Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar 21. júlí 2025 18:01 Kvöldið sem þetta byrjaði var í sjálfu sér ekkert sérstakt. Ég hafði unnið daginn minn, farið í gegnum skyldur og samverur, og fannst ég vera orðinn þreyttur. En það var ekki bara þreyta í líkamanum, heldur einhvers konar innri doði, eins og undirliggjandi vanlíðan sem ég gat ekki alveg nefnt. Ég kaus að horfa fram hjá henni og svaraði ekki með hvíld. Ég svaraði með bragðaref. Hann var ekki bara eftirréttur heldur eins konar yfirlýsing. Lokaorð dagsins. Athöfn sem átti að líta út eins og umbun en í raun var ákveðin undirgefni gagnvart óþægindum sem ég var ekki tilbúinn að horfast í augu við. Þegar bragðarefurinn var búinn, leið mér illa. Ég fann fyrir þyngslum í líkamanum og sorg í huganum. Þó ekkert hefði „gerst“ var eitthvað í líkamanum að segja mér að ég hefði gengið fram af honum. Þetta var ekki refsing, heldur viðvörun. Um nóttina dreymdi mig. Í draumnum var ég staddur í herbergi. Það var ekki heimili mitt frekar eins konar tímabundið rými þar sem ég dvaldi samkvæmt óskilgreindum samningi. Í herberginu voru tarantúlur. Þær voru stórar, þöglar og skriðu um. Þær komu stundum nálægt mér kannski jafnvel upp í rúmið en þær réðust ekki á mig. Ég óttaðist þær þó. Ég upplifði að í herberginu væri einhver annar eða kannski var þetta samviskan mín, herbergisfélagi? Þessi rólegi herbergisfélagi með rólegu röddina sagði mér að ég þyrfti ekki að óttast kóngulærnar hann hughreysti mig og sagði einfaldlega „Þær eru ekki hættulegar. Þær koma stundum, og fara svo aftur.“ Í draumnum trúði ég honum. Óttinn vék og ég gat horft á þessar verur án þess að vilja flýja. Það var eins og eitthvað losnaði. Eftir á sá ég að draumurinn var ekki aðeins úrvinnsla vanlíðunar eftir kvöldið heldur var hann var líka spegilmynd dýpri hugsana og viðhorfa sem ég hafði ekki kallað upp á yfirborðið áður. Ég fór að spyrja mig? Hvað voru þessar tarantúlur í raun? Táknuðu þær óþægindi sem ég hafði skapað sjálfur eða táknuðu þær líka annað. Mér fannst Þær táknuðu hugmyndir, skömm og sjálfdóm sem ég hafði gengið með ómeðvitað. Hugmyndir um líkama, sjálfsstjórn og aga. Um að maður væri sterkari ef maður borðaði minna, æfði meira, héldi aftur af sér. Um að viljastyrkur væri mælikvarði á manngildi. Og þarna fór ég að átta mig á dýpri lögum þessa draums. Hann afhjúpaði ekki aðeins líkamlega ójafnvægi heldur líka félagslega og menningarlega vanþekkingu sem við öll berum með okkur í mismiklum mæli. Hugmyndir sem við höfum lært ekki af einhverjum einum heldur úr samfélaginu, fjölmiðlum, skólanum og jafnvel fjölskyldunni. Hugmyndir sem segja að fólk sem sýnir veikleika eða á erfitt með að hemja sig, sé minna virði. Að líkamar þurfi að lúta aga og ef þeir gera það ekki, þá sé það persónuleg mistök. Við tölum gjarnan um fordóma sem eitthvað sem við höfum gagnvart öðrum. En við gleymum stundum að stærstu fordómarnir búa oft gagnvart okkur sjálfum, fordómar gagnvart líkama okkar, þyngd. Öðruvísi útliti. Þreytu. Sjálfum okkur þegar við bregðumst „hófsemi“ og þegar við hegðum okkur „illa“ borðum of mikið, hreyfum okkur of lítið, drögumst í vanlíðan. Þá förum við ekki aðeins að finna fyrir líkamlegum óþægindum, heldur líka tilfinningu um að hafa brugðist. Þessi draumur, með tarantúlunum og rólegu röddinni, sagði mér í raun að það væri hægt að lifa með þessum óþægindum. Að þau væru hluti af tilverunni. Að þau bitu ekki, þau vildu bara vera viðurkennd. Þau vildu ekki refsa mér, heldur minna mig á að ég hefði farið gegn eigin innsæi. Og að ég gæti lært af því, án þess að dæma sjálfan mig. Þegar ég vaknaði, hugsaði ég. Er hægt að læra af draumum? Já. En aðeins ef við hlustum. Draumar bjóða okkur ekki alltaf upp á skýr svör. Þeir bjóða okkur myndir, aðstæður, tilfinningar og ef við nennum að setjast niður og spyrja: „Hvað var þetta?“ þá geta þeir leitt okkur að einhverju sem við vissum, en höfðum ekki sagt upphátt. Í mínu tilviki var draumurinn boð um að sættast við eigin mannleika. Að vita að ég mun gera mistök. Að stundum mun ég borða eitthvað sem fer illa í mig, eða segja nei við hlustun sem ég hefði átt að veita sjálfum mér. En það þarf ekki að verða dómur. Það getur orðið lærdómur. Og jafnvel þótt tarantúlurnar skríði aftur upp í rúmið mitt einn daginn þá veit ég núna að þær eru ekki óvinir. Þær eru speglar. Þær eru rödd líkamans, rödd vanlíðanar, rödd sem segir: „Vertu mildur. En hlustaðu.