Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2025 20:06 Erlendur (t.v.) og Ragnar, sem mættu skælbrosandi með göngugrindurnar sínar í upphaf leiksins í gærkvöldi í Vogum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgurum í Vogum á Vatnsleysuströnd þótti það mikill heiður þegar þeim var boðið að leiða leikmenn knattspyrnudeildar Þróttar inn á völlinn á móti Víði í Garði í gærkvöldi. Venjan er að börn leiði leikmenn inn á völlinn. Tveir af eldri borgurum mættu með göngugrindurnar sínar á völlinn og þótti það ekki til töku mál. Þróttur í Vogum spilar í 2. deild í knattspyrnu og er almennur áhugi fyrir fótbolta mikill á meðal heimamanna. Það var sérstök spenna í gærkvöldi hjá eldri borgurum því þeir fengu hlutverk, sem þeir hafa ekki fengið áður á knattspyrnuvellinum í leik Þróttar og Víðis í Garðinum. „Þessu skaut upp í höfðinu á mér í kaffinu einn laugardaginn hér í íþróttahúsinu þar sem ýmsar umræður voru í gangi og þá kom þetta fram,“ segir Þórólfur Benediktsson, eldri borgari í Vogum og hugmyndasmiður uppátækisins. Og hér eru einhverjir með göngugrindurnar sínar og ekkert mál með það eða hvað? „Þetta eru hetjur, bara hetjur allt saman,“ segir Þórólfur kátur í bragði. Elstu „krakkar“ sveitarfélagsins Formaður knattspyrnudeildar Þróttar var að sjálfsögðu montinn og stoltur af frammistöðu eldri borgaranna. „Já, við fengu elstu „krakka „sveitarfélagsins til okkar og báðum þau að leiða inn á, sem sagt eldri borgarana. Þau kannski fara ekki jafn hratt yfir eins og krakkarnir en þau eru ung í anda,“ segir Hilmar Ólafsson, formaður. Hilmar Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar Umf.Þróttar var mjög stoltur og ánægður með framtak eldri borgara fyrir leikinn í gær á móti Víði í Garði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og var fólkið alveg til í þetta einn, tveir og þrír? „Maður sér það bara inni í íþróttahúsi, þau eru búin að smella sér í búningana og af stað. Þau eru spenntari heldur en allir aðrir,“ bætir Hilmar við hlæjandi. Erlendur Guðmundsson og Ragnar Ásgeirsson ganga báðir með göngugrindur og fannst ekkert mál að mæta með grindurnar á völlinn. „Ég myndi segja að þetta væri heimsviðburður, ég held að þetta hafi aldrei verið gert áður. Það var ekkert mál að mæta með grindina, ég bauðst til að spila með þeim því ég gæti alveg hlaupið nokkuð hratt með hana,“ segir Ragnar skellihlæjandi. Erlendur Guðmundsson, eða Elli eins og hann er alltaf kallaður er hér að klæða sig með aðstoð góðrar konu í Umf.Þróttar peysuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og að lokum má geta þess að Þróttur vann leikinn í gærkvöldi 2 – 1. Ellefu eldri borgarar, sem búsettur eru í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum, sem fengu það hlutverk að leiða leikmenn Þróttar inn á völlinn í gærkvöldi við mikinn fögnuð áhorfenda og leikmanna. Á myndinni eru frá vinstri; Erlendur M. Guðmundsson, Jónas Kristmundsson, Guðný Zidane, Ragnar Ásgeirsson, Sonja Knútsdóttir, Júlía H. Gunnarsdóttir, Sveindís Pétursdóttir, Edda Lára Guðgeirsdóttir, Helgi R. Guðmundsson, Þórður Benediktsson og Lýður Vigfússon.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vogar Eldri borgarar Fótbolti Þróttur Vogum Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Þróttur í Vogum spilar í 2. deild í knattspyrnu og er almennur áhugi fyrir fótbolta mikill á meðal heimamanna. Það var sérstök spenna í gærkvöldi hjá eldri borgurum því þeir fengu hlutverk, sem þeir hafa ekki fengið áður á knattspyrnuvellinum í leik Þróttar og Víðis í Garðinum. „Þessu skaut upp í höfðinu á mér í kaffinu einn laugardaginn hér í íþróttahúsinu þar sem ýmsar umræður voru í gangi og þá kom þetta fram,“ segir Þórólfur Benediktsson, eldri borgari í Vogum og hugmyndasmiður uppátækisins. Og hér eru einhverjir með göngugrindurnar sínar og ekkert mál með það eða hvað? „Þetta eru hetjur, bara hetjur allt saman,“ segir Þórólfur kátur í bragði. Elstu „krakkar“ sveitarfélagsins Formaður knattspyrnudeildar Þróttar var að sjálfsögðu montinn og stoltur af frammistöðu eldri borgaranna. „Já, við fengu elstu „krakka „sveitarfélagsins til okkar og báðum þau að leiða inn á, sem sagt eldri borgarana. Þau kannski fara ekki jafn hratt yfir eins og krakkarnir en þau eru ung í anda,“ segir Hilmar Ólafsson, formaður. Hilmar Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar Umf.Þróttar var mjög stoltur og ánægður með framtak eldri borgara fyrir leikinn í gær á móti Víði í Garði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og var fólkið alveg til í þetta einn, tveir og þrír? „Maður sér það bara inni í íþróttahúsi, þau eru búin að smella sér í búningana og af stað. Þau eru spenntari heldur en allir aðrir,“ bætir Hilmar við hlæjandi. Erlendur Guðmundsson og Ragnar Ásgeirsson ganga báðir með göngugrindur og fannst ekkert mál að mæta með grindurnar á völlinn. „Ég myndi segja að þetta væri heimsviðburður, ég held að þetta hafi aldrei verið gert áður. Það var ekkert mál að mæta með grindina, ég bauðst til að spila með þeim því ég gæti alveg hlaupið nokkuð hratt með hana,“ segir Ragnar skellihlæjandi. Erlendur Guðmundsson, eða Elli eins og hann er alltaf kallaður er hér að klæða sig með aðstoð góðrar konu í Umf.Þróttar peysuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og að lokum má geta þess að Þróttur vann leikinn í gærkvöldi 2 – 1. Ellefu eldri borgarar, sem búsettur eru í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum, sem fengu það hlutverk að leiða leikmenn Þróttar inn á völlinn í gærkvöldi við mikinn fögnuð áhorfenda og leikmanna. Á myndinni eru frá vinstri; Erlendur M. Guðmundsson, Jónas Kristmundsson, Guðný Zidane, Ragnar Ásgeirsson, Sonja Knútsdóttir, Júlía H. Gunnarsdóttir, Sveindís Pétursdóttir, Edda Lára Guðgeirsdóttir, Helgi R. Guðmundsson, Þórður Benediktsson og Lýður Vigfússon.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vogar Eldri borgarar Fótbolti Þróttur Vogum Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira