Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. júlí 2025 16:50 Þessa mynd fangaði kvikmyndatökumaður Ríkisútvarpsins af Eyþóri. Guðmundur Bergkvist Mótmælandi á mótmælafundi Félagsins Íslands-Palestínu skvetti rauðri málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins og mbl.is sem var á vettvangi. Félagið stóð fyrir mótmælum fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins við Reykjastræti. Liður í aðgerðum mótmælenda var að skvetta rauðri málningu á glugga og veggi ráðuneytisins. Eyþór Árnason ljósmyndari var á vettvangi að fanga mótmælin á filmu þegar ungur maður gekk upp að honum og spurði hann í umboði hvaða miðils hann væri á fundinum. Frá mótmælunum við utanríkisráðuneytið í dag.Bjarni Þór Sigurðsson „Ég svaraði mbl.is og síðan labbar hann burt. Nokkrum andartökum seinna finn ég að það kemur málningarsletta á mig. Ég sný mér við og hann gargar eitthvað ógreinilegt um Morgunblaðið,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Hann segist aldrei hafa upplifað nokkuð þessu líkt á löngum fjölmiðlaferli en hann hefur oft myndað mótmæli. Hann segist aldrei hafa upplifað annað en góðmennsku og skilning af hendi mótmælenda fyrr en nú. Aðspurður segist hann ekki vita hvort eftirmálar verði af atvikinu en hann segir að blessunarlega hafi dýr búnaður hans sloppið að mestu leyti. Þó sé taska hans ónýt ásamt ólunum á myndavélunum og jakkinn, það er allt útatað í rauðri málningu sem þvæst ekki auðveldlega úr fötum. Eyþór á tali við Guðmund Bergqvist, tökumann hjá RÚV, og Sigtrygg Ara Jóhannsson, ljósmyndara og mótmælanda.Bjarni Þór Sigurðsson Hópur mótmælanda gengu í snarhasti að Eyþóri og báðu hann afsökunar. Þeir sögðu Félagið Ísland-Palestínu ekki líða slíka hegðun. Guðmundur Bergkvist, kvikmyndatökumaður á Ríkisútvarpinu, segist málningarskvettarann hafa fyrst gengið upp að sér og spurt sig á hvaða vegum hann væri á mótmælunum. Þegar Guðmundur ansaði því ákvað skvettarinn að hlífa honum við ötunina. Fjölmiðlar Reykjavík Átök í Ísrael og Palestínu Ljósmyndun Harpa Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Félagið stóð fyrir mótmælum fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins við Reykjastræti. Liður í aðgerðum mótmælenda var að skvetta rauðri málningu á glugga og veggi ráðuneytisins. Eyþór Árnason ljósmyndari var á vettvangi að fanga mótmælin á filmu þegar ungur maður gekk upp að honum og spurði hann í umboði hvaða miðils hann væri á fundinum. Frá mótmælunum við utanríkisráðuneytið í dag.Bjarni Þór Sigurðsson „Ég svaraði mbl.is og síðan labbar hann burt. Nokkrum andartökum seinna finn ég að það kemur málningarsletta á mig. Ég sný mér við og hann gargar eitthvað ógreinilegt um Morgunblaðið,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Hann segist aldrei hafa upplifað nokkuð þessu líkt á löngum fjölmiðlaferli en hann hefur oft myndað mótmæli. Hann segist aldrei hafa upplifað annað en góðmennsku og skilning af hendi mótmælenda fyrr en nú. Aðspurður segist hann ekki vita hvort eftirmálar verði af atvikinu en hann segir að blessunarlega hafi dýr búnaður hans sloppið að mestu leyti. Þó sé taska hans ónýt ásamt ólunum á myndavélunum og jakkinn, það er allt útatað í rauðri málningu sem þvæst ekki auðveldlega úr fötum. Eyþór á tali við Guðmund Bergqvist, tökumann hjá RÚV, og Sigtrygg Ara Jóhannsson, ljósmyndara og mótmælanda.Bjarni Þór Sigurðsson Hópur mótmælanda gengu í snarhasti að Eyþóri og báðu hann afsökunar. Þeir sögðu Félagið Ísland-Palestínu ekki líða slíka hegðun. Guðmundur Bergkvist, kvikmyndatökumaður á Ríkisútvarpinu, segist málningarskvettarann hafa fyrst gengið upp að sér og spurt sig á hvaða vegum hann væri á mótmælunum. Þegar Guðmundur ansaði því ákvað skvettarinn að hlífa honum við ötunina.
Fjölmiðlar Reykjavík Átök í Ísrael og Palestínu Ljósmyndun Harpa Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira