Lífið samstarf

Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu

Nathan & Olsen
Bragðmikið nachos sem er tilvalið fyrir partíið eða bara sem létt snakk úti á palli eða í útilegunni í góða veðrinu
Bragðmikið nachos sem er tilvalið fyrir partíið eða bara sem létt snakk úti á palli eða í útilegunni í góða veðrinu

Síðasta uppskriftin sem BBQ kóngurinn gefur lesendum Vísis í sumar er grillað bragðmikið nachos sem er tilvalið fyrir partíið eða bara sem létt snakk úti á palli eða í útilegunni í góða veðrinu.

Undanfarna fimmtudaga hefur Alfreð Björnsson, best þekktur sem BBQ kóngurinn, gefið lesendum Vísis gómsætar grilluppskriftir í samstarfi við Nathan & Olsen.

Hægt er að skoða fyrri uppskriftir neðst í greininni.

BBQ kóngurinn hefur gefið lesendum Vísis gómsætar grilluppskriftir í sumar í  samstarfi við Nathan & Olsen.Mynd/Hulda Margét.

Geggjað djúsí grillað nachos

  • Heill poki af tortilla flögum
  • Salsa sósa
  • Hellmann's osta sósa
  • Rifinn mozzarella ostablanda
  • Jalapeno í krukku

Hellmann's sósurnar eru geggjaðar með grillmat.

Setjið tortilla flögur á pönnu. Setjið ofan á salsasósu, rifinn ost, ostasósu og jalapeno bita. Endurtakið leikin þangað til pokinn er búin og toppið með sömu blöndu.

Stillið grillið á 180-200 gráður og setjið pönnuna á óbeinan hita en það þýðir að ef þið eruð með þriggja brennara gasgrill þá kveikið þið á brennara 1-3 og setjið pottinn yfir brennara 2. Grillið þangað til allur ostur er bráðnaður, tekur u.þ.b. 15-20 mínútur.

Einnig er hægt að bæta tilbúnum kjúklingi á milli líka laga og setja guacamole ofan á þegar rétturinn er tilbúinn.

Njótið!


Tengdar fréttir

Er þetta hinn full­komni pul­led pork borgari?

Þennan fimmtudaginn býður BBQ kóngurinn upp á æðislegan pulled pork hamborgara sem tekur bara 10 mínútur að elda. Rúsínan í pylsuendanum er svo pikklað rauðkál sem skýtur réttinum beint upp í meistaradeildina.

„Búið ykkur undir bragð­sprengju í munni“

Í dag býður BBQ kóngurinn upp á klikkaðar snittur sem eiga svo sannarlega eftir að bráðna í munni. Þar blandast saman m.a. nautakjöt, chimichurri sósa, Hellmann's trufflu mæjónes og parmesan ostur. Þetta getur ekki klikkað!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.