Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. júlí 2025 20:17 Ingibjörg Elva Sigurðardóttir (til vinstri) og Auður Friðgerður Thorlacius Halldórsdóttir, konurnar í Hjónabandinu en með þeim er Jens Sigurðsson. Jón Ólafsson var með þeim en hann er látinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hljómsveitin Hjónabandið í Fljótshlíð er vinsæl hljómsveit, sem hefur gert það gott síðustu ár, ekki síst á Kaffi Langbrók þar sem nokkrir meðlimir bandsins reka tjald- og hjólhýsasvæði. Alltaf haldin ein útimessa á staðnum á sumrin, en þriggja ára strákur stal senunni í messu á sunnudaginn. Á Kaffi Langbrók er rekið flott tjald, fellihýsa, hjólhýsa og húsbílasvæði, sem margir nýta sér og einhverjir eru með fast stæði þar yfir sumartímann. Á kvöldin er oft verið að spila á hljóðfæri og syngja en það eru þá undir forystu Hjónabandsins, hljómsveitar staðarins. Á hverju sumri eru líka haldnar útimessur, en um síðustu helgi var ein slík messa haldin þar sem prestur var séra Sigríður Kristín Helgadóttir. Hjónabandið sá að sjálfsögðu um tónlistina og eftir messuna var boðið upp á glæsilegt messukaffi. „Við notum bara eigin lög og svo einstaka lög, sem við elskum,“ segir Ingibjörg Elva Sigurðardóttir, sem er í Hjónabandinu. Og Auður Friðgerður, sem er einnig í bandinu bætir við. „Við byrjuðum einu sinni þrenn hjón og svo urðum við tvenn hjón og síðan eftir að Jón dó þá héldum við bara áfram þrjú. Við köllum okkur Hjónabandið en köllum til svona oft gestaspilara með okkur. Bæði eru það börnin okkar og vinir.“ Auður og Ingibjörg að syngja í messunni, Jens er á gítarnum fyrir aftan þær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvers konar lög eru þið aðallega að spila? „Þetta er aðallega frumsamið og svo eru við með gamla slagara, sem allir kunna og geta sungið með. Á kvöldin tökum við svo fjöldasöngslög en okkar föstu gestir kunna lögin okkar og syngja með,“ segja þær stöllur. Fjölmargir gestir af tjaldsvæðinu mættu í messuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvað haldið þið, það var þriggja ára strákur, sem kom í hljóðnemann í lok messunnar og stal senunni þegar hann söng, „Sól, sól skín á mig“. Strákurinn heitir Kristþór Rúnar Thorlacius Þórhallsson, en Auður Friðgerður er amma hans. Kristþór Rúnar Thorlacius Þórhallsson, þriggja ára fór í hljóðnemann strax eftir messuna og söng fyrir gesti við mikla kátínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðeins um Hjónabandið og sögu þess Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Krakkar Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fleiri fréttir Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Sjá meira
Á Kaffi Langbrók er rekið flott tjald, fellihýsa, hjólhýsa og húsbílasvæði, sem margir nýta sér og einhverjir eru með fast stæði þar yfir sumartímann. Á kvöldin er oft verið að spila á hljóðfæri og syngja en það eru þá undir forystu Hjónabandsins, hljómsveitar staðarins. Á hverju sumri eru líka haldnar útimessur, en um síðustu helgi var ein slík messa haldin þar sem prestur var séra Sigríður Kristín Helgadóttir. Hjónabandið sá að sjálfsögðu um tónlistina og eftir messuna var boðið upp á glæsilegt messukaffi. „Við notum bara eigin lög og svo einstaka lög, sem við elskum,“ segir Ingibjörg Elva Sigurðardóttir, sem er í Hjónabandinu. Og Auður Friðgerður, sem er einnig í bandinu bætir við. „Við byrjuðum einu sinni þrenn hjón og svo urðum við tvenn hjón og síðan eftir að Jón dó þá héldum við bara áfram þrjú. Við köllum okkur Hjónabandið en köllum til svona oft gestaspilara með okkur. Bæði eru það börnin okkar og vinir.“ Auður og Ingibjörg að syngja í messunni, Jens er á gítarnum fyrir aftan þær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvers konar lög eru þið aðallega að spila? „Þetta er aðallega frumsamið og svo eru við með gamla slagara, sem allir kunna og geta sungið með. Á kvöldin tökum við svo fjöldasöngslög en okkar föstu gestir kunna lögin okkar og syngja með,“ segja þær stöllur. Fjölmargir gestir af tjaldsvæðinu mættu í messuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvað haldið þið, það var þriggja ára strákur, sem kom í hljóðnemann í lok messunnar og stal senunni þegar hann söng, „Sól, sól skín á mig“. Strákurinn heitir Kristþór Rúnar Thorlacius Þórhallsson, en Auður Friðgerður er amma hans. Kristþór Rúnar Thorlacius Þórhallsson, þriggja ára fór í hljóðnemann strax eftir messuna og söng fyrir gesti við mikla kátínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðeins um Hjónabandið og sögu þess
Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Krakkar Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fleiri fréttir Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Sjá meira