Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Kolbeinn Tumi Daðason og Lovísa Arnardóttir skrifa 14. júlí 2025 10:40 Bjargey segir göngufólkinu sem dvaldi í skálanum hafa verið mjög brugðið. Þau hafi samt haldið í göngu daginn eftir. Vísir/Kolbeinn Tumi Eldur kviknaði fyrir helgi í salernis- og sturtuaðstöðu við Snæfellsskála í Vatnajökulsþjóðgarði. Alls voru 30 í skálanum sem stendur við norðanvert Snæfell þegar eldurinn kviknaði aðfaranótt föstudags. Bjargey Guðmundsdóttir landvörður segir göngufólkinu hafa verið brugðið en það hafi verið ómetanlegt að hafa þau á svæðinu til aðstoðar. „Það var hérna stór hópur af göngufólki sem var að fara að ganga upp á Snæfell. Ein úr gönguhópnum vaknaði um korter í þrjú og fann lykt,“ segir Bjargey. Vakti landverði um þrjú Konan hafi litið út um gluggann og séð rosalegan reyk. „Það var kviknað í og hún vekur okkur landverðina og við rjúkum út og sjáum eldinn og reynum allt til að tryggja að þetta fari ekki í skálann.“ Aðstaðan er eiginlega alveg ónýt eftir brunann. Vísir/Kolbeinn Tumi Bjargey segir göngufólkið hafa aðstoðað og að það hafi verið mikil heppni að á staðnum voru fyrir smiðir sem eru að vinna að viðgerð á þaki í skálanum. Hún segir landverði hafa óttast mjög að eldur bærist í önnur hús en vindáttin hafi verið hagstæð og það ekki gerst. Hringt var í slökkvilið sem var komið frá Egilsstöðum eftir um einn og hálfan tíma til tvo tíma. „Þannig við þurftum eiginlega bara að horfa á þetta brenna á meðan, sem var mjög erfitt. En svo kom slökkviliðið og náði að slökkva eldinn.“ Eldsupptök enn óljós Bjargey segir ekki vitað hvað olli eldinum en líklega hafi eldur kviknað út frá gashitara fyrir sturtur eða rafmagnstöflunni fyrir sólarselllurnar. Það er nú til rannsóknar. „Okkur brá mjög mikið og það var mjög mikið panikk til að byrja með,“ segir hún en að fólk hafi róast þegar búið var að tryggja aðstæður með því að fjarlægja gaskúta. Smiðirnir gátu notað körfubíl til að tryggja svæðið. Kofinn stendur í smá fjarlægð frá skálanum og var vindátt hagstæð þannig eldur barst ekki á milli húsa. Vísir/Kolbeinn Tumi „Þetta fór mun betur en við héldum. Það er hægt að nota eitt salerni enn þá en það er lykt inni, en svo vitum við ekki hvað verður gert. Það er verið að skoða það núna.“ Bjargey segir erfitt að vita hvaða áhrif þetta hefur á framhaldið. Hún segir göngufólkinu hafa verið brugðið en það hafi ekki stöðvað þau í að halda í gönguna. „Þetta var ekki það sem þau höfðu hugsað sér, þau voru á leið í göngu daginn eftir, þannig það var ekki mikið um svefn. En það var ómetanlegt að hafa þau hérna til að hjálpa til við að halda þessu öruggu.“ Nokkrir smiðir voru á vettvangi vegna þakviðgerða sem nú eru í gangi á skálanum sjálfum. Vísir/Kolbeinn Tumi Aðstaðan er eiginlega alveg ónýt eftir brunann. Vísir/Kolbeinn Tumi Salernis- og vaskaðstaða er í kofanum sem brann. Vísir/Kolbeinn Tumi Vatnajökulsþjóðgarður Múlaþing Slökkvilið Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Bjargey Guðmundsdóttir landvörður segir göngufólkinu hafa verið brugðið en það hafi verið ómetanlegt að hafa þau á svæðinu til aðstoðar. „Það var hérna stór hópur af göngufólki sem var að fara að ganga upp á Snæfell. Ein úr gönguhópnum vaknaði um korter í þrjú og fann lykt,“ segir Bjargey. Vakti landverði um þrjú Konan hafi litið út um gluggann og séð rosalegan reyk. „Það var kviknað í og hún vekur okkur landverðina og við rjúkum út og sjáum eldinn og reynum allt til að tryggja að þetta fari ekki í skálann.“ Aðstaðan er eiginlega alveg ónýt eftir brunann. Vísir/Kolbeinn Tumi Bjargey segir göngufólkið hafa aðstoðað og að það hafi verið mikil heppni að á staðnum voru fyrir smiðir sem eru að vinna að viðgerð á þaki í skálanum. Hún segir landverði hafa óttast mjög að eldur bærist í önnur hús en vindáttin hafi verið hagstæð og það ekki gerst. Hringt var í slökkvilið sem var komið frá Egilsstöðum eftir um einn og hálfan tíma til tvo tíma. „Þannig við þurftum eiginlega bara að horfa á þetta brenna á meðan, sem var mjög erfitt. En svo kom slökkviliðið og náði að slökkva eldinn.“ Eldsupptök enn óljós Bjargey segir ekki vitað hvað olli eldinum en líklega hafi eldur kviknað út frá gashitara fyrir sturtur eða rafmagnstöflunni fyrir sólarselllurnar. Það er nú til rannsóknar. „Okkur brá mjög mikið og það var mjög mikið panikk til að byrja með,“ segir hún en að fólk hafi róast þegar búið var að tryggja aðstæður með því að fjarlægja gaskúta. Smiðirnir gátu notað körfubíl til að tryggja svæðið. Kofinn stendur í smá fjarlægð frá skálanum og var vindátt hagstæð þannig eldur barst ekki á milli húsa. Vísir/Kolbeinn Tumi „Þetta fór mun betur en við héldum. Það er hægt að nota eitt salerni enn þá en það er lykt inni, en svo vitum við ekki hvað verður gert. Það er verið að skoða það núna.“ Bjargey segir erfitt að vita hvaða áhrif þetta hefur á framhaldið. Hún segir göngufólkinu hafa verið brugðið en það hafi ekki stöðvað þau í að halda í gönguna. „Þetta var ekki það sem þau höfðu hugsað sér, þau voru á leið í göngu daginn eftir, þannig það var ekki mikið um svefn. En það var ómetanlegt að hafa þau hérna til að hjálpa til við að halda þessu öruggu.“ Nokkrir smiðir voru á vettvangi vegna þakviðgerða sem nú eru í gangi á skálanum sjálfum. Vísir/Kolbeinn Tumi Aðstaðan er eiginlega alveg ónýt eftir brunann. Vísir/Kolbeinn Tumi Salernis- og vaskaðstaða er í kofanum sem brann. Vísir/Kolbeinn Tumi
Vatnajökulsþjóðgarður Múlaþing Slökkvilið Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira