Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. ágúst 2025 20:03 Keppnin fór fram í stórum drullupolli á Flúðum og var einstaklega skemmtileg og spennandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir voru ekkert að slaka á eða gefast upp ökumenn átta dráttarvéla, sem tóku þátt í traktorstorfæru á Flúðum um helgina í risa drullupolli. Margir þeirra fóru á bólakaf við aksturinn á meðan það drapst á vélunum hjá öðrum. Torfæran fór fram í gær þar sem ökumenn dráttarvélanna óku ákveðna braut á tíma í drullupollinum. Sumum gekk mjög vel á meðan aðrir lentu í vandræðum þegar það drapst á vélunum eða þegar þær spóluðu bara út í eitt. Traktorstorfæran er alltaf með vinsælustu viðburðum um verslunarmannahelgina á Flúðum. Traktorstorfæran tókst einstaklega vel enda var hún mjög spennandi og vel skipuögð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ótrúlegur viðburður þar sem vitleysingar úr sveitinni og reyndar af öllu landinu koma hérna saman á gömlum dráttarvélum og keppa í drullupolli og þetta hefur alveg gríðarlegt aðdráttarafl,” segir Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi „Flúðir um versló”. Tobias Már Ölvisson var einn af keppendunum en hann býr á bænum Grafarbakka í Hrunamannahreppi. Hvað er skemmtilegast við þetta? „Það er bara gamanið, það er einhvern vegin bara vesenið í kringum þetta og þetta reddast,” segir Tobias. Tobias Már Ölvisson keppandi frá Grafarbakka við Flúðir, sem stóð sig vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvor gerðin af dráttarvélum er betri, Massey Ferguson eða Zetor? „Það er Zetor alla leið,” segir hann hlæjandi. Og það var fallegt að sjá eina dráttarvélina merkta „Fyrir Víglund“, sem keppti til minningar og heiðurs um Víglund Þorsteinsson, 10 ára strák úr sveitinni, sem lést af slysförum í vor. Þetta er fallega gert hjá ykkur. „Takk fyrir það. Það var reynt að leggja mikið upp úr útliti vélarinnar enda hafði Víglundur mikinn áhuga á dráttarvélum og þessi vél er í „Jondy“ litunum en það var hann uppáhalds traktor,“ segir Benedikt Óskar Ásgeirsson frá Miðfelli við Flúðir, sem ók vélinni. Feðgarnir Siggeir Sölvi og Benedikt Óskar Ásgeirsson frá Miðfelli við Flúðir, sem voru allt í öllu á traktorstorfærunni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dráttarvélarnar til heiðurs og minningar um Víglund Þorsteinsson, 10 ára strák úr sveitinni, sem lést af slysförum í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Verslunarmannahelgin Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Torfæran fór fram í gær þar sem ökumenn dráttarvélanna óku ákveðna braut á tíma í drullupollinum. Sumum gekk mjög vel á meðan aðrir lentu í vandræðum þegar það drapst á vélunum eða þegar þær spóluðu bara út í eitt. Traktorstorfæran er alltaf með vinsælustu viðburðum um verslunarmannahelgina á Flúðum. Traktorstorfæran tókst einstaklega vel enda var hún mjög spennandi og vel skipuögð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ótrúlegur viðburður þar sem vitleysingar úr sveitinni og reyndar af öllu landinu koma hérna saman á gömlum dráttarvélum og keppa í drullupolli og þetta hefur alveg gríðarlegt aðdráttarafl,” segir Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi „Flúðir um versló”. Tobias Már Ölvisson var einn af keppendunum en hann býr á bænum Grafarbakka í Hrunamannahreppi. Hvað er skemmtilegast við þetta? „Það er bara gamanið, það er einhvern vegin bara vesenið í kringum þetta og þetta reddast,” segir Tobias. Tobias Már Ölvisson keppandi frá Grafarbakka við Flúðir, sem stóð sig vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvor gerðin af dráttarvélum er betri, Massey Ferguson eða Zetor? „Það er Zetor alla leið,” segir hann hlæjandi. Og það var fallegt að sjá eina dráttarvélina merkta „Fyrir Víglund“, sem keppti til minningar og heiðurs um Víglund Þorsteinsson, 10 ára strák úr sveitinni, sem lést af slysförum í vor. Þetta er fallega gert hjá ykkur. „Takk fyrir það. Það var reynt að leggja mikið upp úr útliti vélarinnar enda hafði Víglundur mikinn áhuga á dráttarvélum og þessi vél er í „Jondy“ litunum en það var hann uppáhalds traktor,“ segir Benedikt Óskar Ásgeirsson frá Miðfelli við Flúðir, sem ók vélinni. Feðgarnir Siggeir Sölvi og Benedikt Óskar Ásgeirsson frá Miðfelli við Flúðir, sem voru allt í öllu á traktorstorfærunni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dráttarvélarnar til heiðurs og minningar um Víglund Þorsteinsson, 10 ára strák úr sveitinni, sem lést af slysförum í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Verslunarmannahelgin Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira