Gosmóðan fýkur á brott Árni Sæberg skrifar 23. júlí 2025 10:29 Gosmóðan getur farið illa í marga. Vísir/Ívar Fannar Gosmóðan sem hefur gert íbúum suðvesturhornsins lífið leitt síðustu daga fýkur að öllum líkindum á brott í norðaustur með vaxandi suðvestanátt í fyrramálið. Hennar verður þó enn vart á Suðurnesjum. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar í morgun segir að virkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni sé enn stöðug. Þar segir jafnframt að seinnipartinn í gær og fram á kvöld hafi gasmengun mælst á suðvestur- og suðurhluta landsins. Í dag muni mengunin berast til austurs og norðausturs. Þannig gæti hennar orðið vart á Suðurlandi í dag og á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Vindur og rigning Undanfarna daga hefur blámóða, eða svokölluð gosmóða, legið víða yfir landinu, helst á suður- og vesturhluta landsins. Blámóða er gömul gasmengun sem búin er að hvarfast og því mælist hún ekki beint á mælum Umhverfis- og orkustofnunar, sem nema hana sem „fínt svifryk“. Það horfir breytinga á morgun með vaxandi suðaustanátt, sem verður á bilinu átta til fimmtán metrar á sekúndu, hvassast vestan- og sunnantil, að sögn Marcels de Vries, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Með henni fjúki gosmóðan frá höfuðborgarsvæðinu í norðvesturátt. Þá fylgi lægðinni úrkoma, sem dragi enn frekar úr gosmóðunni. Hennar verði aðeins vart á Suðurnesjum. Erfitt að segja til um framhaldið Aftur á móti dragi fljótt úr vindi þrátt fyrir að stöðugt gott veður sé ekki í kortunum næstu daga. Úrkoma verði víðast hvar næstu daga en ekki stöðug. „Það er erfitt að segja [varðandi gosmóðu] af því að af og til verður hæg breytileg átt og þá þarf ekki mikinn tíma til að gosmóðan safnist aftur. Við þurfum að skoða þetta á hverjum degi.“ Eldgos og jarðhræringar Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Veður Tengdar fréttir Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu mælast töluvert betri í dag en í gær. Enn er þó svifryksmengun yfir Reykjanesskaga og á Ísafirði mælast loftgæði óholl. Á miðvikudag gæti síðan aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum vegna hægs vinds. 22. júlí 2025 08:36 Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir erfitt að segja til um hvenær gosmóðan sem nú liggur víða yfir landinu fari á brott. Mögulega verði það seint í nótt, en hún gæti einnig setið sem fastast þangað til á fimmtudag. 21. júlí 2025 21:02 „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Mælt er með því að takmarka mikla áreynslu utandyra vegna talsverðrar gasmengunar sem hefur gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu það sem af er dagi. Lungnalæknir segir að hraust fólk yfir tvítugu þurfi ekki að hafa áhyggjur af menguninni. 21. júlí 2025 12:08 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar í morgun segir að virkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni sé enn stöðug. Þar segir jafnframt að seinnipartinn í gær og fram á kvöld hafi gasmengun mælst á suðvestur- og suðurhluta landsins. Í dag muni mengunin berast til austurs og norðausturs. Þannig gæti hennar orðið vart á Suðurlandi í dag og á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Vindur og rigning Undanfarna daga hefur blámóða, eða svokölluð gosmóða, legið víða yfir landinu, helst á suður- og vesturhluta landsins. Blámóða er gömul gasmengun sem búin er að hvarfast og því mælist hún ekki beint á mælum Umhverfis- og orkustofnunar, sem nema hana sem „fínt svifryk“. Það horfir breytinga á morgun með vaxandi suðaustanátt, sem verður á bilinu átta til fimmtán metrar á sekúndu, hvassast vestan- og sunnantil, að sögn Marcels de Vries, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Með henni fjúki gosmóðan frá höfuðborgarsvæðinu í norðvesturátt. Þá fylgi lægðinni úrkoma, sem dragi enn frekar úr gosmóðunni. Hennar verði aðeins vart á Suðurnesjum. Erfitt að segja til um framhaldið Aftur á móti dragi fljótt úr vindi þrátt fyrir að stöðugt gott veður sé ekki í kortunum næstu daga. Úrkoma verði víðast hvar næstu daga en ekki stöðug. „Það er erfitt að segja [varðandi gosmóðu] af því að af og til verður hæg breytileg átt og þá þarf ekki mikinn tíma til að gosmóðan safnist aftur. Við þurfum að skoða þetta á hverjum degi.“
Eldgos og jarðhræringar Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Veður Tengdar fréttir Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu mælast töluvert betri í dag en í gær. Enn er þó svifryksmengun yfir Reykjanesskaga og á Ísafirði mælast loftgæði óholl. Á miðvikudag gæti síðan aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum vegna hægs vinds. 22. júlí 2025 08:36 Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir erfitt að segja til um hvenær gosmóðan sem nú liggur víða yfir landinu fari á brott. Mögulega verði það seint í nótt, en hún gæti einnig setið sem fastast þangað til á fimmtudag. 21. júlí 2025 21:02 „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Mælt er með því að takmarka mikla áreynslu utandyra vegna talsverðrar gasmengunar sem hefur gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu það sem af er dagi. Lungnalæknir segir að hraust fólk yfir tvítugu þurfi ekki að hafa áhyggjur af menguninni. 21. júlí 2025 12:08 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu mælast töluvert betri í dag en í gær. Enn er þó svifryksmengun yfir Reykjanesskaga og á Ísafirði mælast loftgæði óholl. Á miðvikudag gæti síðan aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum vegna hægs vinds. 22. júlí 2025 08:36
Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir erfitt að segja til um hvenær gosmóðan sem nú liggur víða yfir landinu fari á brott. Mögulega verði það seint í nótt, en hún gæti einnig setið sem fastast þangað til á fimmtudag. 21. júlí 2025 21:02
„Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Mælt er með því að takmarka mikla áreynslu utandyra vegna talsverðrar gasmengunar sem hefur gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu það sem af er dagi. Lungnalæknir segir að hraust fólk yfir tvítugu þurfi ekki að hafa áhyggjur af menguninni. 21. júlí 2025 12:08