Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2025 12:30 Ann-Katrin Berger fagnar með liðsfélögum sínum eftir að hún hafði varið síðasta víti Frakka. Getty/Molly Darlington Ann-Katrin Berger var lykilmanneskjan á bak við það að þýska kvennalandsliðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í Sviss. Þjóðverjar voru manni færri frá þrettándu mínútu og lentu líka 1-0 undir í leiknum. Þær náðu að jafna metin tíu á móti ellefu og héldu svo út allan leikinn og alla framlenginguna. Þýska liðið sýndi þarna rosalegan baráttuhug allar sem ein og það er magnað að liðið hafi haldið út á móti þessu sterka franska liði í 107 mínútur manni færri. 2017: Diagnosed with cancer 2022: Beats it for a second time 2024: Wins a Bronze medal at the Paris Olympics 2025: Scores and saves a penalty to clinch Germany’s place in the semi-finals of Euro 2025. Give us one word to describe Ann-Katrin Berger, we’ll start: Sensational… pic.twitter.com/t71cmzk05p— BBC Sport (@BBCSport) July 19, 2025 Berger átti auðvitað frábæran leik í markinu og varði níu skot í leiknum. Hún varði einu sinni á ótrúlegan hátt í lokin þegar hún hoppaði aftur á bak og náði að skófla boltanum út rétt áður en hann fór yfir marklínuna. Markvarsla mótsins að mati flestra. Berger varði síðan tvö víti frá Frökkum í vítakeppninni og skoraði úr einu víti sjálf. Hetjudáðir af hæstu gráðu. Það vita kannski ekki allir en hin 34 ára gamla Berger hefur líka unnið harða baráttu utan vallar og það oftar en einu sinni. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports Football (@tntsportsfootball) Hún frétti það á miðju síðasta Evrópumóti, í Englandi 2022, að hún að skjaldkirtilskrabbameinið væri komið aftur. Breska ríkisútvarpið segir frá. Þá hafði hún verið laus við krabbameinið í fjögur ár en þurftu nú að fara í meðferð á nýjan leik. „Ég er ekki mikil tilfinningavera,“ sagði Berger á blaðamannafundi eftir leik þegar hún var spurð út í baráttu sína við krabbameinið. „Ég er bara stolt af því að vera hér. Það sem gerðist árið 2022 er bara hluti af fortíðinni. Ég horfi fram á veginn og til framtíðarinnar. Ég er að lifa mitt besta líf og ég er kominn í undanúrslitin með liði mínu,“ sagði Berger. View this post on Instagram A post shared by El Heraldo Deportes (@elheraldodeportesmx) EM 2025 í Sviss Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Þjóðverjar voru manni færri frá þrettándu mínútu og lentu líka 1-0 undir í leiknum. Þær náðu að jafna metin tíu á móti ellefu og héldu svo út allan leikinn og alla framlenginguna. Þýska liðið sýndi þarna rosalegan baráttuhug allar sem ein og það er magnað að liðið hafi haldið út á móti þessu sterka franska liði í 107 mínútur manni færri. 2017: Diagnosed with cancer 2022: Beats it for a second time 2024: Wins a Bronze medal at the Paris Olympics 2025: Scores and saves a penalty to clinch Germany’s place in the semi-finals of Euro 2025. Give us one word to describe Ann-Katrin Berger, we’ll start: Sensational… pic.twitter.com/t71cmzk05p— BBC Sport (@BBCSport) July 19, 2025 Berger átti auðvitað frábæran leik í markinu og varði níu skot í leiknum. Hún varði einu sinni á ótrúlegan hátt í lokin þegar hún hoppaði aftur á bak og náði að skófla boltanum út rétt áður en hann fór yfir marklínuna. Markvarsla mótsins að mati flestra. Berger varði síðan tvö víti frá Frökkum í vítakeppninni og skoraði úr einu víti sjálf. Hetjudáðir af hæstu gráðu. Það vita kannski ekki allir en hin 34 ára gamla Berger hefur líka unnið harða baráttu utan vallar og það oftar en einu sinni. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports Football (@tntsportsfootball) Hún frétti það á miðju síðasta Evrópumóti, í Englandi 2022, að hún að skjaldkirtilskrabbameinið væri komið aftur. Breska ríkisútvarpið segir frá. Þá hafði hún verið laus við krabbameinið í fjögur ár en þurftu nú að fara í meðferð á nýjan leik. „Ég er ekki mikil tilfinningavera,“ sagði Berger á blaðamannafundi eftir leik þegar hún var spurð út í baráttu sína við krabbameinið. „Ég er bara stolt af því að vera hér. Það sem gerðist árið 2022 er bara hluti af fortíðinni. Ég horfi fram á veginn og til framtíðarinnar. Ég er að lifa mitt besta líf og ég er kominn í undanúrslitin með liði mínu,“ sagði Berger. View this post on Instagram A post shared by El Heraldo Deportes (@elheraldodeportesmx)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira