Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júlí 2025 11:12 Eyþór á tali við Guðmund Bergqvist, tökumann hjá RÚV, og Sigtrygg Ara Jóhannsson, ljósmyndara og mótmælanda. Bjarni Þór Sigurðsson Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu. Á fundinum sem fór fram í gær fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins að Reykjastræti var liður í mótmælaaðgerðunum að skvetta rauðri málningu á veggi og glugga ráðuneytisins. Mótmælandi sem var ósáttur með umfjöllun Morgunblaðsins um ódæði Ísraela á Gasaströndinni spurðist fyrir um vinnuveitanda Eyþórs og réðst að honum með málningarfötu í kjölfarið. Þessa mynd fangaði ljósmyndari Ríkisútvarpsins af Eyþóri.Guðmundur Bergkvist „Ég reikna með því að kæra þetta mál. Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Gleraugun björguðu honum Hann segist hafa bókað kærumóttöku og að hann muni stefna árásarmanninum fyrir líkamsárás og eignatjón en fatnaður hans er ónýtur og hluti búnaðarins hans líka. Til allrar lukku slapp myndavélin alfarið við málningarslettur en annars hefði árásarmaðurinn mátt búast við ansi hárri bótagreiðslu. Eyþór tekur líka fram að gleraugu sem hann hafði á andliti sér þegar málningunni var skvett hafi mögulega bjargað honum frá meiriháttar líkamstjóni en málning fór í munn hans og nef. Hann telur að hann sé tryggður í gegnum vinnuveitanda sinn en á eftir að skoða málið betur. Gerir grín að árásinni Árásarmaðurinn tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í gær. Af skilaboðunum þar að dæma iðrast hann árásarinnar ekkert og lýsir henni sem „bara brandara.“ „Hann er bara að gera grín að þessu. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessu hjá honum,“ segir Eyþór inntur eftir viðbrögðum. Fjölmiðlar Reykjavík Átök í Ísrael og Palestínu Ljósmyndun Harpa Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Á fundinum sem fór fram í gær fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins að Reykjastræti var liður í mótmælaaðgerðunum að skvetta rauðri málningu á veggi og glugga ráðuneytisins. Mótmælandi sem var ósáttur með umfjöllun Morgunblaðsins um ódæði Ísraela á Gasaströndinni spurðist fyrir um vinnuveitanda Eyþórs og réðst að honum með málningarfötu í kjölfarið. Þessa mynd fangaði ljósmyndari Ríkisútvarpsins af Eyþóri.Guðmundur Bergkvist „Ég reikna með því að kæra þetta mál. Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Gleraugun björguðu honum Hann segist hafa bókað kærumóttöku og að hann muni stefna árásarmanninum fyrir líkamsárás og eignatjón en fatnaður hans er ónýtur og hluti búnaðarins hans líka. Til allrar lukku slapp myndavélin alfarið við málningarslettur en annars hefði árásarmaðurinn mátt búast við ansi hárri bótagreiðslu. Eyþór tekur líka fram að gleraugu sem hann hafði á andliti sér þegar málningunni var skvett hafi mögulega bjargað honum frá meiriháttar líkamstjóni en málning fór í munn hans og nef. Hann telur að hann sé tryggður í gegnum vinnuveitanda sinn en á eftir að skoða málið betur. Gerir grín að árásinni Árásarmaðurinn tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í gær. Af skilaboðunum þar að dæma iðrast hann árásarinnar ekkert og lýsir henni sem „bara brandara.“ „Hann er bara að gera grín að þessu. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessu hjá honum,“ segir Eyþór inntur eftir viðbrögðum.
Fjölmiðlar Reykjavík Átök í Ísrael og Palestínu Ljósmyndun Harpa Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira