Marta mætti og bjargaði Brasilíu Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. ágúst 2025 09:44 Marta ætlaði að hætta með landsliðinu í fyrra en heldur áfram að safna titlum. Franklin Jacome/Getty Images Brasilíska goðsögnin gangandi, Marta, kom inn af varamannabekknum og skoraði tvisvar í úrslitaleik Suður-Ameríku bikarsins. Hún jafnaði leikinn í uppbótartíma og Brasilía stóð svo uppi sem sigurvegari eftir vítaspyrnukeppni gegn Kólumbíu. Úrslitaleikurinn var hin allra mesta skemmtun. Linda Caicedo tók forystuna snemma fyrir Kólumbíu en hin brasilíska Angelino jafnaði úr vítaspyrnu rétt fyrir hálfleik. Kólumbía náði svo 3-2 forystu í seinni hálfleik áður en Marta lét til sín taka. Hún jafnaði leikinn 3-3 í uppbótartímanum og farið var í framlenginu. É a número 10, é a Rainha: MARTA VIEIRA DA SILVA 🔟💥 pic.twitter.com/TLM9VrxLzU— CONMEBOL Copa América™ POR 🇧🇷 (@copaamerica_POR) August 3, 2025 Marta skoraði annað mark í framlengingunni og kom Brasilíu yfir en Kólumbía jafnaði 4-4 og haldið var í vítaspyrnukeppni. Marta reyndist ekki hetjan þar, hún klúðraði sinni spyrnu en liðsfélagar hennar komu til bjargar. Brasilía skoraði úr fimm af sjö spyrnum sínum en Kólumbía aðeins úr fjórum. Þetta var fimmti Suður-Ameríkubikarinn í röð sem Brasilía vinnur og í fjórða sinn sem Kólumbía verður fyrir barðinu á þeim í úrslitaleiknum. Alls hefur Brasilía unnið í átta af níu skiptum sem keppnin hefur verið haldin. Marta, sem hótaði því að hætta í fyrra en hélt áfram ótrauð, bætti þar með enn frekar við markamet sitt fyrir landsliðið. Hún hefur nú skorað 122 mörk í 206 landsleikjum, langmarkahæsta landsliðskona Brasilíu frá upphafi. Marta was just 17 years old in her first Copa América. 22 years later, at 39 she scores twice in the final, including a 96th-minute equalizer & wins the Best Player Award 🇧🇷What a performance from one of the greatest players to ever step foot on the pitch. Legends never die 👏 pic.twitter.com/yin6bJhuKf— The Women's Game (@WomensGameMIB) August 3, 2025 Copa América Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Úrslitaleikurinn var hin allra mesta skemmtun. Linda Caicedo tók forystuna snemma fyrir Kólumbíu en hin brasilíska Angelino jafnaði úr vítaspyrnu rétt fyrir hálfleik. Kólumbía náði svo 3-2 forystu í seinni hálfleik áður en Marta lét til sín taka. Hún jafnaði leikinn 3-3 í uppbótartímanum og farið var í framlenginu. É a número 10, é a Rainha: MARTA VIEIRA DA SILVA 🔟💥 pic.twitter.com/TLM9VrxLzU— CONMEBOL Copa América™ POR 🇧🇷 (@copaamerica_POR) August 3, 2025 Marta skoraði annað mark í framlengingunni og kom Brasilíu yfir en Kólumbía jafnaði 4-4 og haldið var í vítaspyrnukeppni. Marta reyndist ekki hetjan þar, hún klúðraði sinni spyrnu en liðsfélagar hennar komu til bjargar. Brasilía skoraði úr fimm af sjö spyrnum sínum en Kólumbía aðeins úr fjórum. Þetta var fimmti Suður-Ameríkubikarinn í röð sem Brasilía vinnur og í fjórða sinn sem Kólumbía verður fyrir barðinu á þeim í úrslitaleiknum. Alls hefur Brasilía unnið í átta af níu skiptum sem keppnin hefur verið haldin. Marta, sem hótaði því að hætta í fyrra en hélt áfram ótrauð, bætti þar með enn frekar við markamet sitt fyrir landsliðið. Hún hefur nú skorað 122 mörk í 206 landsleikjum, langmarkahæsta landsliðskona Brasilíu frá upphafi. Marta was just 17 years old in her first Copa América. 22 years later, at 39 she scores twice in the final, including a 96th-minute equalizer & wins the Best Player Award 🇧🇷What a performance from one of the greatest players to ever step foot on the pitch. Legends never die 👏 pic.twitter.com/yin6bJhuKf— The Women's Game (@WomensGameMIB) August 3, 2025
Copa América Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira