaðst þú að setjast að í eyjunni? „Heyrðu, konan mín er fædd og uppalinn hérna. Við eigum hús hérna, sem við erum að gera upp og dveljum hérna á sumrin og í fríum og svona,” segir Gunnar Magnús, alsæll með búsetuna í eyjunni. Dráttarvélum stillt upp við eitt húsið í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrísey Bílar Akureyri Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Það er alltaf mikið um ferðamenn, sem fara með Hríseyjarferjunni Sævari frá Árskógsströnd í Hrísey. Þegar komið er í eyjuna má sjá gamlar fallegar dráttarvélar hér og þar en það eru farartæki eyjaskeggja. Linda María Ásgeirsdóttir er með veitingastaðinn Verbúðin 66. En hvernig er að búa í eyjunni? „Það er náttúrulega langbest, þetta er bara besti staðurinn. Svo gengur þú bara hérna um og nýtur þessa lita fallega þorps og þessari eyju,“ segir Linda. Linda María Ásgeirsdóttir, veitingamaður í Hrísey og íbúi í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvers konar fólk býr í Hrísey? „Það er náttúrulega svolítið skrýtið fólk. Það hlýtur að vera pínu skrítið þegar maður býr á eyju þar sem búa ekki fleiri en 130 manns, nei, nei, við erum bara svona venjulegt fólk,“ segir Linda skellihlæjandi. En hvernig gengur hjá Lindu að vera með veitingastað í eyjunni? „Það gengur svona upp og ofan. Það er náttúrulega mikið að gera á sumrin, kannski stundum og mikið. Þannig að það mætti vera minna og jafnara stundum“, segir hún. Það er ótrúlega gaman að sjá allar dráttarvélarnar í Hrísey því þær eru svo fallegar og vel með farnar. Ein af dráttarvélunum í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ekur bara um á dráttarvél hérna? “Já, já, það er skylda, það er bara staðalbúnaður, eiga traktor og kerru,” segir Gunnar Magnús Arnþórsson, flugvirki og íbúi í Hrísey yfir sumartímann. Er þetta besti staður landsins eða? „Já, hér jarðtengir maður sig og slakar á, það er bara svoleiðis”. Gunnar Magnús Arnþórsson, flugvirki og íbúi í Hrísey yfir sumartímannMagnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju ákvaðst þú að setjast að í eyjunni? „Heyrðu, konan mín er fædd og uppalinn hérna. Við eigum hús hérna, sem við erum að gera upp og dveljum hérna á sumrin og í fríum og svona,” segir Gunnar Magnús, alsæll með búsetuna í eyjunni. Dráttarvélum stillt upp við eitt húsið í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrísey Bílar Akureyri Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira