Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2025 21:40 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi framkvæmdastjóri fasteignasölu þarf að endurgreiða þrotabúi félagsins greiðslur upp á samtals 1,1 milljón króna sem hann millifærði á sjálfan sig á tveggja vikna tímabili skömmu áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm þess efnis á dögunum, en bú fasteignasölunnar var tekið til gjaldþrotaskipta þann 29. maí í fyrra. Í málsatvikum segir að við skoðun skiptastjóra á veltureikningi félagsins hafi fjórar millifærslur af reikningi félagsins yfir á persónulegan reikning framkvæmdastjórans vakið grunsemdir. Millifærslurnar hafi verið framkvæmdar á tímabilinu 14. maí til 29. maí 2024, daginn sem búið var tekið til gjaldþrotaskipta. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi var jafnframt annar stofnandi félagsins og prókúruhafi. Skuldaði öðru félagi í hans eigu Við skýrslutöku vegna skiptanna í ágúst í fyrra hafi framkvæmdastjórinn sagst meðvitaður um að gjaldþrot væri yfirvofandi í aðdraganda þess. Hann hafi aldrei verið á launaskrá hjá félaginu og ekki greitt neinum laun. Þá hafi hann ekki getað svarað því fyrir hvað millifærslurnar fjórar hafi verið. Hann hafi óskað eftir fresti til að leggja fram svör, fengið frestinn en þó engin svör gefið. Þrotabúið byggði mál sitt á því að maðurinn hafi með millifærslunum brotið lög um einkahlutafélög þar sem greiðslurnar teldust ekki til arðs, endurgreiðslu vegna lækkunar hlutafjár eða varasjóðs eða vegna félagsslita. Þá lægi fyrir að ekki væri um launagreiðslur að ræða, þar sem framkvæmdastjórinn kvaðst aldrei hafa verið á launaskrá hjá fyrirtækinu. Greiðslurnar hafi öllu heldur verið óheimilar lánveitingar. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi bar fyrir sig að greiðslurnar hafi ekki verið lántökur heldur hafi hann millifært peninginn inn á sinn persónulega reikning til að gera upp skuldir félagsins við annað fyrirtæki í hans eigu, hvar hann var einnig prókúruhafi. Skuld félagsins við hitt félagið hafi meðal annars verið vegna kostnaðar við markaðssetningu, skráningu og myndatöku á fasteignum og vegna vinnu við frágang á kaupsamningum. Hvergi í bókhaldinu Við málsmeðferð leit héraðsdómur til þess að millifærslurnar hefðu hvergi verið bókaðar í bókhald fasteignasölunnar og að engar skýringar hefðu borist fyrir millifærslunum fyrr en málið var höfðað. Þá taldi dómurinn þau gögn sem framkvæmdastjórinn lagði fram sér til stuðnings ekki fullnægjandi og vísaði til laga um einkahlutafélög, sem er ætlað að koma í veg fyrir að eigendur einkahlutafélaga geti hagað fjármálum þeirra eins og þau séu þeirra persónulegu fjármál. Því sé óheimilt að greiða skuldir félaga án þess að það fari í gegnum bókhald þeirra og reikninga. Dómurinn mat það svo að samkvæmt ákvæðum laganna yrði að leggja til grundvallar að maðurinn hefði með millifærslunum veitt sjálfum sér lán. Honum var því, líkt og fyrr greinir, gert að endurgreiða þrotabúinu þá rúmlega 1,1 milljón sem hann lagði inn á sig með dráttarvöxtum. Þá var honum gert að greiða þrotabúinu sex hundruð þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm þess efnis á dögunum, en bú fasteignasölunnar var tekið til gjaldþrotaskipta þann 29. maí í fyrra. Í málsatvikum segir að við skoðun skiptastjóra á veltureikningi félagsins hafi fjórar millifærslur af reikningi félagsins yfir á persónulegan reikning framkvæmdastjórans vakið grunsemdir. Millifærslurnar hafi verið framkvæmdar á tímabilinu 14. maí til 29. maí 2024, daginn sem búið var tekið til gjaldþrotaskipta. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi var jafnframt annar stofnandi félagsins og prókúruhafi. Skuldaði öðru félagi í hans eigu Við skýrslutöku vegna skiptanna í ágúst í fyrra hafi framkvæmdastjórinn sagst meðvitaður um að gjaldþrot væri yfirvofandi í aðdraganda þess. Hann hafi aldrei verið á launaskrá hjá félaginu og ekki greitt neinum laun. Þá hafi hann ekki getað svarað því fyrir hvað millifærslurnar fjórar hafi verið. Hann hafi óskað eftir fresti til að leggja fram svör, fengið frestinn en þó engin svör gefið. Þrotabúið byggði mál sitt á því að maðurinn hafi með millifærslunum brotið lög um einkahlutafélög þar sem greiðslurnar teldust ekki til arðs, endurgreiðslu vegna lækkunar hlutafjár eða varasjóðs eða vegna félagsslita. Þá lægi fyrir að ekki væri um launagreiðslur að ræða, þar sem framkvæmdastjórinn kvaðst aldrei hafa verið á launaskrá hjá fyrirtækinu. Greiðslurnar hafi öllu heldur verið óheimilar lánveitingar. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi bar fyrir sig að greiðslurnar hafi ekki verið lántökur heldur hafi hann millifært peninginn inn á sinn persónulega reikning til að gera upp skuldir félagsins við annað fyrirtæki í hans eigu, hvar hann var einnig prókúruhafi. Skuld félagsins við hitt félagið hafi meðal annars verið vegna kostnaðar við markaðssetningu, skráningu og myndatöku á fasteignum og vegna vinnu við frágang á kaupsamningum. Hvergi í bókhaldinu Við málsmeðferð leit héraðsdómur til þess að millifærslurnar hefðu hvergi verið bókaðar í bókhald fasteignasölunnar og að engar skýringar hefðu borist fyrir millifærslunum fyrr en málið var höfðað. Þá taldi dómurinn þau gögn sem framkvæmdastjórinn lagði fram sér til stuðnings ekki fullnægjandi og vísaði til laga um einkahlutafélög, sem er ætlað að koma í veg fyrir að eigendur einkahlutafélaga geti hagað fjármálum þeirra eins og þau séu þeirra persónulegu fjármál. Því sé óheimilt að greiða skuldir félaga án þess að það fari í gegnum bókhald þeirra og reikninga. Dómurinn mat það svo að samkvæmt ákvæðum laganna yrði að leggja til grundvallar að maðurinn hefði með millifærslunum veitt sjálfum sér lán. Honum var því, líkt og fyrr greinir, gert að endurgreiða þrotabúinu þá rúmlega 1,1 milljón sem hann lagði inn á sig með dráttarvöxtum. Þá var honum gert að greiða þrotabúinu sex hundruð þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira