Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2025 19:02 Það var erfið stemning á tjaldsvæðinu í Eyjum í morgun en töluvert skárra veður nú síðdegis. Vísir/Viktor Freyr Fjölmargir þjóðhátíðargestir sem hugðust gista í tjöldum í nótt í Vestmannaeyjum þurftu að leita sér skjóls í Herjólfshöll en þrumuveður, rok og rigning lék skipuleggjendur grátt. Þjóðhátíðargestir sem fréttastofa ræddi við segjast enn blautir eftir gærnóttina og þá eru stígvél uppseld á eyjunni. Veðrið í Vestmannaeyjum í nótt þegar verst var lítur ekki sérlega vel út á upptökum sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum en Þjóðhátíðarnefnd hafði fyrr um kvöldið virkað viðbragðsáætlun, hætt við að kveikja í brennunni á Fjósakletti og opnað dyr Herjólfshallarinnar fyrir gestum. Á miðnætti kom hvellur með tilheyrandi hvassviðri sem tók með sér nokkur hvít tjöld og þegar skipuleggjendur hugðust taka niður bjórtjaldið fauk tjaldið og eyðilagðist. Veðrið í eyjunni var töluvert skárra í dag en nú síðdegis var tilkynnt að vegna aðstæðna í Landeyjahöfn muni ferðir Herjólfs falla niður í kvöld. Aðstæður til siglinga á morgun verða metnar út frá nýjustu veðurspá og tilkynning send um morgundaginn klukkan fimm í fyrramálið. Kristófer Kári Magnússon gisti ásamt þremur félögum sínum í tjaldi í Eyjum í nótt. „Vindurinn var náttúrulega svakalegur. Tjöldin voru svona, járnin sem halda þeim niðri, þau voru alveg að taka þau af, við þurftum að fara þrisvar til fjórum sinnum út að laga þau. Rigningin var ekki góð, við fórum út að laga þetta og komum bara inn jafnblautir og þegar við vorum að koma úr Dalnum. Nóttin var erfið, það var erfitt að sofna og já þetta var bara erfitt.“ Gestum hafi sérstaklega brugðið þegar teknótjaldið svokallaða hafi einfaldlega farið á hvolf vegna veðurs. „Það voru pollar þarna út um mörg svæði þar sem fólk var að dansa, þetta var mikið álag. Maður hafði alveg gaman. Þetta er meira veðurhugarfar, maður á alltaf að búast við vondu veðri. Ég hafði alveg gaman en nóttin var erfið og morguninn klárlega erfiður.“ Hann segist enn blautur eftir ævintýri næturinnar. Vinkonurnar Ásdís Gréta Stefánsdóttir og Tinna Björk Arnarsdóttir segjast aldrei hafa upplifað annað eins veður. „Ég hef aldrei lent í öðru eins sko. Þetta var hræðilegt. Ég var alveg bara: Já, það er bara smá rigning. Nei nei það var bara rigning og rok og allt sko, díses,“ segir Tinna. „Ég var í strigaskóm og þeir eru rennandi blautir,“ segir Ásdís en vinkona hennar segir hlæjandi: „Hún eitthvað: Já já, ég gat alveg verið í þeim í fyrra, ég ætla bara að vera í þeim aftur núna. Ásdís segist hafa farið í Icewear og ætlað að kaupa sér stígvél. Hún kom að tómum kofa. „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld. Ég fór í nokkrar búðir.“ @idunnragg ♬ Jet2 Advert - ✈️A7-BBH | MAN 🇬🇧 Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Veðrið í Vestmannaeyjum í nótt þegar verst var lítur ekki sérlega vel út á upptökum sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum en Þjóðhátíðarnefnd hafði fyrr um kvöldið virkað viðbragðsáætlun, hætt við að kveikja í brennunni á Fjósakletti og opnað dyr Herjólfshallarinnar fyrir gestum. Á miðnætti kom hvellur með tilheyrandi hvassviðri sem tók með sér nokkur hvít tjöld og þegar skipuleggjendur hugðust taka niður bjórtjaldið fauk tjaldið og eyðilagðist. Veðrið í eyjunni var töluvert skárra í dag en nú síðdegis var tilkynnt að vegna aðstæðna í Landeyjahöfn muni ferðir Herjólfs falla niður í kvöld. Aðstæður til siglinga á morgun verða metnar út frá nýjustu veðurspá og tilkynning send um morgundaginn klukkan fimm í fyrramálið. Kristófer Kári Magnússon gisti ásamt þremur félögum sínum í tjaldi í Eyjum í nótt. „Vindurinn var náttúrulega svakalegur. Tjöldin voru svona, járnin sem halda þeim niðri, þau voru alveg að taka þau af, við þurftum að fara þrisvar til fjórum sinnum út að laga þau. Rigningin var ekki góð, við fórum út að laga þetta og komum bara inn jafnblautir og þegar við vorum að koma úr Dalnum. Nóttin var erfið, það var erfitt að sofna og já þetta var bara erfitt.“ Gestum hafi sérstaklega brugðið þegar teknótjaldið svokallaða hafi einfaldlega farið á hvolf vegna veðurs. „Það voru pollar þarna út um mörg svæði þar sem fólk var að dansa, þetta var mikið álag. Maður hafði alveg gaman. Þetta er meira veðurhugarfar, maður á alltaf að búast við vondu veðri. Ég hafði alveg gaman en nóttin var erfið og morguninn klárlega erfiður.“ Hann segist enn blautur eftir ævintýri næturinnar. Vinkonurnar Ásdís Gréta Stefánsdóttir og Tinna Björk Arnarsdóttir segjast aldrei hafa upplifað annað eins veður. „Ég hef aldrei lent í öðru eins sko. Þetta var hræðilegt. Ég var alveg bara: Já, það er bara smá rigning. Nei nei það var bara rigning og rok og allt sko, díses,“ segir Tinna. „Ég var í strigaskóm og þeir eru rennandi blautir,“ segir Ásdís en vinkona hennar segir hlæjandi: „Hún eitthvað: Já já, ég gat alveg verið í þeim í fyrra, ég ætla bara að vera í þeim aftur núna. Ásdís segist hafa farið í Icewear og ætlað að kaupa sér stígvél. Hún kom að tómum kofa. „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld. Ég fór í nokkrar búðir.“ @idunnragg ♬ Jet2 Advert - ✈️A7-BBH | MAN 🇬🇧
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira