Innlent

Stór jarð­skjálfti í Vatna­jökli

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Frumathuganir benda til þess að skjálftinn hafi orðið við Bárðarbungu.
Frumathuganir benda til þess að skjálftinn hafi orðið við Bárðarbungu. RAX

Stór jarðskjálfti varð í Vatnajökli um klukkan 23:40 í kvöld. Frumathuganir benda til þess að hann hafi verið yfir fimm að stærð.

Þetta staðfestir Jarþrúður Ósk Jóhannesdóttir náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Fyrsu athuganir bendi jafnframt til þess að upptök skjálftans séu við Bárðarbungu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×