Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2025 15:01 Frá árinu 1987 hefur sjálfbær þróun samfélaga verið skilgreind með þeim hætti að verið sé að mæta þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum. Hætta er að stríðið á Gaza og viðbrögð Vesturlanda við því dragi úr möguleikum okkar til að mæta þörfum komandi kynslóða á Íslandi. Sú staðreynd að ráðandi öfl í hinum vestræna heimi hafi ekki látið meira til sín taka til að stöðva dráp, limlestingar og nú svelti barna á Gaza er ekki eingöngu hörmuleg og með öllu illskiljanleg. Hún grefur líka undan grundvallar gildum vestrænna samfélaga – gildum mannréttinda og ekki síst réttindum barna í þessum heimi. Þegar búið er að grafa undan þeim stoðum er erfitt að hrista það af sér og snúa sér að öðru. Hvernig stendur maður á sviði í Reykjavík, Berlín eða Róm og talar um mikilvægi réttlátra grænna umskipta fyrir alla og inngildingu fólks með hreyfihömlum á vinnustaði þegar verið er að sprengja fæturna af leikskólabörnum? Hvernig ræðir maður áskoranir orkuafhendingaröryggis og innviðauppbyggingu sem styður við fæðuöryggi á meðan við fylgjumst með skipulögðu svelti heillar þjóðar í beinni? Stríðsátök hafa margvíslegar afleiðingar. Fyrir utan hinar beinu afleiðingar sem fórnarlömbin verða fyrir þá eru afleiðingar einnig efnahagslegar, því auðvitað er bæði hægt að græða og tapa á stríði. Stjórnamálasamstarf verður líka fyrir miklum áhrifum þegar samherjar stíga dans til að reyna að meta hvaða afstöðu skuli taka dag frá degi. Ekki síst eru afleiðingar hugmyndafræðilegar. Þegar stjórnmála- og efnahagsleiðtogarheims veita þjóðarmorði blessun sína með þögninni einni saman þá er ekki einungis verið að dæma fólki á Gaza til þjáninga og dauða heldur er einnig verið að draga verulega úr tækifærum komandi kynslóða vestrænna ríkja, barna okkar og barnabarna, til að lifa í farsælum og öruggum heimi. Því ef við gefum upp á bátinn hugmyndafræði algildra mannréttinda, þá eru allir þeir sem vilja vinna að bættum heimi sviptir tækifærinu til að nota mennsku-spilið. Það er spilið sem útskýrir að þótt það sé sannarlega skynsamlegt að reka fyrirtæki á sjálfbæran hátt því það er góður bisniss, þá er það ekki síst gott fyrir mannkynið til langs tíma. Spilið sem bendir á að klárlega ætti að nota hringrásarhönnun því það eykur skilvirkni og þannig verður meira til skiptanna fyrir mannkynið. Þegar við spilum út spilinu skilja allir að auðgandi rekstur styður við lífræðilega fjölbreytni sem er undirstaða mannlegrar tilveru. Ekki síst bendir spilið á að ef við tryggum öllum grundvallar mannréttindi og gætum að inngildingu í samfélaginu þá virkjum við til fulls þann mikla mannauð sem mannkynið býr yfir, öllum til góða. Ef við tökum mennsku-spilið úr bunkanum þá verða ekkert eftir nema krónur og aurar og við missum læsi á uppsprettu hagnaðar. Við töpum greiningarhæfninni sem felst í því að mæla velsæld en ekki bara hagvöxt. Þess vegna snúast þjóðarmorðin á Gaza ekki eingöngu um það ástand sem við höfum fylgst með í fréttum og á samfélagsmiðlum mánuðum saman. Ef samfélög hafa ekki trú á að stjórnmála- og efnahagsleiðtogar þess muni bregast við til að varna slíkum hörmungum, hvernig eigum við þá að virkja samvisku fólks til að takast á við aðrar áskoranir samtímans? Árangur ríkja í að glíma við næstum hvaða verkefni sem er stendur og fellur með því hvort fólki og fyrirtækjum finnist verkefnin mikilvæg, áríðandi og séu tilbúin til að leggja sitt af mörkum. Það er sama hvort litið er til þess að ná landsmarkmiðum Íslands um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda, að vernda 30% vistkerfa á hafi og landi fyrir 2030, að vinna að markmiðum um bætta geðheilsu ungmenna eða að tryggja fleiri tækifæri til atvinnu með stuðningi - ef við getum ekki höfðað til gilda okkar samborgara í þessum verkefnum, til mennsku og ábyrgðar okkar gagnvart komandi kynslóðum þá höfum við misst spilin úr höndunum. Þjóðarmorðin á Gaza, sem virðast fá að malla áfram að mestu óáreitt, snúast því ekki „bara“ um fórnarlömbin á staðnum heldur um þau gildi sem okkar samfélag byggir á og hreinlega reiðir sig á til að ná árangri. Gildi breytast ekki alltaf yfir nóttu og það getur verið erfitt að koma auga á hvenær það gerist, hvenær þau breytast. Við sjáum það ekki fyrr en andvaraleysi birtist á nýjum stöðum og samkenndin, sem okkar samfélagsgerð reiðir sig á, er allt í einu fjarri góðu gamni. Til að tryggja möguleika komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum þurfum við að mæta þörfum samtímans fyrir algild mannréttindi og mannúð. Það er okkar verkefni í sameiningu að láta mennskuna ekki hverfa úr spilabunkanum. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 1987 hefur sjálfbær þróun samfélaga verið skilgreind með þeim hætti að verið sé að mæta þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum. Hætta er að stríðið á Gaza og viðbrögð Vesturlanda við því dragi úr möguleikum okkar til að mæta þörfum komandi kynslóða á Íslandi. Sú staðreynd að ráðandi öfl í hinum vestræna heimi hafi ekki látið meira til sín taka til að stöðva dráp, limlestingar og nú svelti barna á Gaza er ekki eingöngu hörmuleg og með öllu illskiljanleg. Hún grefur líka undan grundvallar gildum vestrænna samfélaga – gildum mannréttinda og ekki síst réttindum barna í þessum heimi. Þegar búið er að grafa undan þeim stoðum er erfitt að hrista það af sér og snúa sér að öðru. Hvernig stendur maður á sviði í Reykjavík, Berlín eða Róm og talar um mikilvægi réttlátra grænna umskipta fyrir alla og inngildingu fólks með hreyfihömlum á vinnustaði þegar verið er að sprengja fæturna af leikskólabörnum? Hvernig ræðir maður áskoranir orkuafhendingaröryggis og innviðauppbyggingu sem styður við fæðuöryggi á meðan við fylgjumst með skipulögðu svelti heillar þjóðar í beinni? Stríðsátök hafa margvíslegar afleiðingar. Fyrir utan hinar beinu afleiðingar sem fórnarlömbin verða fyrir þá eru afleiðingar einnig efnahagslegar, því auðvitað er bæði hægt að græða og tapa á stríði. Stjórnamálasamstarf verður líka fyrir miklum áhrifum þegar samherjar stíga dans til að reyna að meta hvaða afstöðu skuli taka dag frá degi. Ekki síst eru afleiðingar hugmyndafræðilegar. Þegar stjórnmála- og efnahagsleiðtogarheims veita þjóðarmorði blessun sína með þögninni einni saman þá er ekki einungis verið að dæma fólki á Gaza til þjáninga og dauða heldur er einnig verið að draga verulega úr tækifærum komandi kynslóða vestrænna ríkja, barna okkar og barnabarna, til að lifa í farsælum og öruggum heimi. Því ef við gefum upp á bátinn hugmyndafræði algildra mannréttinda, þá eru allir þeir sem vilja vinna að bættum heimi sviptir tækifærinu til að nota mennsku-spilið. Það er spilið sem útskýrir að þótt það sé sannarlega skynsamlegt að reka fyrirtæki á sjálfbæran hátt því það er góður bisniss, þá er það ekki síst gott fyrir mannkynið til langs tíma. Spilið sem bendir á að klárlega ætti að nota hringrásarhönnun því það eykur skilvirkni og þannig verður meira til skiptanna fyrir mannkynið. Þegar við spilum út spilinu skilja allir að auðgandi rekstur styður við lífræðilega fjölbreytni sem er undirstaða mannlegrar tilveru. Ekki síst bendir spilið á að ef við tryggum öllum grundvallar mannréttindi og gætum að inngildingu í samfélaginu þá virkjum við til fulls þann mikla mannauð sem mannkynið býr yfir, öllum til góða. Ef við tökum mennsku-spilið úr bunkanum þá verða ekkert eftir nema krónur og aurar og við missum læsi á uppsprettu hagnaðar. Við töpum greiningarhæfninni sem felst í því að mæla velsæld en ekki bara hagvöxt. Þess vegna snúast þjóðarmorðin á Gaza ekki eingöngu um það ástand sem við höfum fylgst með í fréttum og á samfélagsmiðlum mánuðum saman. Ef samfélög hafa ekki trú á að stjórnmála- og efnahagsleiðtogar þess muni bregast við til að varna slíkum hörmungum, hvernig eigum við þá að virkja samvisku fólks til að takast á við aðrar áskoranir samtímans? Árangur ríkja í að glíma við næstum hvaða verkefni sem er stendur og fellur með því hvort fólki og fyrirtækjum finnist verkefnin mikilvæg, áríðandi og séu tilbúin til að leggja sitt af mörkum. Það er sama hvort litið er til þess að ná landsmarkmiðum Íslands um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda, að vernda 30% vistkerfa á hafi og landi fyrir 2030, að vinna að markmiðum um bætta geðheilsu ungmenna eða að tryggja fleiri tækifæri til atvinnu með stuðningi - ef við getum ekki höfðað til gilda okkar samborgara í þessum verkefnum, til mennsku og ábyrgðar okkar gagnvart komandi kynslóðum þá höfum við misst spilin úr höndunum. Þjóðarmorðin á Gaza, sem virðast fá að malla áfram að mestu óáreitt, snúast því ekki „bara“ um fórnarlömbin á staðnum heldur um þau gildi sem okkar samfélag byggir á og hreinlega reiðir sig á til að ná árangri. Gildi breytast ekki alltaf yfir nóttu og það getur verið erfitt að koma auga á hvenær það gerist, hvenær þau breytast. Við sjáum það ekki fyrr en andvaraleysi birtist á nýjum stöðum og samkenndin, sem okkar samfélagsgerð reiðir sig á, er allt í einu fjarri góðu gamni. Til að tryggja möguleika komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum þurfum við að mæta þörfum samtímans fyrir algild mannréttindi og mannúð. Það er okkar verkefni í sameiningu að láta mennskuna ekki hverfa úr spilabunkanum. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um sjálfbærni.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun