Innlent

Fjöldi öku­manna sektaður fyrir að leggja ó­lög­lega

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla hafði í ýmsu að snúast í nótt.
Lögregla hafði í ýmsu að snúast í nótt. Vísir

Ökumenn yfir 20 ökutækja voru sektaðir í gærkvöldi eða nótt, eftir að þeir höfðu lagt ólöglega í póstnúmerinu 102, sem nær meðal annars yfir Vatnsmýri og Skerjafjörð.

Frá þessu er greint í yfirliti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni næturinnar.

Þar greinir einnig frá tilkynningum um þjófnað og ofurölvi mann í miðborginni, auk þess sem lögregla var kölluð á vettvang vegna hávaða í 103. Þar reyndist fólk hins vegar vera að skemmta sér í afmælisveislu og „allir hressir og kátir þar á bæ“, eins og það er orðað.

Ekið var á mann á reiðhjóli í póstnúmerinu 108. Mikið tjón varð á bifreiðinni en ökumaður reiðhjólsins ákvað að leita sjálfur til læknis.

Þá var tilkynnt um þjófnað og hópslagsmál í 109 og um ungmenni til vandræða við verslunarkjarna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×