Innlent

Fjórir kettir týndust í brunanum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Dýrfinna lýsir eftir köttunum Chewie, Freddie, Matron og Muppet.
Dýrfinna lýsir eftir köttunum Chewie, Freddie, Matron og Muppet. Dýrfinna

Gæludýrasamtökin Dýrfinna lýsa eftir fjórum köttum sem týndust í brunanum við Tryggvagötu í morgun.

Slökkviliðið var kallað út nótt eftir að eldur kviknaði í íbúð við Tryggvagötu í miðborg Reykjavíkur. Einn var fluttur til skoðunar á slysadeild en sá er ekki þungt haldinn. Reiknað er með að mikið tjón hafi orðið.

Fjórir kettir, Chewie, Freddie, Matron og Muppet, týndust í brunanum. Dýrfinna, sem lýsir eftir köttunum á Facebook, biðlar til allra sem geta veitt upplýsingar um ferðir þeirra að hafa samband við samtökin í gegnum Messenger. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×