Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 07:31 Lucy Bronze spilaði í gegnum meiðsli sem myndu halda flestum frá fótboltavellinum. Getty/Leiting Gao Lucy Bronze er ein af hetjum enska kvennalandsliðsins sem tryggði sér Evrópumeistartitilinn í gær en hún bjó líklegast til nýja skilgreiningu á því á þessu móti hvað það þýðir að harka af sér. Bronze sagði frá því í viðtali eftir úrslitaleikinn á móti Spáni að hún hafi spilað fótbrotin á mótinu. Bronze er með sprungu í sköflungnum en lét það ekki stoppa sig heldur spilaði í gegnum meiðslin. Bronze er 33 ára gömul og er elst í enska liðinu. Það er líklegt að þetta sé hennar síðasta Evrópumót. Hún ætlaði ekki að missa af því. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Bronze átti mikinn þátt í endurkomunni á móti Svíum í átta liða úrslitunum þar sem hún skoraði mikilvægt mark eftir að Svíar komust í 2-0. Hún skoraði svo aftur úr sínu víti í vítakeppninni. Bronze þurfti að yfirgefa völlinn í úrslitaleiknum en það var vegna annarra meiðsla og meiðsla á hinum fætinum. „Ég hef reyndar spilað allt mótið með sprungu í sköflungnum og svo náði ég að meiða mig á hnénu á hinum fætinum,“ sagði Lucy Bronze við BBC. „Þess vegna fékk ég svo mikið hrós frá stelpunum eftir Svíaleikinn. Þetta hefur verið mjög sársaukafullt. Þetta er samt bara það sem það kostar þig að spila fyrir England og ég er til í það,“ sagði hin ótrúlega Bronze. Hún viðurkenndi samt að þetta hafi verið hrikalega vont. „Við misstum aldrei trúna á okkur sjálfar. Það var mikill hávaði fyrir utan liðið en við þjöppuðum okkur saman og grófum djúpt. Það er svo mikill innblástur að fá að vera hluti af þessu liði. Það er ótrúlegt hvað við höfum afrekað,“ sagði Bronze. „Það er stórkostleg tilfinning sem fylgir því að vinna í vítakeppni en það er líka hræðilegt að tapa úrslitaleik þannig. Ég þekki vel margar af þessum Barcelona stelpum sem klikkuðu á víti. Það er mjög erfitt en ég var líka í þessum sporum fyrir nokkrum árum,“ sagði Bronze. „Við áttum bara að vinna þetta mót og við sýndum mikla þrautseigju í dag. Við höfum sýnt öllum það á þessu móti að þú verður alltaf að trúa á þig sjálfan sama hvað aðrir segja um þig,“ sagði Bronze. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Sjá meira
Bronze sagði frá því í viðtali eftir úrslitaleikinn á móti Spáni að hún hafi spilað fótbrotin á mótinu. Bronze er með sprungu í sköflungnum en lét það ekki stoppa sig heldur spilaði í gegnum meiðslin. Bronze er 33 ára gömul og er elst í enska liðinu. Það er líklegt að þetta sé hennar síðasta Evrópumót. Hún ætlaði ekki að missa af því. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Bronze átti mikinn þátt í endurkomunni á móti Svíum í átta liða úrslitunum þar sem hún skoraði mikilvægt mark eftir að Svíar komust í 2-0. Hún skoraði svo aftur úr sínu víti í vítakeppninni. Bronze þurfti að yfirgefa völlinn í úrslitaleiknum en það var vegna annarra meiðsla og meiðsla á hinum fætinum. „Ég hef reyndar spilað allt mótið með sprungu í sköflungnum og svo náði ég að meiða mig á hnénu á hinum fætinum,“ sagði Lucy Bronze við BBC. „Þess vegna fékk ég svo mikið hrós frá stelpunum eftir Svíaleikinn. Þetta hefur verið mjög sársaukafullt. Þetta er samt bara það sem það kostar þig að spila fyrir England og ég er til í það,“ sagði hin ótrúlega Bronze. Hún viðurkenndi samt að þetta hafi verið hrikalega vont. „Við misstum aldrei trúna á okkur sjálfar. Það var mikill hávaði fyrir utan liðið en við þjöppuðum okkur saman og grófum djúpt. Það er svo mikill innblástur að fá að vera hluti af þessu liði. Það er ótrúlegt hvað við höfum afrekað,“ sagði Bronze. „Það er stórkostleg tilfinning sem fylgir því að vinna í vítakeppni en það er líka hræðilegt að tapa úrslitaleik þannig. Ég þekki vel margar af þessum Barcelona stelpum sem klikkuðu á víti. Það er mjög erfitt en ég var líka í þessum sporum fyrir nokkrum árum,“ sagði Bronze. „Við áttum bara að vinna þetta mót og við sýndum mikla þrautseigju í dag. Við höfum sýnt öllum það á þessu móti að þú verður alltaf að trúa á þig sjálfan sama hvað aðrir segja um þig,“ sagði Bronze. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Sjá meira