Sex hafa ekkert spilað á EM Sindri Sverrisson skrifar 10. júlí 2025 11:02 Diljá Ýr Zomers hefur verið á varamannabekknum á EM til þessa. Hún var í flottu hlutverki hjá Íslandi í undankeppninni en meiddist í vetur. Getty/Manuel Winterberger Sex leikmenn íslenska landsliðsins hafa sitt síðasta tækifæri í kvöld til þess að koma við sögu á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss. Ísland lýkur keppni á EM í kvöld með leik við Noreg sem hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Af 23 leikmönnum Íslands hafa 17 komið við sögu í fyrstu tveimur leikjunum, gegn Finnlandi og Sviss. Þeir leikmenn sem ekkert hafa spilað eru markverðirnir Telma Ívarsdóttir og Fanney Inga Birkisdóttir, og útileikmennirnir Natasha Anasi, Berglind Rós Ágústsdóttir, Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers. Amanda er sú eina þeirra sem hefur áður spilað á stórmóti en hún lék síðustu tíu mínúturnar á EM í Englandi fyrir þremur árum. Diljá og Amanda höfðu báðar glímt við meiðsli mánuðina fyrir EM í Sviss og viðurkenndu í viðtölum að hafa verið óvissar um hvort þær næðu inn á mótið. Það tókst en spurningin er hvort mótið hafi samt komið aðeins of snemma fyrir þær. Þrír leikmenn hafa spilað allar 180 mínúturnar fyrir Ísland til þessa á EM. Það eru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir. Auk þeirra þriggja hafa Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðný Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sandra María Jessen byrjað báða leikina á EM til þessa. Ljóst er að hið minnsta ein breyting verður á byrjunarliði Íslands frá 2-0 tapinu gegn Sviss á sunnudaginn því Guðný meiddist í leiknum og verður ekki með í kvöld. Hildur Antonsdóttir er laus úr banninu sem hún fékk eftir rauða spjaldið í fyrsta leik gegn Finnum. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Ísland lýkur keppni á EM í kvöld með leik við Noreg sem hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Af 23 leikmönnum Íslands hafa 17 komið við sögu í fyrstu tveimur leikjunum, gegn Finnlandi og Sviss. Þeir leikmenn sem ekkert hafa spilað eru markverðirnir Telma Ívarsdóttir og Fanney Inga Birkisdóttir, og útileikmennirnir Natasha Anasi, Berglind Rós Ágústsdóttir, Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers. Amanda er sú eina þeirra sem hefur áður spilað á stórmóti en hún lék síðustu tíu mínúturnar á EM í Englandi fyrir þremur árum. Diljá og Amanda höfðu báðar glímt við meiðsli mánuðina fyrir EM í Sviss og viðurkenndu í viðtölum að hafa verið óvissar um hvort þær næðu inn á mótið. Það tókst en spurningin er hvort mótið hafi samt komið aðeins of snemma fyrir þær. Þrír leikmenn hafa spilað allar 180 mínúturnar fyrir Ísland til þessa á EM. Það eru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir. Auk þeirra þriggja hafa Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðný Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sandra María Jessen byrjað báða leikina á EM til þessa. Ljóst er að hið minnsta ein breyting verður á byrjunarliði Íslands frá 2-0 tapinu gegn Sviss á sunnudaginn því Guðný meiddist í leiknum og verður ekki með í kvöld. Hildur Antonsdóttir er laus úr banninu sem hún fékk eftir rauða spjaldið í fyrsta leik gegn Finnum.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira