Fallegt og ekkert smágos Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. júlí 2025 06:39 Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands. Vísir/RAX Sérfræðingur Veðurstofunnar sem flaug með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir gosið í morgun segir gosið ekki stórt en þó alls ekkert smágos. Það sé fallegt og á heppilegum stað. „Þetta er svona miðlungs gos og fallegt gos. Þetta eru kannski 750 til 900 rúmmetrar á sekúndu, sem er helmingur eða þriðjungur af þeim gosum sem við höfum verið að fá upp á síðkastið, fyrir utan allra síðasta gos sem var ákaflega lítið,“ segir Halldór Björnsson, fagstjóri á Veðurstofunni, beðinn um að lýsa því sem blasti við á Reykjanesskaga. Hann segir sprunguna um það bil kílómeters langa og ná frá Stóra-Skógfelli og til norðausturs. „Megnið af hrauninu er að renna í áttina að Fagradalsfjalli og það er farið að bunkast upp að fjallinu þar sem það hefur náð lengst. Mjög lítið af hrauni rennur til vesturs og það þýðir að hraunið er að mestu að renna á stað þar sem eru engir innviðir og ekkert fyrir,“ segir Halldór. Staðsetningin sé því heppileg. Farið að draga aðeins úr gosinu Kvikumagnið sem hafði safnast saman undir Svartsengi var um 2/3 hluti þess sem hafði safnast þar saman fyrir síðasta gos. Aðspurður hvort eitthvað sé hægt að segja til um líftíma gossins bendir hann á að það hafi í það minnsta ekki byrjað mjög sterkt og að þegar hafi aðeins dregið úr því.„Yfirleitt dregur úr þeim á þessum upphafsdegi og það er sú mynd sem maður býst við. En það má ekki gleyma því að allra fyrstu gosunum og í Fagradalsfjalli byrjaði þetta ákaflega lítið en entist í 180 daga. Þannig það er ekki alveg hægt að draga ályktunina strax.“ Halldór tók þessa mynd af gosinu í þyrluferðinni í nótt.mynd/halldór Björnsson Þú sagðir að gosið væri fallegt - hvernig þá? „Þetta er gossprunga sem eru um kílómeters löng og brotin niður. Þetta er ekki samfelldur goshryggur heldur brotnar hann upp og liggur örlítið á ská og hver skálínan tekur við af annarri. Það er mjög fallegt að sjá. Hins vegar leggur mjög mikinn mökk af þessu gosi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
„Þetta er svona miðlungs gos og fallegt gos. Þetta eru kannski 750 til 900 rúmmetrar á sekúndu, sem er helmingur eða þriðjungur af þeim gosum sem við höfum verið að fá upp á síðkastið, fyrir utan allra síðasta gos sem var ákaflega lítið,“ segir Halldór Björnsson, fagstjóri á Veðurstofunni, beðinn um að lýsa því sem blasti við á Reykjanesskaga. Hann segir sprunguna um það bil kílómeters langa og ná frá Stóra-Skógfelli og til norðausturs. „Megnið af hrauninu er að renna í áttina að Fagradalsfjalli og það er farið að bunkast upp að fjallinu þar sem það hefur náð lengst. Mjög lítið af hrauni rennur til vesturs og það þýðir að hraunið er að mestu að renna á stað þar sem eru engir innviðir og ekkert fyrir,“ segir Halldór. Staðsetningin sé því heppileg. Farið að draga aðeins úr gosinu Kvikumagnið sem hafði safnast saman undir Svartsengi var um 2/3 hluti þess sem hafði safnast þar saman fyrir síðasta gos. Aðspurður hvort eitthvað sé hægt að segja til um líftíma gossins bendir hann á að það hafi í það minnsta ekki byrjað mjög sterkt og að þegar hafi aðeins dregið úr því.„Yfirleitt dregur úr þeim á þessum upphafsdegi og það er sú mynd sem maður býst við. En það má ekki gleyma því að allra fyrstu gosunum og í Fagradalsfjalli byrjaði þetta ákaflega lítið en entist í 180 daga. Þannig það er ekki alveg hægt að draga ályktunina strax.“ Halldór tók þessa mynd af gosinu í þyrluferðinni í nótt.mynd/halldór Björnsson Þú sagðir að gosið væri fallegt - hvernig þá? „Þetta er gossprunga sem eru um kílómeters löng og brotin niður. Þetta er ekki samfelldur goshryggur heldur brotnar hann upp og liggur örlítið á ská og hver skálínan tekur við af annarri. Það er mjög fallegt að sjá. Hins vegar leggur mjög mikinn mökk af þessu gosi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira