Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 09:31 Ali Riley gat ekki haldið aftur af gleðitárunum þegar hún sagði frá sendingunni frá goðsögninni. Ali Riley Nýsjálenska knattspyrnukonan Ali Riley sagði frá góðhjörtuðum gömlum mótherja sínum á samfélagsmiðlum sínum en sú sem um ræðir er ein stærsta goðsögnin í sögu kvennafótboltans. Riley hefur leikið 163 landsleiki fyrir þjóð sína og tekið þátt í bæði Ólympíuleikum og heimsmeistarakeppni. Á þeim tíma hafði hún safnað mörgum keppnistreyjum með því að skipta um treyjur við mótherja sína í leikslok. Stór hluti safnsins hennar var geymdur hjá foreldrum hennar í Palisades í Los Angeles en það hús brann því miður í gróðureldunum miklu í byrjun ársins. Riley hélt sérstaklega mikið upp á treyjuna sem hún fékk frá kanadísku goðsögninni Christine Sinclair sem er markahæsta landsliðskona allra tíma með 190 mörk. Sú treyja brann í eldunum og Riley sá mikið eftir henni. Sinclair heyrði af þessu og var fljót til að árita og senda henni aðra treyju í staðinn. Riley sagði frá sendingunni sem hún fékk frá Kanada og táraðist við það að segja frá góðverki goðsagnarinnar. „Fótboltasamfélagið er svo sannarlega það besta í heimi. Ég átti treyjusafn sem ég geymdi í húsi foreldra minna. Þetta voru treyjur sem ég hafði skipts á við mótherja eftir leiki á HM og ÓL. Ég átti líka eina treyju af öllum gerðum sem ég spilaði í fyrir Nýja-Sjáland. Allar útgáfur frá 2006 til dagsins í dag,“ sagði Riley. „Sú treyja sem mér þótti einna mest vænt um var Christine Sinclair treyjan sem við skiptumst á eftir leik okkar á HM 2011. Og í dag fékk ég sendan þennan pakka,“ sagði Riley og sýndi áritaða treyju frá Sinclair. Tárin fóru að renna. Hún þurfti að taka sér smá hlé en kom svo aftur. Hér fyrir neðan má sjá Riley segja frá þessu. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) HM 2027 í Brasilíu Bandaríski fótboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Riley hefur leikið 163 landsleiki fyrir þjóð sína og tekið þátt í bæði Ólympíuleikum og heimsmeistarakeppni. Á þeim tíma hafði hún safnað mörgum keppnistreyjum með því að skipta um treyjur við mótherja sína í leikslok. Stór hluti safnsins hennar var geymdur hjá foreldrum hennar í Palisades í Los Angeles en það hús brann því miður í gróðureldunum miklu í byrjun ársins. Riley hélt sérstaklega mikið upp á treyjuna sem hún fékk frá kanadísku goðsögninni Christine Sinclair sem er markahæsta landsliðskona allra tíma með 190 mörk. Sú treyja brann í eldunum og Riley sá mikið eftir henni. Sinclair heyrði af þessu og var fljót til að árita og senda henni aðra treyju í staðinn. Riley sagði frá sendingunni sem hún fékk frá Kanada og táraðist við það að segja frá góðverki goðsagnarinnar. „Fótboltasamfélagið er svo sannarlega það besta í heimi. Ég átti treyjusafn sem ég geymdi í húsi foreldra minna. Þetta voru treyjur sem ég hafði skipts á við mótherja eftir leiki á HM og ÓL. Ég átti líka eina treyju af öllum gerðum sem ég spilaði í fyrir Nýja-Sjáland. Allar útgáfur frá 2006 til dagsins í dag,“ sagði Riley. „Sú treyja sem mér þótti einna mest vænt um var Christine Sinclair treyjan sem við skiptumst á eftir leik okkar á HM 2011. Og í dag fékk ég sendan þennan pakka,“ sagði Riley og sýndi áritaða treyju frá Sinclair. Tárin fóru að renna. Hún þurfti að taka sér smá hlé en kom svo aftur. Hér fyrir neðan má sjá Riley segja frá þessu. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird)
HM 2027 í Brasilíu Bandaríski fótboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira