Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2025 17:40 Ursula von der Leyen segir ákvörðunina íslensku þjóðarinnar en að beggja hagur sé augljós. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. Ursula var spurð um stöðu umsóknarinnar í ljósi fyrirætlaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka umsóknarferlið upp að nýju. Árið 2015 var umsóknin formlega dregin til baka af þáverandi ríkisstjórn. „Það sem er mkilvægt að hafa í huga er að ákvörðunin er í höndum íslensku þjóðarinnar. Íslenska þjóðin þarf að ákveða hve náið samband hún vill eiga við okkur og hvað framtíðin ber í skauti sér. Mér finnst mikilvægt að minnast þess að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er enn gild. Ísland er í góðri stöðu til að hefja ferlið að nýju,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Tjáði sig ekki um mótstöðu Flokks fólksins Hún sagði náið samstarf Íslands og Evrópu endurspeglast í samræðum hennar við Kristrúnu og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. „Þegar þið hlustið á okkur hér heyrið þið hve margt við eigum sameiginlegt. Hverjir möguleikarnir gætu orðið af því að þróa samband okkar frekar,“ sagði hún. Blaðamaður spurði Ursulu svo hvort sú staðreynd að Flokkur fólksins styðji í orði kveðnu ekki endurupptöku aðildarviðræðnanna gerði þær ekki tilgangslausar með öllu. Ursula sagði það vera ákvörðun íslensku þjóðarinnar og að hún væri ekki í stöðu til að tjá sig um íslensk innanríkismál. Ákvörðunin sé í höndum íslensku þjóðarinnar. Virðir ákvörðun þjóðarinnar Forsætisráðherra sagði þá ljóst liggja fyrir að allir stjórnarflokkarnir hefðu komið sér saman um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og að gangast við og virða niðurstöður hennar. „Við viljum fá umboð íslensku þjóðarinnar og flokkarnir komu sér saman um að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu. [Flokkur fólksins] mun virða þessa ákvörðun. Ég mun virða þessa ákvörðun hvort sem hún er já eða nei,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Ursula var spurð um stöðu umsóknarinnar í ljósi fyrirætlaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka umsóknarferlið upp að nýju. Árið 2015 var umsóknin formlega dregin til baka af þáverandi ríkisstjórn. „Það sem er mkilvægt að hafa í huga er að ákvörðunin er í höndum íslensku þjóðarinnar. Íslenska þjóðin þarf að ákveða hve náið samband hún vill eiga við okkur og hvað framtíðin ber í skauti sér. Mér finnst mikilvægt að minnast þess að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er enn gild. Ísland er í góðri stöðu til að hefja ferlið að nýju,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Tjáði sig ekki um mótstöðu Flokks fólksins Hún sagði náið samstarf Íslands og Evrópu endurspeglast í samræðum hennar við Kristrúnu og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. „Þegar þið hlustið á okkur hér heyrið þið hve margt við eigum sameiginlegt. Hverjir möguleikarnir gætu orðið af því að þróa samband okkar frekar,“ sagði hún. Blaðamaður spurði Ursulu svo hvort sú staðreynd að Flokkur fólksins styðji í orði kveðnu ekki endurupptöku aðildarviðræðnanna gerði þær ekki tilgangslausar með öllu. Ursula sagði það vera ákvörðun íslensku þjóðarinnar og að hún væri ekki í stöðu til að tjá sig um íslensk innanríkismál. Ákvörðunin sé í höndum íslensku þjóðarinnar. Virðir ákvörðun þjóðarinnar Forsætisráðherra sagði þá ljóst liggja fyrir að allir stjórnarflokkarnir hefðu komið sér saman um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og að gangast við og virða niðurstöður hennar. „Við viljum fá umboð íslensku þjóðarinnar og flokkarnir komu sér saman um að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu. [Flokkur fólksins] mun virða þessa ákvörðun. Ég mun virða þessa ákvörðun hvort sem hún er já eða nei,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira