„Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Árni Gísli Magnússon skrifar 31. júlí 2025 22:55 Hinn 63 ára gamli Kent er öllu vanur. EPA/HENNING BAGGER Kent Nielsen, þjálfari Silkeborg, var ánægður að vera kominn með lið sitt áfram í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 3-2 sigur á KA í framlengingu og var tíðrætt um dramatík í viðtali eftir leik. „Við erum mjög ánægðir með að við séum að fara áfram. Þetta var mikil dramatík og sýnir líka aftur um hvað fótbolti snýst. Við getum líkt þessu svolítið við bikarleiki þar sem öllu er snúið við og breytt, dramatík og vítaspyrnur. Þetta var mikil dramatík eins og ég segi og við erum vonsviknir með að hafa byrjað vel en misnotað vítaspyrnu og svo fengum við nokkra sénsa þar sem við gátum stjórnað leiknum en svo allt í einu var honum snúið við í þeirra hag. Við erum ánægðir með að fara áfram og ég held að við eigum það skilið og við vitum líka að þeir hefðu vel getað jafnað í lokin. Þetta sýnir bara hversu mikil dramatík var í þessum leik.“ Kent kom inn á það í viðtali fyrir leik að hann hafi vitað að KA yrði erfiður andstæðingur og lið hans þyrfti að vera við öllu búið, en bjóst hann við svona mikilli mótspyrnu? „Ég bjóst ekki við að fara alla leið í framlengingu en þó svo að það hafi verið 2-2 eftir venjulegan leiktíma fannst mér leikurinn vera jafn og jafnir leikir geta dottið báðu megin. Ég bjóst ekki við framlengingu en eftir að hafa séð leikinn var ég ekki hissa því það var svo mikil dramatík. Bæði lið voru betra liðið á vellinum á einhverjum tímapunktu en á endanum var þetta verðskuldaður sigur.“ Tonni Adamsen skoraði þrennu fyrir Silkeborg í dag en hann er þrítugur Dani sem hefur pilað með Silkeborg frá árinu 2022. „Hann var markahæstur hjá okkur á síðasta tímabili en hann fór nokkuð seint að blómstra sem leikmaður. Hann hefur aðeins verið í atvinnumanna fótbolta í þrjú til fjögur ár og hann er þrítugur. Hann hefur einnig spilað í neðri deildunum en hann á nokkur góð ár eftir. Hann byrjaði einnig vel í fyrra, sérstaklega í Evrópuleikjunum, og við vonum að hann haldi því áfram.“ Silkeborg mætir Jagellonina frá Póllandi í næstu umferð sem er allt öðruvísi andstæðingur en KA. „Við reynum alltaf að læra af leikjum. KA sýndi í dag mjög skipulagðan og agaðan leik sem innihélt einnig hraða og líkamlegan styrk. Þetta var erfitt fyrir okkur og við reynum að læra af þessu. Á móti Jagellonia verður leikurinn opnari þar sem verður meira pláss og við viljum frekar svoleiðis leiki en aftur á móti vitum við að þar erum við að mæta frekar sterku liði.“ Kent þjálfaði Hallgrím Jónasson hjá OB á sínum tíma og þekkjast þeir því vel en því miður gefst ekki tími fyrir þá til að setjast niður yfir einum bjór þar sem Silkeborg þarf að ferðast beint til Danmerkur. „Nei við þurfum að fara beinustu lið til Danmerkur núna. Klukkan þar verður held ég sex um morgun þegar við komum og þá höfum við tvo og hálfan dag áður en við spilum aftur þannig fókusinn verður á að ná upp orku“, sagði hinn eldhressi Kent Nielsen að endingu. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
„Við erum mjög ánægðir með að við séum að fara áfram. Þetta var mikil dramatík og sýnir líka aftur um hvað fótbolti snýst. Við getum líkt þessu svolítið við bikarleiki þar sem öllu er snúið við og breytt, dramatík og vítaspyrnur. Þetta var mikil dramatík eins og ég segi og við erum vonsviknir með að hafa byrjað vel en misnotað vítaspyrnu og svo fengum við nokkra sénsa þar sem við gátum stjórnað leiknum en svo allt í einu var honum snúið við í þeirra hag. Við erum ánægðir með að fara áfram og ég held að við eigum það skilið og við vitum líka að þeir hefðu vel getað jafnað í lokin. Þetta sýnir bara hversu mikil dramatík var í þessum leik.“ Kent kom inn á það í viðtali fyrir leik að hann hafi vitað að KA yrði erfiður andstæðingur og lið hans þyrfti að vera við öllu búið, en bjóst hann við svona mikilli mótspyrnu? „Ég bjóst ekki við að fara alla leið í framlengingu en þó svo að það hafi verið 2-2 eftir venjulegan leiktíma fannst mér leikurinn vera jafn og jafnir leikir geta dottið báðu megin. Ég bjóst ekki við framlengingu en eftir að hafa séð leikinn var ég ekki hissa því það var svo mikil dramatík. Bæði lið voru betra liðið á vellinum á einhverjum tímapunktu en á endanum var þetta verðskuldaður sigur.“ Tonni Adamsen skoraði þrennu fyrir Silkeborg í dag en hann er þrítugur Dani sem hefur pilað með Silkeborg frá árinu 2022. „Hann var markahæstur hjá okkur á síðasta tímabili en hann fór nokkuð seint að blómstra sem leikmaður. Hann hefur aðeins verið í atvinnumanna fótbolta í þrjú til fjögur ár og hann er þrítugur. Hann hefur einnig spilað í neðri deildunum en hann á nokkur góð ár eftir. Hann byrjaði einnig vel í fyrra, sérstaklega í Evrópuleikjunum, og við vonum að hann haldi því áfram.“ Silkeborg mætir Jagellonina frá Póllandi í næstu umferð sem er allt öðruvísi andstæðingur en KA. „Við reynum alltaf að læra af leikjum. KA sýndi í dag mjög skipulagðan og agaðan leik sem innihélt einnig hraða og líkamlegan styrk. Þetta var erfitt fyrir okkur og við reynum að læra af þessu. Á móti Jagellonia verður leikurinn opnari þar sem verður meira pláss og við viljum frekar svoleiðis leiki en aftur á móti vitum við að þar erum við að mæta frekar sterku liði.“ Kent þjálfaði Hallgrím Jónasson hjá OB á sínum tíma og þekkjast þeir því vel en því miður gefst ekki tími fyrir þá til að setjast niður yfir einum bjór þar sem Silkeborg þarf að ferðast beint til Danmerkur. „Nei við þurfum að fara beinustu lið til Danmerkur núna. Klukkan þar verður held ég sex um morgun þegar við komum og þá höfum við tvo og hálfan dag áður en við spilum aftur þannig fókusinn verður á að ná upp orku“, sagði hinn eldhressi Kent Nielsen að endingu.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira