„Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 23:55 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Miðflokksins situr í utanríkismálanefnd. Vísir/Ívar Fannar/Getty Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, segir að áform ESB um nýja tolla gagnvart Íslandi og Noregi muni hafa gríðarleg áhrif á þarlendan iðnað. Þá hafi ekki verið minnst einu orði á fyrirætlanir Evrópusambandins á fundi utanríkismálanefndar í síðustu viku. Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnbeldni og kísiljárn frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Evrópusambandið tilkynnti EES-ríkjunum þetta í vikunni. Skrifstofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins og Ísland muni áfram eiga í samtali við ESB. Framkvæmdastjórn ESB hafi hafið rannsókn í desember síðastliðnum til að kanna hvort ástæða væri til að grípa til verndarráðstafana vegna innflutnings á járnblendi og kísil. Hið manngerða ESB óveður Sigmundur Davíð segir í færslu á samfélagsmiðlum að rigning pirri hann ekki, en hið „manngerða ESB óveður sem við höfum þurft að þola þetta sumarið“ geri það. Segir hann að fundur utanríkismálanefndar í kjölfar heimsóknar Ursulu von der layen hafi verið undarlegasti nefndarfundur sem hann hefur setið. „Aðalatriðið virtist vera að segja að hin steindauða umsókn Íslands um ESB-aðild væri enn lifandi þvert á það sem komið hefur fram hjá Evrópusambandinu síðastliðinn áratug.“ „Fullyrt var að ESB hafi allt í einu komist að þeirri þversagnakenndu niðurstöðu að þrátt fyrir að Ísland væri sannarlega ekki umsóknarríki væri Ísland samt enn með virka umsókn.“ Þá segir Sigmundur að á fundinum hafi utanríkisráðherra lagt áherslu á hversu vel ríkisstjórnin og ráðuneytið stæðu sig í hagsmunagæslu gagnvart ESB. „Ekki var minnst einu orði á áform ESB um nýja tolla gagnvart Íslandi og Noregi sem munu hafa gríðarleg áhrif á iðnað í þessum löndum (það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnframleiðslu).“ „Í Noregi er hin þó ESB-sinnaða ríkisstjórn fjúkandi ill yfir þessu. Sú íslenska lítur þó væntanlega svo á að best sé að styggja ekki ESB heldur þiggja höggin athugasemdalaust svo pótintátar þar haldi áfram að segja það sem þarf til að plata Íslendinga inn í sambandið,“ segir Sigmundur. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði svipaða sögu að segja í viðtali við Morgunblaðið, þar sem hún sagði skrýtið að lesa um jafn stórt mál og þetta tollamál í norskum fjölmiðlum. Engar upplýsingar hafi fengist um málið frá stjórnvöldum, sem hafi komið á óvart þar sem fundað hafi verið í vikunni með utanríkisráðherra. Evrópusambandið EES-samningurinn Miðflokkurinn Utanríkismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram beiðni til utanríkisráðuneytisins um skrifleg svör við ýmsum atriðum er varða samskipti Íslands við ESB og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Spurt er um það hvaða lagaheimild hafi verið að baki samningi atvinnuvegaráðherra við ESB um aukið samstarf í sjávarútvegsmálum og hvort frekari samningar séu í undirbúningi. 21. júlí 2025 14:02 „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn eftir ósk stjórnarandstöðunnar þar um. Formaður Miðflokksins telur fundinn leikrit og segir allar aðgerðir ráðamanna snúast um að troða Íslandi inn í ESB. 19. júlí 2025 19:17 Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra furðar sig á ummælum meðlima stjórnarandstöðunnar um að heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síðustu viku hafi verið liður í því að láta þjóðina ganga inn í Evrópusambandið. 21. júlí 2025 20:06 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnbeldni og kísiljárn frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Evrópusambandið tilkynnti EES-ríkjunum þetta í vikunni. Skrifstofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins og Ísland muni áfram eiga í samtali við ESB. Framkvæmdastjórn ESB hafi hafið rannsókn í desember síðastliðnum til að kanna hvort ástæða væri til að grípa til verndarráðstafana vegna innflutnings á járnblendi og kísil. Hið manngerða ESB óveður Sigmundur Davíð segir í færslu á samfélagsmiðlum að rigning pirri hann ekki, en hið „manngerða ESB óveður sem við höfum þurft að þola þetta sumarið“ geri það. Segir hann að fundur utanríkismálanefndar í kjölfar heimsóknar Ursulu von der layen hafi verið undarlegasti nefndarfundur sem hann hefur setið. „Aðalatriðið virtist vera að segja að hin steindauða umsókn Íslands um ESB-aðild væri enn lifandi þvert á það sem komið hefur fram hjá Evrópusambandinu síðastliðinn áratug.“ „Fullyrt var að ESB hafi allt í einu komist að þeirri þversagnakenndu niðurstöðu að þrátt fyrir að Ísland væri sannarlega ekki umsóknarríki væri Ísland samt enn með virka umsókn.“ Þá segir Sigmundur að á fundinum hafi utanríkisráðherra lagt áherslu á hversu vel ríkisstjórnin og ráðuneytið stæðu sig í hagsmunagæslu gagnvart ESB. „Ekki var minnst einu orði á áform ESB um nýja tolla gagnvart Íslandi og Noregi sem munu hafa gríðarleg áhrif á iðnað í þessum löndum (það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnframleiðslu).“ „Í Noregi er hin þó ESB-sinnaða ríkisstjórn fjúkandi ill yfir þessu. Sú íslenska lítur þó væntanlega svo á að best sé að styggja ekki ESB heldur þiggja höggin athugasemdalaust svo pótintátar þar haldi áfram að segja það sem þarf til að plata Íslendinga inn í sambandið,“ segir Sigmundur. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði svipaða sögu að segja í viðtali við Morgunblaðið, þar sem hún sagði skrýtið að lesa um jafn stórt mál og þetta tollamál í norskum fjölmiðlum. Engar upplýsingar hafi fengist um málið frá stjórnvöldum, sem hafi komið á óvart þar sem fundað hafi verið í vikunni með utanríkisráðherra.
Evrópusambandið EES-samningurinn Miðflokkurinn Utanríkismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram beiðni til utanríkisráðuneytisins um skrifleg svör við ýmsum atriðum er varða samskipti Íslands við ESB og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Spurt er um það hvaða lagaheimild hafi verið að baki samningi atvinnuvegaráðherra við ESB um aukið samstarf í sjávarútvegsmálum og hvort frekari samningar séu í undirbúningi. 21. júlí 2025 14:02 „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn eftir ósk stjórnarandstöðunnar þar um. Formaður Miðflokksins telur fundinn leikrit og segir allar aðgerðir ráðamanna snúast um að troða Íslandi inn í ESB. 19. júlí 2025 19:17 Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra furðar sig á ummælum meðlima stjórnarandstöðunnar um að heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síðustu viku hafi verið liður í því að láta þjóðina ganga inn í Evrópusambandið. 21. júlí 2025 20:06 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram beiðni til utanríkisráðuneytisins um skrifleg svör við ýmsum atriðum er varða samskipti Íslands við ESB og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Spurt er um það hvaða lagaheimild hafi verið að baki samningi atvinnuvegaráðherra við ESB um aukið samstarf í sjávarútvegsmálum og hvort frekari samningar séu í undirbúningi. 21. júlí 2025 14:02
„Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn eftir ósk stjórnarandstöðunnar þar um. Formaður Miðflokksins telur fundinn leikrit og segir allar aðgerðir ráðamanna snúast um að troða Íslandi inn í ESB. 19. júlí 2025 19:17
Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra furðar sig á ummælum meðlima stjórnarandstöðunnar um að heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síðustu viku hafi verið liður í því að láta þjóðina ganga inn í Evrópusambandið. 21. júlí 2025 20:06