Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 17. júlí 2025 15:09 Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Atvinnuvegaráðherra segist ekki hafa fundið neina lausn til þess að lengja strandveiðitímabilið en frumvarp hans náði ekki fram að ganga á vorþingi. Málaflokkurinn hefur verið færður um ráðuneyti. Á ríkisstjórnarfundi í gær var tekin sú ákvörðun að færa málefni byggðakerfisins, sem felur í sér meðal annars strandveiðar, frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. Því fer málið úr umsjá Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, til Eyjólfs Ármannssonar, innviðaráðherra. Sjá nánar: Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins „Ég held að þetta hafi verið skoðað í gegnum tíðina en þetta snýst um það að við erum að skoða þetta byggðakerfi heildrænt, þetta er í samræmi við stefnuskrá stjórnvalda. Þetta er bara mjög rökrétt breyting,“ segir Hanna Katrín. „Þetta er ákvörðun sem að allir una vel við og tryggir að það sé verið að skoða þennan byggðapott í samhengi við byggðastefnu stjórnvalda.“ Fann enga lausn Meðal þess sem stóð í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar var að tíminn til strandveiða yrði lengdur í 48 daga. Hanna Katrín segir það hafa jafnvel verið of bratt að ætla ná breytingunni í gegn fyrir sumarið. Hún lagði fram frumvarp um bráðabirgðaákvæði til að strandveiðimenn fengju sína 48 daga en það komst ekki í gegnum þingið fyrir sumarfrí. „Það er alveg ljóst að þannig á það að vera að meirihlutinn ræður en það breytir því ekki eins og alþjóð hefur fylgst með þessu málþófsmeti sem var slegið með veiðigjöldunum, það þýðir að tíminn var of skammur. Það er alltaf hægt að takast á um það hvort að stjórnarflokkarnir hafi beitt 71. grein þingskapalaga til að stöðva þetta mál of seint. Það er ákvörðun sem að flokkurinn þurfti að taka, þetta fór eins og það fór. Tíminn var of skammur,“ segir hún. „Stjórnarandstaðan, flokkarnir þrír, voru samstíga um að vilja ekki fá þetta strandveiðifrumvarp áfram og þá fór þetta eins og það fór. Það þýðir að strandveiðarnar voru stöðvaðar í gær af því ég fann ekki, og það er svo sem ástæðan af hverju ég lagði þetta mál fram, ég fann ekki grundvöll til þess að bæta í frekar en ég gerði. Ég fann þarna auka þúsund tonn á skiptimarkaði.“ Hanna Katrín segist ekki hafa fundið neinar leiðir til að lengja tímann þetta sumar. „Það er mín upplifun eftir að hafa mjög vel yfir málið og ég hef gert nokkrum sinnum. Ég gerði það enn einu sinni eftir að ljóst var að bráðabirgðafrumvarpið mitt komst ekki í gegnum þingið, en ég fann ekki neina leið.“ Aðspurð hvort hún vilji koma skilaboðum til strandveiðimanna segist hún skilja vonbrigðin. „Ekki önnur en þau ég skil þau vonbrigði vel. Við reynum það sem við gátum og það má segja að það hafi verið bratt að fara inn í það að tryggja þetta núna í sumar þegar svo langt var liðið á fiskárið eins og raun bar vitni.“ Hyggjast halda áfram í haust Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem tryggir strandveiðar til 48 daga til frambúðar. „Þessi tilfærsla málefna strandveiða og annarra sértækra veiða er hluti af stærri mynd. Mynd sem mun skýra í haust þegar stjórnvöld leggja fram frumvarp sem tryggir veiðar til 48 daga til frambúðar.“ Hún segir frumvarpið verða lagt fram á fyrstu dögum nýs þings. „Við erum ekki minna ákveðin í því að klára málið í haust og sennilega mun það koma á fyrstu dögum þingsins.“ Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Á ríkisstjórnarfundi í gær var tekin sú ákvörðun að færa málefni byggðakerfisins, sem felur í sér meðal annars strandveiðar, frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. Því fer málið úr umsjá Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, til Eyjólfs Ármannssonar, innviðaráðherra. Sjá nánar: Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins „Ég held að þetta hafi verið skoðað í gegnum tíðina en þetta snýst um það að við erum að skoða þetta byggðakerfi heildrænt, þetta er í samræmi við stefnuskrá stjórnvalda. Þetta er bara mjög rökrétt breyting,“ segir Hanna Katrín. „Þetta er ákvörðun sem að allir una vel við og tryggir að það sé verið að skoða þennan byggðapott í samhengi við byggðastefnu stjórnvalda.“ Fann enga lausn Meðal þess sem stóð í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar var að tíminn til strandveiða yrði lengdur í 48 daga. Hanna Katrín segir það hafa jafnvel verið of bratt að ætla ná breytingunni í gegn fyrir sumarið. Hún lagði fram frumvarp um bráðabirgðaákvæði til að strandveiðimenn fengju sína 48 daga en það komst ekki í gegnum þingið fyrir sumarfrí. „Það er alveg ljóst að þannig á það að vera að meirihlutinn ræður en það breytir því ekki eins og alþjóð hefur fylgst með þessu málþófsmeti sem var slegið með veiðigjöldunum, það þýðir að tíminn var of skammur. Það er alltaf hægt að takast á um það hvort að stjórnarflokkarnir hafi beitt 71. grein þingskapalaga til að stöðva þetta mál of seint. Það er ákvörðun sem að flokkurinn þurfti að taka, þetta fór eins og það fór. Tíminn var of skammur,“ segir hún. „Stjórnarandstaðan, flokkarnir þrír, voru samstíga um að vilja ekki fá þetta strandveiðifrumvarp áfram og þá fór þetta eins og það fór. Það þýðir að strandveiðarnar voru stöðvaðar í gær af því ég fann ekki, og það er svo sem ástæðan af hverju ég lagði þetta mál fram, ég fann ekki grundvöll til þess að bæta í frekar en ég gerði. Ég fann þarna auka þúsund tonn á skiptimarkaði.“ Hanna Katrín segist ekki hafa fundið neinar leiðir til að lengja tímann þetta sumar. „Það er mín upplifun eftir að hafa mjög vel yfir málið og ég hef gert nokkrum sinnum. Ég gerði það enn einu sinni eftir að ljóst var að bráðabirgðafrumvarpið mitt komst ekki í gegnum þingið, en ég fann ekki neina leið.“ Aðspurð hvort hún vilji koma skilaboðum til strandveiðimanna segist hún skilja vonbrigðin. „Ekki önnur en þau ég skil þau vonbrigði vel. Við reynum það sem við gátum og það má segja að það hafi verið bratt að fara inn í það að tryggja þetta núna í sumar þegar svo langt var liðið á fiskárið eins og raun bar vitni.“ Hyggjast halda áfram í haust Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem tryggir strandveiðar til 48 daga til frambúðar. „Þessi tilfærsla málefna strandveiða og annarra sértækra veiða er hluti af stærri mynd. Mynd sem mun skýra í haust þegar stjórnvöld leggja fram frumvarp sem tryggir veiðar til 48 daga til frambúðar.“ Hún segir frumvarpið verða lagt fram á fyrstu dögum nýs þings. „Við erum ekki minna ákveðin í því að klára málið í haust og sennilega mun það koma á fyrstu dögum þingsins.“
Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels