Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. júlí 2025 09:30 Hilmar ræddi gerð þáttanna KF Nörd við Gunnlaug Jónsson í Návígi. Samsett/Vísir Fyrrum fótboltamaðurinn Hilmar Björnsson er nýjasti gestur Gunnlaugs Jónssonar í hlaðvarpinu Návígi þar sem farið er um víðan völl. Hilmar hefur unnið við framleiðslu íþróttaefnis í fjöldamörg ár og er íþróttastjóri RÚV. Eitt verkefni slítur sig frá öðrum á ferli hans. Hilmar rifjaði upp gerð þáttanna KF Nörd í níunda þætti Návígis sem er hægt að nálgast á öllum helstu veitum. Hilmar var íþróttastjóri Sýnar þegar framleiðsla þáttanna hófst árið 2006. Þættirnir voru að sænskri fyrirmynd og var hugmyndin tekin til skoðunar til að halda í áskrifendur eftir að HM 2006 lauk. Sýnarmenn höfðu þá tapað fjölda áskrifenda á mótinu á undan, í kringum HM 2002. „Ástæðan fyrir því að við fórum í þetta verkefni var sú að þegar við vorum með HM 2002, þá byrjaði markaðsdeild fyrirtækisins 1. janúar 2002 og því var blastað út um allan bæ; auglýsingaskilti, í útvarpinu og blöðunum þá var þetta út um allt. En þremur dögum fyrir fyrsta leik á HM var ekki kominn inn einn nýr áskrifandi. Ekki einn,“ segir Hilmar í samtali við Gunnlaug. „En málið með áskrifarsjónvarp er það, að það verður aldrei uppselt. Svo af hverju þá að kaupa áskrift tveimur mánuðum fyrir mót? Daginn fyrir HM komu inn sjö þúsund nýir áskrifendur. Þá voru við með 27 þúsund áskrifendur. Það var rosalegt – kampavín og læti,“ „Svo gerist það, eftir síðasta leik á HM 2002, þá detta út 10 þúsund manns og við förum niður í 17 þúsund. Þá hefur einhver á heimilinu sagt: Þetta er komið gott. Og við náum okkur ekki aftur upp í 20 þúsund fyrr en í desember,“ segir Hilmar. Nördinn til bjargar Sama trend var uppi hjá Hilmari og félögum á Sýn fyrir HM í Þýskalandi 2006 og virðist sem þessir sjö þúsund manns sem bætist við sé fólk sem horfir á Ólympíuleika, HM og EM. En spurningin var hvernig ætti að halda í áskrifendurna á að halda þessu fólki áfram? „Þá var þetta Nördadæmi. Þetta var sniðug hugmynd,“ segir Hilmar. „Þetta var að sænskri fyrirmynd, svo við fengum Biblíuna í hendurnar, hvernig ætti að gera þetta. Það hjálpaði mikið til. Við fórum með þá að spila við fanga á Litla-Hrauni, við gáfum út lag, þeir spiluðu æfingaleik við kvennalið. Í hverjum þætti var eitthvað nýtt,“ segir Hilmar. Logi Ólafsson og Ásmundur Haraldsson tóku að sér þjálfun liðsins en Logi og Hilmar áttu upprunalega hugmyndina að gerð þáttanna sem voru framleiddir af Sagafilm. Tvöfalt fleiri en á bikarúrslitaleiknum Í lokaþætti seríunnar áttu Nördarnir svo að mæta Íslandsmeisturum FH. Hilmar bar undir Geir Þorsteinsson, sem vann þá hjá KSÍ, að bera það undir félögin að Íslandsmeistarar myndu mæta Nördunum eftir lok Íslandsmótsins. „Það fóru allir að hlæja. Ég man það var vesen með FH, þeir höfðu engan áhuga á að spila – einhver meiðslahætta og slíkt.“ Gert var ráð fyrir örfáum hræðum á völlinn, á miðvikudegi í október. Þá hafði nýlega farið fram bikarúrslitaleikur milli KR og Keflavíkur þar sem mættu um 3.200 manns. Umræddur leikur FH og KF Nörd tafðist aftur á móti um hríð vegna eftirspurnar. „Það var röð upp lengst upp á Suðurlandsbraut. Það mættu sjö þúsund manns, tvöfalt fleiri en á bikarúrslitaleikinn,“ segir Hilmar og hlær. Mætingin á leikinn var til marks um áhugann á liðinu og má segja að Nördaverkefnið hafi tekist vel til. Áskrifendamarkmiðið náðist einnig. „Við fórum úr 27 þúsund í 23 þúsund í ágúst og náðum að viðhalda þessu,“ segir Hilmar og dró því verulega úr fækkun áskrifenda eftir HM 2006 samanborið við mótið fjórum árum fyrr. FH-ingar unnu 11-5 sigur á KF Nörd í umræddum leik og brá mörgum í brún þegar staðan var orðin 3-0 eftir fjórar mínútur og það þrátt fyrir að FH stillti upp sex leikmönnum gegn ellefu. Ólafur Jóhannesson, þáverandi þjálfari FH, tók þá fram skóna í leiknum. Þáttinn af Návígi má hlusta á í spilaranum að ofan. Allir fimmtán þættirnir af KF Nörd eru aðgengilegir á streymisveitunni Sýn+. Návígi Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ Sjá meira
Hilmar rifjaði upp gerð þáttanna KF Nörd í níunda þætti Návígis sem er hægt að nálgast á öllum helstu veitum. Hilmar var íþróttastjóri Sýnar þegar framleiðsla þáttanna hófst árið 2006. Þættirnir voru að sænskri fyrirmynd og var hugmyndin tekin til skoðunar til að halda í áskrifendur eftir að HM 2006 lauk. Sýnarmenn höfðu þá tapað fjölda áskrifenda á mótinu á undan, í kringum HM 2002. „Ástæðan fyrir því að við fórum í þetta verkefni var sú að þegar við vorum með HM 2002, þá byrjaði markaðsdeild fyrirtækisins 1. janúar 2002 og því var blastað út um allan bæ; auglýsingaskilti, í útvarpinu og blöðunum þá var þetta út um allt. En þremur dögum fyrir fyrsta leik á HM var ekki kominn inn einn nýr áskrifandi. Ekki einn,“ segir Hilmar í samtali við Gunnlaug. „En málið með áskrifarsjónvarp er það, að það verður aldrei uppselt. Svo af hverju þá að kaupa áskrift tveimur mánuðum fyrir mót? Daginn fyrir HM komu inn sjö þúsund nýir áskrifendur. Þá voru við með 27 þúsund áskrifendur. Það var rosalegt – kampavín og læti,“ „Svo gerist það, eftir síðasta leik á HM 2002, þá detta út 10 þúsund manns og við förum niður í 17 þúsund. Þá hefur einhver á heimilinu sagt: Þetta er komið gott. Og við náum okkur ekki aftur upp í 20 þúsund fyrr en í desember,“ segir Hilmar. Nördinn til bjargar Sama trend var uppi hjá Hilmari og félögum á Sýn fyrir HM í Þýskalandi 2006 og virðist sem þessir sjö þúsund manns sem bætist við sé fólk sem horfir á Ólympíuleika, HM og EM. En spurningin var hvernig ætti að halda í áskrifendurna á að halda þessu fólki áfram? „Þá var þetta Nördadæmi. Þetta var sniðug hugmynd,“ segir Hilmar. „Þetta var að sænskri fyrirmynd, svo við fengum Biblíuna í hendurnar, hvernig ætti að gera þetta. Það hjálpaði mikið til. Við fórum með þá að spila við fanga á Litla-Hrauni, við gáfum út lag, þeir spiluðu æfingaleik við kvennalið. Í hverjum þætti var eitthvað nýtt,“ segir Hilmar. Logi Ólafsson og Ásmundur Haraldsson tóku að sér þjálfun liðsins en Logi og Hilmar áttu upprunalega hugmyndina að gerð þáttanna sem voru framleiddir af Sagafilm. Tvöfalt fleiri en á bikarúrslitaleiknum Í lokaþætti seríunnar áttu Nördarnir svo að mæta Íslandsmeisturum FH. Hilmar bar undir Geir Þorsteinsson, sem vann þá hjá KSÍ, að bera það undir félögin að Íslandsmeistarar myndu mæta Nördunum eftir lok Íslandsmótsins. „Það fóru allir að hlæja. Ég man það var vesen með FH, þeir höfðu engan áhuga á að spila – einhver meiðslahætta og slíkt.“ Gert var ráð fyrir örfáum hræðum á völlinn, á miðvikudegi í október. Þá hafði nýlega farið fram bikarúrslitaleikur milli KR og Keflavíkur þar sem mættu um 3.200 manns. Umræddur leikur FH og KF Nörd tafðist aftur á móti um hríð vegna eftirspurnar. „Það var röð upp lengst upp á Suðurlandsbraut. Það mættu sjö þúsund manns, tvöfalt fleiri en á bikarúrslitaleikinn,“ segir Hilmar og hlær. Mætingin á leikinn var til marks um áhugann á liðinu og má segja að Nördaverkefnið hafi tekist vel til. Áskrifendamarkmiðið náðist einnig. „Við fórum úr 27 þúsund í 23 þúsund í ágúst og náðum að viðhalda þessu,“ segir Hilmar og dró því verulega úr fækkun áskrifenda eftir HM 2006 samanborið við mótið fjórum árum fyrr. FH-ingar unnu 11-5 sigur á KF Nörd í umræddum leik og brá mörgum í brún þegar staðan var orðin 3-0 eftir fjórar mínútur og það þrátt fyrir að FH stillti upp sex leikmönnum gegn ellefu. Ólafur Jóhannesson, þáverandi þjálfari FH, tók þá fram skóna í leiknum. Þáttinn af Návígi má hlusta á í spilaranum að ofan. Allir fimmtán þættirnir af KF Nörd eru aðgengilegir á streymisveitunni Sýn+.
Návígi Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ Sjá meira