Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 07:31 Lucy Bronze spilaði í gegnum meiðsli sem myndu halda flestum frá fótboltavellinum. Getty/Leiting Gao Lucy Bronze er ein af hetjum enska kvennalandsliðsins sem tryggði sér Evrópumeistartitilinn í gær en hún bjó líklegast til nýja skilgreiningu á því á þessu móti hvað það þýðir að harka af sér. Bronze sagði frá því í viðtali eftir úrslitaleikinn á móti Spáni að hún hafi spilað fótbrotin á mótinu. Bronze er með sprungu í sköflungnum en lét það ekki stoppa sig heldur spilaði í gegnum meiðslin. Bronze er 33 ára gömul og er elst í enska liðinu. Það er líklegt að þetta sé hennar síðasta Evrópumót. Hún ætlaði ekki að missa af því. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Bronze átti mikinn þátt í endurkomunni á móti Svíum í átta liða úrslitunum þar sem hún skoraði mikilvægt mark eftir að Svíar komust í 2-0. Hún skoraði svo aftur úr sínu víti í vítakeppninni. Bronze þurfti að yfirgefa völlinn í úrslitaleiknum en það var vegna annarra meiðsla og meiðsla á hinum fætinum. „Ég hef reyndar spilað allt mótið með sprungu í sköflungnum og svo náði ég að meiða mig á hnénu á hinum fætinum,“ sagði Lucy Bronze við BBC. „Þess vegna fékk ég svo mikið hrós frá stelpunum eftir Svíaleikinn. Þetta hefur verið mjög sársaukafullt. Þetta er samt bara það sem það kostar þig að spila fyrir England og ég er til í það,“ sagði hin ótrúlega Bronze. Hún viðurkenndi samt að þetta hafi verið hrikalega vont. „Við misstum aldrei trúna á okkur sjálfar. Það var mikill hávaði fyrir utan liðið en við þjöppuðum okkur saman og grófum djúpt. Það er svo mikill innblástur að fá að vera hluti af þessu liði. Það er ótrúlegt hvað við höfum afrekað,“ sagði Bronze. „Það er stórkostleg tilfinning sem fylgir því að vinna í vítakeppni en það er líka hræðilegt að tapa úrslitaleik þannig. Ég þekki vel margar af þessum Barcelona stelpum sem klikkuðu á víti. Það er mjög erfitt en ég var líka í þessum sporum fyrir nokkrum árum,“ sagði Bronze. „Við áttum bara að vinna þetta mót og við sýndum mikla þrautseigju í dag. Við höfum sýnt öllum það á þessu móti að þú verður alltaf að trúa á þig sjálfan sama hvað aðrir segja um þig,“ sagði Bronze. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) EM 2025 í Sviss Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sjá meira
Bronze sagði frá því í viðtali eftir úrslitaleikinn á móti Spáni að hún hafi spilað fótbrotin á mótinu. Bronze er með sprungu í sköflungnum en lét það ekki stoppa sig heldur spilaði í gegnum meiðslin. Bronze er 33 ára gömul og er elst í enska liðinu. Það er líklegt að þetta sé hennar síðasta Evrópumót. Hún ætlaði ekki að missa af því. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Bronze átti mikinn þátt í endurkomunni á móti Svíum í átta liða úrslitunum þar sem hún skoraði mikilvægt mark eftir að Svíar komust í 2-0. Hún skoraði svo aftur úr sínu víti í vítakeppninni. Bronze þurfti að yfirgefa völlinn í úrslitaleiknum en það var vegna annarra meiðsla og meiðsla á hinum fætinum. „Ég hef reyndar spilað allt mótið með sprungu í sköflungnum og svo náði ég að meiða mig á hnénu á hinum fætinum,“ sagði Lucy Bronze við BBC. „Þess vegna fékk ég svo mikið hrós frá stelpunum eftir Svíaleikinn. Þetta hefur verið mjög sársaukafullt. Þetta er samt bara það sem það kostar þig að spila fyrir England og ég er til í það,“ sagði hin ótrúlega Bronze. Hún viðurkenndi samt að þetta hafi verið hrikalega vont. „Við misstum aldrei trúna á okkur sjálfar. Það var mikill hávaði fyrir utan liðið en við þjöppuðum okkur saman og grófum djúpt. Það er svo mikill innblástur að fá að vera hluti af þessu liði. Það er ótrúlegt hvað við höfum afrekað,“ sagði Bronze. „Það er stórkostleg tilfinning sem fylgir því að vinna í vítakeppni en það er líka hræðilegt að tapa úrslitaleik þannig. Ég þekki vel margar af þessum Barcelona stelpum sem klikkuðu á víti. Það er mjög erfitt en ég var líka í þessum sporum fyrir nokkrum árum,“ sagði Bronze. „Við áttum bara að vinna þetta mót og við sýndum mikla þrautseigju í dag. Við höfum sýnt öllum það á þessu móti að þú verður alltaf að trúa á þig sjálfan sama hvað aðrir segja um þig,“ sagði Bronze. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sjá meira