Fótbolti

Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ronaldo og Greenwood spiluðu saman hjá Manchester United áður en sá síðarnefndi þurfti að hætta störfum þar.
Ronaldo og Greenwood spiluðu saman hjá Manchester United áður en sá síðarnefndi þurfti að hætta störfum þar. Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images

Cristiano Ronaldo vill gera Al-Nassr að sádiarabískum meisturum og hefur mikið að segja um leikmannakaup liðsins. Hann hefur nú þegar fengið samlanda sinn Joao Felix til félagsins og vill nú gera Mason Greenwood aftur að liðsfélaga sínum.

Marca greinir frá áhuga Al-Nassr á Greenwood og fullyrðir að Ronaldo hafi gefið grænt ljós á kaupin.

Greenwood var áður liðsfélagi Ronaldo hjá Manchester United tímabilið 2021-22 en sá fyrrnefndi fór frá félaginu eftir að hafa verið ásakaður um heimilisofbeldi.

Málið var fellt niður vegna ónægra sönnunargagna en þrátt fyrir það vildi Manchester United ekki halda Greenwood hjá félaginu, lánaði hann til Getafe á Spáni og seldi síðan til Marseille í Frakklandi.

Hann átti frábært fyrsta tímabil í frönsku deildinni, skoraði 21 mark og lagði upp önnur sex, meðan Marseille barðist um og tryggði sér Meistaradeildarsæti.

Félög í Sádi-Arabíu sýndu Greenwood áhuga síðasta sumar en hann vildi reyna fyrir sér áfram í Evrópu. Nú hefur áhuginn aukist enn frekar en óvíst er hvað leikmaðurinn vill gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×