“ Höfundur er mannvinur og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kvöldið sem þetta byrjaði var í sjálfu sér ekkert sérstakt. Ég hafði unnið daginn minn, farið í gegnum skyldur og samverur, og fannst ég vera orðinn þreyttur. En það var ekki bara þreyta í líkamanum, heldur einhvers konar innri doði, eins og undirliggjandi vanlíðan sem ég gat ekki alveg nefnt. Ég kaus að horfa fram hjá henni og svaraði ekki með hvíld. Ég svaraði með bragðaref. Hann var ekki bara eftirréttur heldur eins konar yfirlýsing. Lokaorð dagsins. Athöfn sem átti að líta út eins og umbun en í raun var ákveðin undirgefni gagnvart óþægindum sem ég var ekki tilbúinn að horfast í augu við. Þegar bragðarefurinn var búinn, leið mér illa. Ég fann fyrir þyngslum í líkamanum og sorg í huganum. Þó ekkert hefði „gerst“ var eitthvað í líkamanum að segja mér að ég hefði gengið fram af honum. Þetta var ekki refsing, heldur viðvörun. Um nóttina dreymdi mig. Í draumnum var ég staddur í herbergi. Það var ekki heimili mitt frekar eins konar tímabundið rými þar sem ég dvaldi samkvæmt óskilgreindum samningi. Í herberginu voru tarantúlur. Þær voru stórar, þöglar og skriðu um. Þær komu stundum nálægt mér kannski jafnvel upp í rúmið en þær réðust ekki á mig. Ég óttaðist þær þó. Ég upplifði að í herberginu væri einhver annar eða kannski var þetta samviskan mín, herbergisfélagi? Þessi rólegi herbergisfélagi með rólegu röddina sagði mér að ég þyrfti ekki að óttast kóngulærnar hann hughreysti mig og sagði einfaldlega „Þær eru ekki hættulegar. Þær koma stundum, og fara svo aftur.“ Í draumnum trúði ég honum. Óttinn vék og ég gat horft á þessar verur án þess að vilja flýja. Það var eins og eitthvað losnaði. Eftir á sá ég að draumurinn var ekki aðeins úrvinnsla vanlíðunar eftir kvöldið heldur var hann var líka spegilmynd dýpri hugsana og viðhorfa sem ég hafði ekki kallað upp á yfirborðið áður. Ég fór að spyrja mig? Hvað voru þessar tarantúlur í raun? Táknuðu þær óþægindi sem ég hafði skapað sjálfur eða táknuðu þær líka annað. Mér fannst Þær táknuðu hugmyndir, skömm og sjálfdóm sem ég hafði gengið með ómeðvitað. Hugmyndir um líkama, sjálfsstjórn og aga. Um að maður væri sterkari ef maður borðaði minna, æfði meira, héldi aftur af sér. Um að viljastyrkur væri mælikvarði á manngildi. Og þarna fór ég að átta mig á dýpri lögum þessa draums. Hann afhjúpaði ekki aðeins líkamlega ójafnvægi heldur líka félagslega og menningarlega vanþekkingu sem við öll berum með okkur í mismiklum mæli. Hugmyndir sem við höfum lært ekki af einhverjum einum heldur úr samfélaginu, fjölmiðlum, skólanum og jafnvel fjölskyldunni. Hugmyndir sem segja að fólk sem sýnir veikleika eða á erfitt með að hemja sig, sé minna virði. Að líkamar þurfi að lúta aga og ef þeir gera það ekki, þá sé það persónuleg mistök. Við tölum gjarnan um fordóma sem eitthvað sem við höfum gagnvart öðrum. En við gleymum stundum að stærstu fordómarnir búa oft gagnvart okkur sjálfum, fordómar gagnvart líkama okkar, þyngd. Öðruvísi útliti. Þreytu. Sjálfum okkur þegar við bregðumst „hófsemi“ og þegar við hegðum okkur „illa“ borðum of mikið, hreyfum okkur of lítið, drögumst í vanlíðan. Þá förum við ekki aðeins að finna fyrir líkamlegum óþægindum, heldur líka tilfinningu um að hafa brugðist. Þessi draumur, með tarantúlunum og rólegu röddinni, sagði mér í raun að það væri hægt að lifa með þessum óþægindum. Að þau væru hluti af tilverunni. Að þau bitu ekki, þau vildu bara vera viðurkennd. Þau vildu ekki refsa mér, heldur minna mig á að ég hefði farið gegn eigin innsæi. Og að ég gæti lært af því, án þess að dæma sjálfan mig. Þegar ég vaknaði, hugsaði ég. Er hægt að læra af draumum? Já. En aðeins ef við hlustum. Draumar bjóða okkur ekki alltaf upp á skýr svör. Þeir bjóða okkur myndir, aðstæður, tilfinningar og ef við nennum að setjast niður og spyrja: „Hvað var þetta?“ þá geta þeir leitt okkur að einhverju sem við vissum, en höfðum ekki sagt upphátt. Í mínu tilviki var draumurinn boð um að sættast við eigin mannleika. Að vita að ég mun gera mistök. Að stundum mun ég borða eitthvað sem fer illa í mig, eða segja nei við hlustun sem ég hefði átt að veita sjálfum mér. En það þarf ekki að verða dómur. Það getur orðið lærdómur. Og jafnvel þótt tarantúlurnar skríði aftur upp í rúmið mitt einn daginn þá veit ég núna að þær eru ekki óvinir. Þær eru speglar. Þær eru rödd líkamans, rödd vanlíðanar, rödd sem segir: „Vertu mildur. En hlustaðu.“ Höfundur er mannvinur og kennari
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar