Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2025 13:00 Ólafur Jóhann er upplitsdjarfur og segir Eyjamenn ekki munu láta veðurspár hafa áhrif á Þjóðhátíð. Þjóðhátíð í Eyjum var sett í gær með árlegu húkkaraballi. Jónas Guðbjörn Jónsson formaður Þjóðhátíðarnefndar segir vel hafa gengið í gær og segir að Eyjamenn séu vel búnir undir veðrið. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir farþegafjölda koma á óvart, ekkert rof verði á ferðum Herjólfs. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri segjast búast við margmenni. „Við erum búnir að gera ráðstafanir, festa bjórtjöldin sérstaklega vel og allt okkar dót og gera ráðstafanir í því,“ segir Jónas Már. Eins og fram hefur komið er gul veðurviðvörun í gildi í nótt á Suðurlandi. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í morgun líklegt að tjöld myndu fjúka í Eyjum. Þó væru góðu fréttirnar þær að veðrið muni fara fyrr yfir en áður hafði verið talið. „Það sem hefur breyst frá spánum sem voru fyrr í vikunni er að það er meiri vindur í þessu í kvöld og í nótt en þetta fer hraðar yfir. Það fer oft saman þegar bætir í vindinn þá eru kerfin fljótari að fara yfir,“ segir Haraldur. „Þannig rigningin, þessi laugardagsrigning verður eiginlega búin þegar vaknar í fyrramálið. En svo tekur bara við skúraveður, bæði á morgun og sunnudag þá verður strekkingsvindur og skúrir á Suður- og Vesturlandi.“ Færri hvít tjöld eru á hátíðinni í ár, um fimmtíu færri en í fyrra, þegar 150 ára afmælishátíð fór fram. Jónas segir þá hátíð hafa verið sérstaklega vel sótta. „Það kannski situr í fólki og það vill kannski hvíla sig bara, eina Þjóðhátíð. Kemur svo bara aftur ferskt inn á næsta ári, ég veit ekki skýringuna en ég giska að það sé eitthvað svoleiðis.“ Herjólfur muni halda sínu striki Ólafur Jóhann Borgþórsson framkvæmdastjóri Herjólfs segir skipið munu sigla samkvæmt áætlun í kvöld þrátt fyrir gula veðurviðvörun. „Herjólfur siglir bara fulla áætlun í dag, átta ferðir og við erum ekki að sjá að veðurspáin muni hafa nokkur áhrif á siglingar í dag eða helgina og reiknum bara með því að geta komið öllum til Eyja og frá Eyjum og að menn verði bara glaðir við komu og brottför því Þjóðhátíð hefur verið haldin í 151 ár og það hafa verið allskyns veður en ég held að allir og allar kynslóðir hafa talað um það að það sé alltaf gaman hvort sem sólin skín eða það rignir í dalnum, þannig við erum bara bjartsýn á helgina þrátt fyrir óhagfellda veðurspá.“ Hann segist ekki merkja mikla fækkun farþega með Herjólfi þessa helgina í ár þrátt fyrir spárnar. „Farþegafjöldinn er bara nokkuð svipaður og verið hefur og mjög ánægjulegt að sjá, eins og við sjáum bara í dag og í gær, að það eru fleiri heldur en í rauninni við reiknuðum með miðað við hvernig bókað var bara í síðustu viku, þannig fólk virðist ekki vera að láta veðurspána hafa mikil áhrif á sig.“ Ein með öllu aldrei litið betur út Skipuleggjendur fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu á Akureyri eru aftur á móti himinlifandi með veðurspár fyrir helgina. Halldór Kristinn Harðarson skipuleggjandi segist búast við margmenni í ljósi þessa. „Þetta leggst bara frábærlega í okkur. Við erum að fá rosa góða spá. Við erum að prufukeyra hérna glænýtt viðburðarsvæði, það hefur verið notað kannski tvisvar áður en það er dálítið síðan og það er Akureyrarvöllur. Við erum að flytja sparitónleikana sem voru alltaf á leikhúsfletinum við erum að flytja það þangað yfir og bæði tívolíin verða hér ásamt slatta af matarvögnum og ég stend hérna núna í miðri uppsetningu og ég held þetta hafi aldrei litið betur út.“ Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Akureyri Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
„Við erum búnir að gera ráðstafanir, festa bjórtjöldin sérstaklega vel og allt okkar dót og gera ráðstafanir í því,“ segir Jónas Már. Eins og fram hefur komið er gul veðurviðvörun í gildi í nótt á Suðurlandi. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í morgun líklegt að tjöld myndu fjúka í Eyjum. Þó væru góðu fréttirnar þær að veðrið muni fara fyrr yfir en áður hafði verið talið. „Það sem hefur breyst frá spánum sem voru fyrr í vikunni er að það er meiri vindur í þessu í kvöld og í nótt en þetta fer hraðar yfir. Það fer oft saman þegar bætir í vindinn þá eru kerfin fljótari að fara yfir,“ segir Haraldur. „Þannig rigningin, þessi laugardagsrigning verður eiginlega búin þegar vaknar í fyrramálið. En svo tekur bara við skúraveður, bæði á morgun og sunnudag þá verður strekkingsvindur og skúrir á Suður- og Vesturlandi.“ Færri hvít tjöld eru á hátíðinni í ár, um fimmtíu færri en í fyrra, þegar 150 ára afmælishátíð fór fram. Jónas segir þá hátíð hafa verið sérstaklega vel sótta. „Það kannski situr í fólki og það vill kannski hvíla sig bara, eina Þjóðhátíð. Kemur svo bara aftur ferskt inn á næsta ári, ég veit ekki skýringuna en ég giska að það sé eitthvað svoleiðis.“ Herjólfur muni halda sínu striki Ólafur Jóhann Borgþórsson framkvæmdastjóri Herjólfs segir skipið munu sigla samkvæmt áætlun í kvöld þrátt fyrir gula veðurviðvörun. „Herjólfur siglir bara fulla áætlun í dag, átta ferðir og við erum ekki að sjá að veðurspáin muni hafa nokkur áhrif á siglingar í dag eða helgina og reiknum bara með því að geta komið öllum til Eyja og frá Eyjum og að menn verði bara glaðir við komu og brottför því Þjóðhátíð hefur verið haldin í 151 ár og það hafa verið allskyns veður en ég held að allir og allar kynslóðir hafa talað um það að það sé alltaf gaman hvort sem sólin skín eða það rignir í dalnum, þannig við erum bara bjartsýn á helgina þrátt fyrir óhagfellda veðurspá.“ Hann segist ekki merkja mikla fækkun farþega með Herjólfi þessa helgina í ár þrátt fyrir spárnar. „Farþegafjöldinn er bara nokkuð svipaður og verið hefur og mjög ánægjulegt að sjá, eins og við sjáum bara í dag og í gær, að það eru fleiri heldur en í rauninni við reiknuðum með miðað við hvernig bókað var bara í síðustu viku, þannig fólk virðist ekki vera að láta veðurspána hafa mikil áhrif á sig.“ Ein með öllu aldrei litið betur út Skipuleggjendur fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu á Akureyri eru aftur á móti himinlifandi með veðurspár fyrir helgina. Halldór Kristinn Harðarson skipuleggjandi segist búast við margmenni í ljósi þessa. „Þetta leggst bara frábærlega í okkur. Við erum að fá rosa góða spá. Við erum að prufukeyra hérna glænýtt viðburðarsvæði, það hefur verið notað kannski tvisvar áður en það er dálítið síðan og það er Akureyrarvöllur. Við erum að flytja sparitónleikana sem voru alltaf á leikhúsfletinum við erum að flytja það þangað yfir og bæði tívolíin verða hér ásamt slatta af matarvögnum og ég stend hérna núna í miðri uppsetningu og ég held þetta hafi aldrei litið betur út.“
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Akureyri Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira