Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2025 11:00 Gísli Gottskálk Þórðarson í leik með Lech Poznan í 7-1 sigri á Blikum í fyrri leiknum. Getty/Grzegorz Wajda Gísli Gottskálk Þórðarson kom hingað til lands ásamt félögum hans í liði Lech Poznan í dag. Hann segir sérstaka tilfinningu að mæta íslensku liði í Evrópukeppni. Gísli Gottskálk er að komast aftur á fullt eftir meiðsli sem hafa plagað hann síðustu misseri. Hann missti af stórum hluta síðustu leiktíðar vegna axlarmeiðsla og ökklinn að stríða honum í sumar. Hann virðist þó vera að stimpla sig inn og skoraði auk þess að leggja upp í sigri í pólsku deildinni um helgina. Eftir það er skemmtilegt að kíkja aðeins heim til Íslands. Hann kemur heim í alíslenskar aðstæður. „Maður fékk smá hraun frá liðsfélögunum fyrir veðrið hérna en ég þurfti bara að taka það á kassann því ég get ekkert gert mikið í því,“ sagði Gísli Gottskálk í samtali við Val Pál Eiríksson. Er ekkert skrýtið að koma hingað og vera að fara á spila á móti íslensku liði fyrir hönd erlends liðs. „Jú, það er alveg skrýtin tilfinning. Mér finnst það frekar furðulegt en gaman líka. Þetta er meira skemmtilegt heldur en ekki,“ sagði Gísli. Fyrri leikurinn ytra var þá merkilegur. Poznan-liðar hreinlega völtuðu yfir Blika, unnu þá 7-1 þar sem Breiðablik var manni færra stóran hluta leiksins. Gísli kom inn sem varamaður um miðjan fyrri hálfleik og sagði það einnig sérstaka tilfinningu. „Mér fannst þetta smá skrýtið. Þetta var ekki eins og ég væri að spila venjulegan leik. Það var skrýtið að spila á móti vinum sínum erlendis en svo reynir maður bara að venjast því,“ sagði Gísli. Finnur hann traust frá þjálfara Lech Poznan nú þegar hann er að koma aftur inn í liðið eftir meiðsli. „Ég byrjaði fyrsta leikinn í deildinni en það eru margir leikir og það er mikið af róteringum. Ég upplifi mikið traust og ég veit að ég mun fá stórt hlutverk núna. Ég reyni að skila því eins vel og ég get,“ sagði Gísli. Leikur Breiðabliks og Lech Poznan hefst klukkan 18.30 í kvöld og verður hann sýndur beint á Sýn Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.15. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Pólland Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Sjá meira
Gísli Gottskálk er að komast aftur á fullt eftir meiðsli sem hafa plagað hann síðustu misseri. Hann missti af stórum hluta síðustu leiktíðar vegna axlarmeiðsla og ökklinn að stríða honum í sumar. Hann virðist þó vera að stimpla sig inn og skoraði auk þess að leggja upp í sigri í pólsku deildinni um helgina. Eftir það er skemmtilegt að kíkja aðeins heim til Íslands. Hann kemur heim í alíslenskar aðstæður. „Maður fékk smá hraun frá liðsfélögunum fyrir veðrið hérna en ég þurfti bara að taka það á kassann því ég get ekkert gert mikið í því,“ sagði Gísli Gottskálk í samtali við Val Pál Eiríksson. Er ekkert skrýtið að koma hingað og vera að fara á spila á móti íslensku liði fyrir hönd erlends liðs. „Jú, það er alveg skrýtin tilfinning. Mér finnst það frekar furðulegt en gaman líka. Þetta er meira skemmtilegt heldur en ekki,“ sagði Gísli. Fyrri leikurinn ytra var þá merkilegur. Poznan-liðar hreinlega völtuðu yfir Blika, unnu þá 7-1 þar sem Breiðablik var manni færra stóran hluta leiksins. Gísli kom inn sem varamaður um miðjan fyrri hálfleik og sagði það einnig sérstaka tilfinningu. „Mér fannst þetta smá skrýtið. Þetta var ekki eins og ég væri að spila venjulegan leik. Það var skrýtið að spila á móti vinum sínum erlendis en svo reynir maður bara að venjast því,“ sagði Gísli. Finnur hann traust frá þjálfara Lech Poznan nú þegar hann er að koma aftur inn í liðið eftir meiðsli. „Ég byrjaði fyrsta leikinn í deildinni en það eru margir leikir og það er mikið af róteringum. Ég upplifi mikið traust og ég veit að ég mun fá stórt hlutverk núna. Ég reyni að skila því eins vel og ég get,“ sagði Gísli. Leikur Breiðabliks og Lech Poznan hefst klukkan 18.30 í kvöld og verður hann sýndur beint á Sýn Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.15.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Pólland Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Sjá meira