Sex hafa ekkert spilað á EM Sindri Sverrisson skrifar 10. júlí 2025 11:02 Diljá Ýr Zomers hefur verið á varamannabekknum á EM til þessa. Hún var í flottu hlutverki hjá Íslandi í undankeppninni en meiddist í vetur. Getty/Manuel Winterberger Sex leikmenn íslenska landsliðsins hafa sitt síðasta tækifæri í kvöld til þess að koma við sögu á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss. Ísland lýkur keppni á EM í kvöld með leik við Noreg sem hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Af 23 leikmönnum Íslands hafa 17 komið við sögu í fyrstu tveimur leikjunum, gegn Finnlandi og Sviss. Þeir leikmenn sem ekkert hafa spilað eru markverðirnir Telma Ívarsdóttir og Fanney Inga Birkisdóttir, og útileikmennirnir Natasha Anasi, Berglind Rós Ágústsdóttir, Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers. Amanda er sú eina þeirra sem hefur áður spilað á stórmóti en hún lék síðustu tíu mínúturnar á EM í Englandi fyrir þremur árum. Diljá og Amanda höfðu báðar glímt við meiðsli mánuðina fyrir EM í Sviss og viðurkenndu í viðtölum að hafa verið óvissar um hvort þær næðu inn á mótið. Það tókst en spurningin er hvort mótið hafi samt komið aðeins of snemma fyrir þær. Þrír leikmenn hafa spilað allar 180 mínúturnar fyrir Ísland til þessa á EM. Það eru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir. Auk þeirra þriggja hafa Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðný Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sandra María Jessen byrjað báða leikina á EM til þessa. Ljóst er að hið minnsta ein breyting verður á byrjunarliði Íslands frá 2-0 tapinu gegn Sviss á sunnudaginn því Guðný meiddist í leiknum og verður ekki með í kvöld. Hildur Antonsdóttir er laus úr banninu sem hún fékk eftir rauða spjaldið í fyrsta leik gegn Finnum. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Sjá meira
Ísland lýkur keppni á EM í kvöld með leik við Noreg sem hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Af 23 leikmönnum Íslands hafa 17 komið við sögu í fyrstu tveimur leikjunum, gegn Finnlandi og Sviss. Þeir leikmenn sem ekkert hafa spilað eru markverðirnir Telma Ívarsdóttir og Fanney Inga Birkisdóttir, og útileikmennirnir Natasha Anasi, Berglind Rós Ágústsdóttir, Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers. Amanda er sú eina þeirra sem hefur áður spilað á stórmóti en hún lék síðustu tíu mínúturnar á EM í Englandi fyrir þremur árum. Diljá og Amanda höfðu báðar glímt við meiðsli mánuðina fyrir EM í Sviss og viðurkenndu í viðtölum að hafa verið óvissar um hvort þær næðu inn á mótið. Það tókst en spurningin er hvort mótið hafi samt komið aðeins of snemma fyrir þær. Þrír leikmenn hafa spilað allar 180 mínúturnar fyrir Ísland til þessa á EM. Það eru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir. Auk þeirra þriggja hafa Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðný Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sandra María Jessen byrjað báða leikina á EM til þessa. Ljóst er að hið minnsta ein breyting verður á byrjunarliði Íslands frá 2-0 tapinu gegn Sviss á sunnudaginn því Guðný meiddist í leiknum og verður ekki með í kvöld. Hildur Antonsdóttir er laus úr banninu sem hún fékk eftir rauða spjaldið í fyrsta leik gegn Finnum.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Sjá meira