Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2025 11:00 Gísli Gottskálk Þórðarson í leik með Lech Poznan í 7-1 sigri á Blikum í fyrri leiknum. Getty/Grzegorz Wajda Gísli Gottskálk Þórðarson kom hingað til lands ásamt félögum hans í liði Lech Poznan í dag. Hann segir sérstaka tilfinningu að mæta íslensku liði í Evrópukeppni. Gísli Gottskálk er að komast aftur á fullt eftir meiðsli sem hafa plagað hann síðustu misseri. Hann missti af stórum hluta síðustu leiktíðar vegna axlarmeiðsla og ökklinn að stríða honum í sumar. Hann virðist þó vera að stimpla sig inn og skoraði auk þess að leggja upp í sigri í pólsku deildinni um helgina. Eftir það er skemmtilegt að kíkja aðeins heim til Íslands. Hann kemur heim í alíslenskar aðstæður. „Maður fékk smá hraun frá liðsfélögunum fyrir veðrið hérna en ég þurfti bara að taka það á kassann því ég get ekkert gert mikið í því,“ sagði Gísli Gottskálk í samtali við Val Pál Eiríksson. Er ekkert skrýtið að koma hingað og vera að fara á spila á móti íslensku liði fyrir hönd erlends liðs. „Jú, það er alveg skrýtin tilfinning. Mér finnst það frekar furðulegt en gaman líka. Þetta er meira skemmtilegt heldur en ekki,“ sagði Gísli. Fyrri leikurinn ytra var þá merkilegur. Poznan-liðar hreinlega völtuðu yfir Blika, unnu þá 7-1 þar sem Breiðablik var manni færra stóran hluta leiksins. Gísli kom inn sem varamaður um miðjan fyrri hálfleik og sagði það einnig sérstaka tilfinningu. „Mér fannst þetta smá skrýtið. Þetta var ekki eins og ég væri að spila venjulegan leik. Það var skrýtið að spila á móti vinum sínum erlendis en svo reynir maður bara að venjast því,“ sagði Gísli. Finnur hann traust frá þjálfara Lech Poznan nú þegar hann er að koma aftur inn í liðið eftir meiðsli. „Ég byrjaði fyrsta leikinn í deildinni en það eru margir leikir og það er mikið af róteringum. Ég upplifi mikið traust og ég veit að ég mun fá stórt hlutverk núna. Ég reyni að skila því eins vel og ég get,“ sagði Gísli. Leikur Breiðabliks og Lech Poznan hefst klukkan 18.30 í kvöld og verður hann sýndur beint á Sýn Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.15. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Pólland Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Gísli Gottskálk er að komast aftur á fullt eftir meiðsli sem hafa plagað hann síðustu misseri. Hann missti af stórum hluta síðustu leiktíðar vegna axlarmeiðsla og ökklinn að stríða honum í sumar. Hann virðist þó vera að stimpla sig inn og skoraði auk þess að leggja upp í sigri í pólsku deildinni um helgina. Eftir það er skemmtilegt að kíkja aðeins heim til Íslands. Hann kemur heim í alíslenskar aðstæður. „Maður fékk smá hraun frá liðsfélögunum fyrir veðrið hérna en ég þurfti bara að taka það á kassann því ég get ekkert gert mikið í því,“ sagði Gísli Gottskálk í samtali við Val Pál Eiríksson. Er ekkert skrýtið að koma hingað og vera að fara á spila á móti íslensku liði fyrir hönd erlends liðs. „Jú, það er alveg skrýtin tilfinning. Mér finnst það frekar furðulegt en gaman líka. Þetta er meira skemmtilegt heldur en ekki,“ sagði Gísli. Fyrri leikurinn ytra var þá merkilegur. Poznan-liðar hreinlega völtuðu yfir Blika, unnu þá 7-1 þar sem Breiðablik var manni færra stóran hluta leiksins. Gísli kom inn sem varamaður um miðjan fyrri hálfleik og sagði það einnig sérstaka tilfinningu. „Mér fannst þetta smá skrýtið. Þetta var ekki eins og ég væri að spila venjulegan leik. Það var skrýtið að spila á móti vinum sínum erlendis en svo reynir maður bara að venjast því,“ sagði Gísli. Finnur hann traust frá þjálfara Lech Poznan nú þegar hann er að koma aftur inn í liðið eftir meiðsli. „Ég byrjaði fyrsta leikinn í deildinni en það eru margir leikir og það er mikið af róteringum. Ég upplifi mikið traust og ég veit að ég mun fá stórt hlutverk núna. Ég reyni að skila því eins vel og ég get,“ sagði Gísli. Leikur Breiðabliks og Lech Poznan hefst klukkan 18.30 í kvöld og verður hann sýndur beint á Sýn Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.15.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Pólland Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira