Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2025 17:20 Sýningin um Galdrakarlinn í Oz verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu á næsta leikári. Vísir/Anton Brink Á næsta leikári mun Borgarleikhúsið setja upp fjölskyldusöngleik eftir hinu sígilda ævintýri um Galdrakarlinn í Oz. „Í áratugi hafa ungir sem aldnir heillast af sögunni um stúlkuna Dóróteu sem ásamt hundinum Tótó lendir óvænt í ævintýralandinu Oz þar sem fuglahræður tala, apar fljúga og galdranornir ráða ríkjum. Til að komast aftur heim þarf Dórótea að fylgja gula veginum sem liggur til galdrakarlsins fræga í Oz en hann er sá eini sem getur hjálpað henni,“ segir í fréttatilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Leikstjóri sýningarinnar er Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem íslenskum leikhúsgestum á öllum aldri að góðu kunn en hún leikstýrði barnasýningunum Fíasól Gefst aldrei upp og Emil í Kattholti. „Hér fer hún fyrir glæsilegum hópi leikara og listrænna stjórnenda sem í sameiningu skapa bæði ógnir og undur ævintýralandsins Oz í ógleymanlegri sýningu.“ Enn er á huldu hverjir koma til með að túlka Dórótheu, ljónið, tinkarlinn, fuglahræðuna og fleiri persónur ævintýrisins sígilda. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem söngleikurinn er settur upp í leikhúsinu en Galdrakarlinn í Oz var sýndur árið 2011. Myndbrot frá þeirri uppsetningu má sjá hér að neðan. „Ásamt glæsilegum hópi leikara mun stór barnahópur vera með í sýningunni og auglýsir Borgarleikhúsið eftir kraftmiklum og skapandi krökkum á aldrinum 8-12 ára til að taka þátt,“ segir í tilkynningunni. Dans- og söngprufur verða haldnar í ágúst en frekari upplýsingar um þær má nálgast á vef Borgarleikhússins. Leikhús Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Í áratugi hafa ungir sem aldnir heillast af sögunni um stúlkuna Dóróteu sem ásamt hundinum Tótó lendir óvænt í ævintýralandinu Oz þar sem fuglahræður tala, apar fljúga og galdranornir ráða ríkjum. Til að komast aftur heim þarf Dórótea að fylgja gula veginum sem liggur til galdrakarlsins fræga í Oz en hann er sá eini sem getur hjálpað henni,“ segir í fréttatilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Leikstjóri sýningarinnar er Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem íslenskum leikhúsgestum á öllum aldri að góðu kunn en hún leikstýrði barnasýningunum Fíasól Gefst aldrei upp og Emil í Kattholti. „Hér fer hún fyrir glæsilegum hópi leikara og listrænna stjórnenda sem í sameiningu skapa bæði ógnir og undur ævintýralandsins Oz í ógleymanlegri sýningu.“ Enn er á huldu hverjir koma til með að túlka Dórótheu, ljónið, tinkarlinn, fuglahræðuna og fleiri persónur ævintýrisins sígilda. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem söngleikurinn er settur upp í leikhúsinu en Galdrakarlinn í Oz var sýndur árið 2011. Myndbrot frá þeirri uppsetningu má sjá hér að neðan. „Ásamt glæsilegum hópi leikara mun stór barnahópur vera með í sýningunni og auglýsir Borgarleikhúsið eftir kraftmiklum og skapandi krökkum á aldrinum 8-12 ára til að taka þátt,“ segir í tilkynningunni. Dans- og söngprufur verða haldnar í ágúst en frekari upplýsingar um þær má nálgast á vef Borgarleikhússins.
Leikhús Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira