Innlent

Þyrlan sótti slasaðan ein­stak­ling í Skafta­fell

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þyrlan var kölluð út á öðrum tímanum.
Þyrlan var kölluð út á öðrum tímanum. Aðsend

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að Skaftafelli vegna slasaðs einstaklings.

Tilkynning barst klukkan hálf eitt og var komin á vettvang klukkan tvö. 

Viggó Sigurðsson á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar segir ekki um alvarlega áverka að ræða. Þó sé mikilvægt að flytja viðkomandi eins hratt og hægt sé á sjúkrahús til að sem minnstur skaði verði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×