Fótbolti

Neymar reifst við á­horf­enda eftir leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar fékk á endanum afsökunarbeiðni frá stuðningsmanninum en allir urðu þarna mjög æstir.
Neymar fékk á endanum afsökunarbeiðni frá stuðningsmanninum en allir urðu þarna mjög æstir. Getty/Rapha Marques/

Neymar og félagar í Santos náðu ekki að fylgja eftir sigri á Flamengo því tveir síðustu leikir liðsins í brasilísku deildinni hafa tapast. Staða liðsins er slæm í fallbaráttunni og pirringur stuðningsmanna beinist að stórstjörnunni Neymar.

Nú síðast tapaði Santos 2-1 á heimavelli á móti Internacional þar sem mark liðsins kom ekki fyrr en í uppbótatíma.

Eftir leikinn lenti Neymar í orðaskaki við einn æstan stuðningsmann Santos liðsins.

Stuðningsmaðurinn hreytti ósóma og ljótum orðum í Neymar sem fór til hans og vildi fá frekari útskýringu. Það hitnaði vel í mönnum.

Það endaði með hörku rifrildi en markvörðurinn João Paulo ýtti Neymar að lokum í burtu. Kannski sem betur fer því það stefndi í eitthvað miklu verra. Það má sjá atvikið með því að fletta hér fyrir neðan.

Umræddur stuðningsmaður hefur síðan beðist afsökunar fyrir að móðga Neymar en kallar eftir því að leikmenn Santos leggi meira á sig.

Santos er eins og er í sautjánda sæti en það þýðir fall úr deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×