Innlent

Enn rís land í Svarts­engi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Landris og jarðskjálftavirkni í Svartsengi halda áfram og hafa verið stöðug síðustu vikur. Ef kvikusöfnun heldur áfram má gera ráð fyrir að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist þegar líða fer á haustið.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Þar segir að skjálftavirkni mælist áfram yfir kvikuganginum og við Fagradalsfjall en virknin hafi aukist lítillega síðustu vikur. Um tíu smáskjálftar mælist að jafnaði á dag, flestir norðan við Grindavík og suður af Stóra Skógfelli. Kvikusöfnun undir Svartsengi haldi áfram.

Ekki hafi orðið breytingar sem gefa tilefni til að endurskoða hættumat en núverandi hættumat gildir til 29. júlí. Ef mælingar gefa tilefni til breytinga verði hættumat endurskoðað.

Hættumatskortið lýsir hættum sem eru nú þegar til staðar á svæðinu, sem og þeim sem gætu skapast við áframhaldandi virkni í Svartsengiskerfinu.

Hættumatskortið sem nú er í gildi. Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×