Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. júlí 2025 16:43 Framkævmdir hafa staðið yfir við virkjunina þrátt fyrir að virkjanaleyfið hafi verið dæmt ólöglegt í Hæstarétti. Landvernd Landeigendur við Þjórsá hafa lagt fram stöðvunarkröfu á framkvæmdir við Hvammsvirkjun til úrskurðarnefndar umhverfismála. Þeir krefjast þess að virkjanaframkvæmdirnar verði stöðvaðar án tafar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landvernd. Þar segir að krafan hafi verið afhent í fyrradag en aðilar máls hefðu haft til hádegis í dag til að skila inn gögnum. Hæstiréttur staðfesti nýverið ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar vegna ágalla á þeim lögum sem giltu þegar leyfið var veitt. Áður en Hæstiréttur kvað upp dóm sinn hafði umhverfis, orku og loftslagsráðherra breytt lögunum. Í síðustu viku óskaði Landsvirkjun eftir því að Umhverfis- og orkustofnun veitti virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun, í samræmi við nýlega breytt raforkulög og lög um stjórn vatnamála. Í fréttatilkynningu Landverndar segir að fyrir liggi að hreinar og beinar virkjanaframkvæmdir hafi staðið yfir í marga mánuði þótt leyfið hafi verið dæmt ólöglegt. Vakin er athygli á umfjöllun Morgunblaðsins um framkvæmdirnar í dag, en þar er vakin athygli á kraftmiklum framkvæmdum við undirbúning virkjunarinnar. „Að virkja áfram, þegar leyfi hefur verið fellt í Hæstarétti, er afar hættulegt fordæmi vegna allra stórframkvæmda sem eru í undirbúningi í landinu. Slíkt framferði ógnar bæði náttúrunni og lýðræðinu. Mörg náttúruverndarsamtök og samtök til verndar laxastofninum hafa lýst og lýsa áfram fullum stuðningi við baráttuna við Þjórsá. Náttúruvernd er mannréttindi. Krafa kærenda er viðlögð,“ segir í tilkynningunni. Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Davíð hafi lagt Golíat Náttúruverndarsamtök fagna niðurstöðu Hæstaréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms og felldi endanlega úr gildi virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, í máli sem landeigendur við Þjórsá höfðuðu gegn ríkinu og Landsvirkjun. Þau segja Davíð hafa lagt Golíat. 9. júlí 2025 16:29 Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni „Mín fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði. Við eigum eftir að fara betur yfir dóminn en það virðist vera að dómurinn staðfesti þann skilning héraðsdóms að ákveðnir ágallar hafi verið á lögum sem voru sett um þetta mál vegna Evróputilskipunar,“ segir forstjóri Landsvirkjunnar. 9. júlí 2025 13:23 „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir augljóst að leyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist þegar sótt verður um það aftur. Hæstiréttur hafnaði Hvammsvirkjun í dag en dómurinn byggði á lögum sem nú hefur verið breytt. 9. júlí 2025 17:47 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landvernd. Þar segir að krafan hafi verið afhent í fyrradag en aðilar máls hefðu haft til hádegis í dag til að skila inn gögnum. Hæstiréttur staðfesti nýverið ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar vegna ágalla á þeim lögum sem giltu þegar leyfið var veitt. Áður en Hæstiréttur kvað upp dóm sinn hafði umhverfis, orku og loftslagsráðherra breytt lögunum. Í síðustu viku óskaði Landsvirkjun eftir því að Umhverfis- og orkustofnun veitti virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun, í samræmi við nýlega breytt raforkulög og lög um stjórn vatnamála. Í fréttatilkynningu Landverndar segir að fyrir liggi að hreinar og beinar virkjanaframkvæmdir hafi staðið yfir í marga mánuði þótt leyfið hafi verið dæmt ólöglegt. Vakin er athygli á umfjöllun Morgunblaðsins um framkvæmdirnar í dag, en þar er vakin athygli á kraftmiklum framkvæmdum við undirbúning virkjunarinnar. „Að virkja áfram, þegar leyfi hefur verið fellt í Hæstarétti, er afar hættulegt fordæmi vegna allra stórframkvæmda sem eru í undirbúningi í landinu. Slíkt framferði ógnar bæði náttúrunni og lýðræðinu. Mörg náttúruverndarsamtök og samtök til verndar laxastofninum hafa lýst og lýsa áfram fullum stuðningi við baráttuna við Þjórsá. Náttúruvernd er mannréttindi. Krafa kærenda er viðlögð,“ segir í tilkynningunni.
Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Davíð hafi lagt Golíat Náttúruverndarsamtök fagna niðurstöðu Hæstaréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms og felldi endanlega úr gildi virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, í máli sem landeigendur við Þjórsá höfðuðu gegn ríkinu og Landsvirkjun. Þau segja Davíð hafa lagt Golíat. 9. júlí 2025 16:29 Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni „Mín fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði. Við eigum eftir að fara betur yfir dóminn en það virðist vera að dómurinn staðfesti þann skilning héraðsdóms að ákveðnir ágallar hafi verið á lögum sem voru sett um þetta mál vegna Evróputilskipunar,“ segir forstjóri Landsvirkjunnar. 9. júlí 2025 13:23 „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir augljóst að leyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist þegar sótt verður um það aftur. Hæstiréttur hafnaði Hvammsvirkjun í dag en dómurinn byggði á lögum sem nú hefur verið breytt. 9. júlí 2025 17:47 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Davíð hafi lagt Golíat Náttúruverndarsamtök fagna niðurstöðu Hæstaréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms og felldi endanlega úr gildi virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, í máli sem landeigendur við Þjórsá höfðuðu gegn ríkinu og Landsvirkjun. Þau segja Davíð hafa lagt Golíat. 9. júlí 2025 16:29
Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni „Mín fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði. Við eigum eftir að fara betur yfir dóminn en það virðist vera að dómurinn staðfesti þann skilning héraðsdóms að ákveðnir ágallar hafi verið á lögum sem voru sett um þetta mál vegna Evróputilskipunar,“ segir forstjóri Landsvirkjunnar. 9. júlí 2025 13:23
„Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir augljóst að leyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist þegar sótt verður um það aftur. Hæstiréttur hafnaði Hvammsvirkjun í dag en dómurinn byggði á lögum sem nú hefur verið breytt. 9. júlí 2025 17:47