Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2025 07:00 Evrópumeistarinn Hannah Hampton. Richard Sellers/Getty Images Hannah Hampton, markvörður Evrópumeistara Englands, hefur heldur betur þurft að hafa fyrir því að komast þangað sem hún er í dag. Ofan á allt sem hún hefur tæklað til þessa á ferlinum þurfti hún að tækla mikla sorg í aðdraganda Evrópumótsins þar sem afi hennar lést skömmu fyrir mót. Hin 24 ára gamla Hampton hafði farið mikinn með Chelsea í aðdraganda EM kvenna sem fram fór í Sviss. Með Chelsea varð hún Englands, bikar- og deildarbikarmeistari. Ekki nóg með það heldur hélt hún marki sínu hreinu í 13 af 22 deildarleikjum liðsins. Hún var því á bleiku skýi þegar áfallið dundi yfir. „Tveimur dögum fyrir stærsta mót lífs míns þá misstum við þig. Þú kenndir mér svo mikið, ekki aðeins um fótbolta heldur einnig lífið sjálft. Um að halda báðum fótum á jörðinni, að leggja hart að sér, þrautseigju og að gera hlutina á réttan máta,“ sagði Hampton meðal annars í færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún minntist afa síns. View this post on Instagram A post shared by H (@_hannahhampton) Það virðist sem hluti af sorgarferli Hampton hafi verið að stíga upp sem hetja Englands þegar mest á reyndi. Hún átti hvað stærstan þátt í því að England sló Svíþjóð út í 8-liða úrslitum þökk sé frammistöðu markvarðarins í vítaspyrnukeppni. Það sama var svo á boðstólnum þegar úrslitaleikur Englands og Spánar endaði í vítaspyrnukeppni. Þar var það aftur Hampton sem sýndi úr hverju hún var gerð og England stóð uppi sem Evrópumeistari á nýjan leik. Það leit þó lengi vel ekki út fyrir að Hannah yrði markvörður þar sem hún fæddist með sjúkdóm sem gerði það að verkum að hún var með litla sem enga rýmisgreind. Læknar sögðu það væri enginn möguleiki að hún gæti spilað fótbolta en Hannah lét ekki segja sér fyrir verkum og eftir fjölda aðgerða þá er ljóst að læknarnir höfðu ekki rétt fyrir sér. Ekki nóg með allt þetta heldur hefur hún glímt við ýmis vandamál með félagsliðum sínum sem og landsliðinu. Hampton var á bekknum þegar England stóð uppi sem Evrópumeistari sumarið 2022. Síðar sama ár var hún send heim úr landsliðsverkefni þar sem hegðun hennar var ekki sögð hafa verið til fyrirmyndar. Í mars 2023 kom hún aftur inn í hópinn en var ekki valinn í lokahópinn sem fór alla leið í úrslit á HM sökum skorts á leiktíma. Hún gekk í raðir stórliðs Chelsea í júlí það ár og varð á endanum aðalmarkvörður liðsins. Frammistaða hennar með Chelsea gerði það að verkum að Sarina Wiegman, þjálfari Englands, ákvað að bekkja Mary Earps og gera Hampton að aðalmarkverði enska landsliðsins. Earps ákvað í kjölfarið að leggja landsliðshanskana á hilluna. Það verður ekki annað sagt en Wiegman hafi tekið rétta ákvörðun þar sem Hampton var frábær á mótinu og er ein stærsta ástæða þess að England er Evrópumeistari annað sinn. Hampton ver hér enn eitt vítið.Crystal Pix/Getty Images Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Hin 24 ára gamla Hampton hafði farið mikinn með Chelsea í aðdraganda EM kvenna sem fram fór í Sviss. Með Chelsea varð hún Englands, bikar- og deildarbikarmeistari. Ekki nóg með það heldur hélt hún marki sínu hreinu í 13 af 22 deildarleikjum liðsins. Hún var því á bleiku skýi þegar áfallið dundi yfir. „Tveimur dögum fyrir stærsta mót lífs míns þá misstum við þig. Þú kenndir mér svo mikið, ekki aðeins um fótbolta heldur einnig lífið sjálft. Um að halda báðum fótum á jörðinni, að leggja hart að sér, þrautseigju og að gera hlutina á réttan máta,“ sagði Hampton meðal annars í færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún minntist afa síns. View this post on Instagram A post shared by H (@_hannahhampton) Það virðist sem hluti af sorgarferli Hampton hafi verið að stíga upp sem hetja Englands þegar mest á reyndi. Hún átti hvað stærstan þátt í því að England sló Svíþjóð út í 8-liða úrslitum þökk sé frammistöðu markvarðarins í vítaspyrnukeppni. Það sama var svo á boðstólnum þegar úrslitaleikur Englands og Spánar endaði í vítaspyrnukeppni. Þar var það aftur Hampton sem sýndi úr hverju hún var gerð og England stóð uppi sem Evrópumeistari á nýjan leik. Það leit þó lengi vel ekki út fyrir að Hannah yrði markvörður þar sem hún fæddist með sjúkdóm sem gerði það að verkum að hún var með litla sem enga rýmisgreind. Læknar sögðu það væri enginn möguleiki að hún gæti spilað fótbolta en Hannah lét ekki segja sér fyrir verkum og eftir fjölda aðgerða þá er ljóst að læknarnir höfðu ekki rétt fyrir sér. Ekki nóg með allt þetta heldur hefur hún glímt við ýmis vandamál með félagsliðum sínum sem og landsliðinu. Hampton var á bekknum þegar England stóð uppi sem Evrópumeistari sumarið 2022. Síðar sama ár var hún send heim úr landsliðsverkefni þar sem hegðun hennar var ekki sögð hafa verið til fyrirmyndar. Í mars 2023 kom hún aftur inn í hópinn en var ekki valinn í lokahópinn sem fór alla leið í úrslit á HM sökum skorts á leiktíma. Hún gekk í raðir stórliðs Chelsea í júlí það ár og varð á endanum aðalmarkvörður liðsins. Frammistaða hennar með Chelsea gerði það að verkum að Sarina Wiegman, þjálfari Englands, ákvað að bekkja Mary Earps og gera Hampton að aðalmarkverði enska landsliðsins. Earps ákvað í kjölfarið að leggja landsliðshanskana á hilluna. Það verður ekki annað sagt en Wiegman hafi tekið rétta ákvörðun þar sem Hampton var frábær á mótinu og er ein stærsta ástæða þess að England er Evrópumeistari annað sinn. Hampton ver hér enn eitt vítið.Crystal Pix/Getty Images
Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira