Innlent

Brenni­steins­díoxíð gæti borist um suð­vestur­hornið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið í dag.
Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið í dag. vísir/ívar

Gosvirkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist stöðug í nótt og lítil gasmengun og gosmóða mælst. Aðeins er farið að mælast af SO2 gasi í Garðabæ og Hvalfirði en styrkurinn er enn vel innan heilbrigðismarka.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Þar segir að í dag sé spáð suðvestlægri átt á gosstöðvunum. Þannig megi gera ráð fyrir að SO2 gas, brennisteinsdíoxíð, frá eldgosinu berist yfir höfuðborgarsvæðið, Hvalfjörð og Akranes og jafnvel upp í Borgarfjörð.

Fylgjast má með stöðu mála á loftgæði.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×