Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2025 11:00 Gísli Gottskálk Þórðarson í leik með Lech Poznan í 7-1 sigri á Blikum í fyrri leiknum. Getty/Grzegorz Wajda Gísli Gottskálk Þórðarson kom hingað til lands ásamt félögum hans í liði Lech Poznan í dag. Hann segir sérstaka tilfinningu að mæta íslensku liði í Evrópukeppni. Gísli Gottskálk er að komast aftur á fullt eftir meiðsli sem hafa plagað hann síðustu misseri. Hann missti af stórum hluta síðustu leiktíðar vegna axlarmeiðsla og ökklinn að stríða honum í sumar. Hann virðist þó vera að stimpla sig inn og skoraði auk þess að leggja upp í sigri í pólsku deildinni um helgina. Eftir það er skemmtilegt að kíkja aðeins heim til Íslands. Hann kemur heim í alíslenskar aðstæður. „Maður fékk smá hraun frá liðsfélögunum fyrir veðrið hérna en ég þurfti bara að taka það á kassann því ég get ekkert gert mikið í því,“ sagði Gísli Gottskálk í samtali við Val Pál Eiríksson. Er ekkert skrýtið að koma hingað og vera að fara á spila á móti íslensku liði fyrir hönd erlends liðs. „Jú, það er alveg skrýtin tilfinning. Mér finnst það frekar furðulegt en gaman líka. Þetta er meira skemmtilegt heldur en ekki,“ sagði Gísli. Fyrri leikurinn ytra var þá merkilegur. Poznan-liðar hreinlega völtuðu yfir Blika, unnu þá 7-1 þar sem Breiðablik var manni færra stóran hluta leiksins. Gísli kom inn sem varamaður um miðjan fyrri hálfleik og sagði það einnig sérstaka tilfinningu. „Mér fannst þetta smá skrýtið. Þetta var ekki eins og ég væri að spila venjulegan leik. Það var skrýtið að spila á móti vinum sínum erlendis en svo reynir maður bara að venjast því,“ sagði Gísli. Finnur hann traust frá þjálfara Lech Poznan nú þegar hann er að koma aftur inn í liðið eftir meiðsli. „Ég byrjaði fyrsta leikinn í deildinni en það eru margir leikir og það er mikið af róteringum. Ég upplifi mikið traust og ég veit að ég mun fá stórt hlutverk núna. Ég reyni að skila því eins vel og ég get,“ sagði Gísli. Leikur Breiðabliks og Lech Poznan hefst klukkan 18.30 í kvöld og verður hann sýndur beint á Sýn Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.15. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Pólland Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira
Gísli Gottskálk er að komast aftur á fullt eftir meiðsli sem hafa plagað hann síðustu misseri. Hann missti af stórum hluta síðustu leiktíðar vegna axlarmeiðsla og ökklinn að stríða honum í sumar. Hann virðist þó vera að stimpla sig inn og skoraði auk þess að leggja upp í sigri í pólsku deildinni um helgina. Eftir það er skemmtilegt að kíkja aðeins heim til Íslands. Hann kemur heim í alíslenskar aðstæður. „Maður fékk smá hraun frá liðsfélögunum fyrir veðrið hérna en ég þurfti bara að taka það á kassann því ég get ekkert gert mikið í því,“ sagði Gísli Gottskálk í samtali við Val Pál Eiríksson. Er ekkert skrýtið að koma hingað og vera að fara á spila á móti íslensku liði fyrir hönd erlends liðs. „Jú, það er alveg skrýtin tilfinning. Mér finnst það frekar furðulegt en gaman líka. Þetta er meira skemmtilegt heldur en ekki,“ sagði Gísli. Fyrri leikurinn ytra var þá merkilegur. Poznan-liðar hreinlega völtuðu yfir Blika, unnu þá 7-1 þar sem Breiðablik var manni færra stóran hluta leiksins. Gísli kom inn sem varamaður um miðjan fyrri hálfleik og sagði það einnig sérstaka tilfinningu. „Mér fannst þetta smá skrýtið. Þetta var ekki eins og ég væri að spila venjulegan leik. Það var skrýtið að spila á móti vinum sínum erlendis en svo reynir maður bara að venjast því,“ sagði Gísli. Finnur hann traust frá þjálfara Lech Poznan nú þegar hann er að koma aftur inn í liðið eftir meiðsli. „Ég byrjaði fyrsta leikinn í deildinni en það eru margir leikir og það er mikið af róteringum. Ég upplifi mikið traust og ég veit að ég mun fá stórt hlutverk núna. Ég reyni að skila því eins vel og ég get,“ sagði Gísli. Leikur Breiðabliks og Lech Poznan hefst klukkan 18.30 í kvöld og verður hann sýndur beint á Sýn Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.15.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Pólland Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira