Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. ágúst 2025 13:05 Það verður meira en nóg að gera á hátíðarhöldum dagsins á Hjalteyri í Hörgársveit í dag. Aðsend Ein af hátíðum helgarinnar er á Hjalteyri í Hörgársveit en þar búa fimmtíu manns. Boðið verður upp á verbúðarstemmingu, veiði á bryggjunni, grillveislu, kyndlagöngu og í kvöld verður flugeldasýning við hafnargarðinn. Stóru útihátíðatíðirnar um verslunarmannahelgina fá yfirleitt mestu umfjöllunina í fjölmiðlum, sem von er en á sama tíma eru smærri hátíðir haldnar hér og þar um landið, sem er kannski ekki mikið fjallað um. Ein af hátíðum helgarinnar er þar en það er fjölskylduhátíð á Hjalteyri á Norðurlandi, sem stendur þó bara yfir í dag, 2. ágúst. Maðurinn, sem sér um skipulagningu hátíðarinnar er Jón Þór Brynjarsson, sem er einn af fimmtíu íbúum á Hjalteyri. „Við byrjum daginn klukkan 14:00 á því að opna verbúðina og þar verður ýmislegt. Það verður hægt að fá sér ástarpunga og lummur og ég veit ekki hvað og hvað. Svo erum við með leiksvæði hérna, sem verður opið allan daginn. Þar verður við með tvo hoppukastala, ærslabelg og ýmislegt fyrir börnin að gera,“ segir Jón Þór. Jón Þór segir að fjölmargir komi á Hjalteyri um verslunarmannahelgina og taki þátt í dagskrá dagsins með sínu fólki. „Já, þetta er búið að vera í mörg, mörg ár. Við erum alltaf aðeins að bæta í. Svo endum við um kvöldið þar sem við verðum með grillveislu en sú veisla fer fram í gömlum síldartanki“, segir Jón. Jón Þór Brynjarsson, alltaf kallaður Jonni, sem sér um hátíðarhöld dagsins á Hjalteyri í dag.Aðsend Þannig að það er heilmikil stemning á Hjalteyri í dag? „Já, já, og veðrið bara stefnir í að verða gott, þannig að þetta lítur vel út,“ segir Jón Þór og bætir við. „Svo erum við með dagskrá í gömlu síldarverksmiðjunni, það er komin ýmis starfsemi þar. Þar verða opnar vinnustofur en þar er gullsmiður, það er sútun, það eru listsýningar og það er bara eitthvað fyrir alla. Það er líka bara gaman að rölta um Hjalteyri og skoða gömlu síldarverksmiðjuna og gömlu húsin, þannig að það ætti að vera eitthvað fyrir alla,“ sagði Jón Þór kátur og hress. Um 50 manns búa á Hjalteyri.Aðsend Hörgársveit Verslunarmannahelgin Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Stóru útihátíðatíðirnar um verslunarmannahelgina fá yfirleitt mestu umfjöllunina í fjölmiðlum, sem von er en á sama tíma eru smærri hátíðir haldnar hér og þar um landið, sem er kannski ekki mikið fjallað um. Ein af hátíðum helgarinnar er þar en það er fjölskylduhátíð á Hjalteyri á Norðurlandi, sem stendur þó bara yfir í dag, 2. ágúst. Maðurinn, sem sér um skipulagningu hátíðarinnar er Jón Þór Brynjarsson, sem er einn af fimmtíu íbúum á Hjalteyri. „Við byrjum daginn klukkan 14:00 á því að opna verbúðina og þar verður ýmislegt. Það verður hægt að fá sér ástarpunga og lummur og ég veit ekki hvað og hvað. Svo erum við með leiksvæði hérna, sem verður opið allan daginn. Þar verður við með tvo hoppukastala, ærslabelg og ýmislegt fyrir börnin að gera,“ segir Jón Þór. Jón Þór segir að fjölmargir komi á Hjalteyri um verslunarmannahelgina og taki þátt í dagskrá dagsins með sínu fólki. „Já, þetta er búið að vera í mörg, mörg ár. Við erum alltaf aðeins að bæta í. Svo endum við um kvöldið þar sem við verðum með grillveislu en sú veisla fer fram í gömlum síldartanki“, segir Jón. Jón Þór Brynjarsson, alltaf kallaður Jonni, sem sér um hátíðarhöld dagsins á Hjalteyri í dag.Aðsend Þannig að það er heilmikil stemning á Hjalteyri í dag? „Já, já, og veðrið bara stefnir í að verða gott, þannig að þetta lítur vel út,“ segir Jón Þór og bætir við. „Svo erum við með dagskrá í gömlu síldarverksmiðjunni, það er komin ýmis starfsemi þar. Þar verða opnar vinnustofur en þar er gullsmiður, það er sútun, það eru listsýningar og það er bara eitthvað fyrir alla. Það er líka bara gaman að rölta um Hjalteyri og skoða gömlu síldarverksmiðjuna og gömlu húsin, þannig að það ætti að vera eitthvað fyrir alla,“ sagði Jón Þór kátur og hress. Um 50 manns búa á Hjalteyri.Aðsend
Hörgársveit Verslunarmannahelgin Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira