„Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2025 09:30 Elísabet Gunnarsdóttir, Björn Sigurbjörnsson og Svíinn Magnus Palsson eru saman í þjálfarateymi Belgíu. Getty „Hún er ástríðufull fram í fingurgóma,“ segir Björn Sigurbjörnsson um Elísabetu Gunnarsdóttur. Þau sameinuðu krafta sína á ný hjá belgíska kvennalandsliðinu í fótbolta, eftir að hafa unnið saman í ellefu ár hjá Kristianstad í Svíþjóð, og eru því bæði á Evrópumótinu í Sviss. Elísabet var ráðin landsliðsþjálfari Belga í janúar og Björn kom svo inn í þjálfarateymið í vor og er því mættur til starfa á stórmóti í fyrsta sinn. Björn flutti ásamt konu sinni Sif Atladóttur, fyrrverandi landsliðskonu, frá Svíþjóð til Íslands í lok árs 2021, þjálfaði á Selfossi og var aðstoðarþjálfari Víkings, en gat stokkið strax til þegar „Beta“ fékk nýtt starf og kallaði eftir kröftum hans: „Ætli við getum án hvors annars verið? Ég veit það ekki. Nei, þetta var nú bara þannig að ein úr þjálfarateyminu hjá Belgíu var ansi langt gengin með barn og það vantaði manneskju til að hlaupa í skarðið fyrir hana. Ég hef greinilega gert eitthvað vel því þetta þróaðist út í það að ég fékk að halda áfram með liðinu,“ sagði Björn við hótel belgíska landsliðsins í Saillon í gær. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Björn starfar á EM fyrir Betu Þó að dæmið hafi ekki gengið upp hjá Belgum á EM (töp gegn Ítalíu og Spáni þýða að liðið er á heimleið líkt og Ísland) þá er Björn sannfærður um að Beta sé rétti aðilinn til að færa liðið upp á næsta stig, og til að mynda koma því á HM í Brasilíu 2027: „Ástríðan er það sem hefur fleytt henni svona ótrúlega langt“ „Mér finnst hún bara geggjuð. Ég vann með henni í ellefu ár í Kristianstad og að sitja daginn fyrir leik og hlusta á ræður hjá henni gefur mér ennþá gæsahúð, og fær mig almennilega í gang, sem segir ansi mikið um hana og hvaða tengingu ég hef við hana,“ sagði Björn en finnst honum Beta hafa fundið nýja ástríðu í fyrsta landsliðsþjálfarastarfinu? „Ég held að ástríðan sé alltaf til staðar. Mér fannst hún aldrei vera að dofna í Kristianstad. Hins vegar var kannski kominn tími fyrir hana til að sleppa þessu 15 ára gamla barni sínu sem Kristianstad var. En ástríðan er það sem hefur fleytt henni svona ótrúlega langt sem þjálfari, umfram það sem margir hafa varðandi knattspyrnukunnáttu,“ sagði Björn. Belgíska landsliðið lenti í spænsku hakkavélinni á mánudaginn en náði þó að búa til skemmtilegan leik og jafna metin í tvígang. Liðið fer heim eftir lokaleikinn við Portúgal á föstudag.Getty/Leiting Gao „Steini búinn að standa fína plikt“ Beta átti í viðræðum við þáverandi forráðamenn KSÍ um að taka við íslenska landsliðinu árið 2021 áður en ákveðið var að semja frekar við Þorstein Halldórsson, núverandi þjálfara liðsins. En telur Björn að Íslendingar hafi misst af miklu þegar tækifærið var ekki nýtt til að ráða Betu? „Já og nei. Steini er búinn að standa fína plikt þarna. Ég veit að það eru alltaf gerðar miklar væntingar til íslenska landsliðsins, út af einhverju sem hefur gerst áður. Við eigum fullt af góðum leikmönnum. En það er ekki hægt að smella fingrum og láta allt smella saman. Hins vegar trúi ég bara svo mikið á Betu að ég trúi því að hún geti náð árangri hvar sem er.“ Langar að mæta Íslandi í Ríó Hann útilokar ekki að einhvern tímann í framtíðinni eigi þau Beta eftir að stýra íslenska landsliðinu: „Það væri rosa gaman að gera það einhvern tímann já,“ sagði Björn. „Það er skrýtið að standa með merki annars lands á brjóstinu á sér og vera stoltur Belgi allt í einu. Á sama tíma er ég búinn að fara á leikina hjá Íslandi og verið svekktur yfir úrslitunum.“ Sá möguleiki var til staðar að Ísland og Belgía myndu mætast í 8-liða úrslitum á EM. Og ef allt gengur upp hjá báðum liðum er svo sem ekki útilokað að þau mætist á HM í Brasilíu 2027: „Það væri náttúrulega bara geggjað, að taka leik við Ísland í Ríó.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Sjá meira
Elísabet var ráðin landsliðsþjálfari Belga í janúar og Björn kom svo inn í þjálfarateymið í vor og er því mættur til starfa á stórmóti í fyrsta sinn. Björn flutti ásamt konu sinni Sif Atladóttur, fyrrverandi landsliðskonu, frá Svíþjóð til Íslands í lok árs 2021, þjálfaði á Selfossi og var aðstoðarþjálfari Víkings, en gat stokkið strax til þegar „Beta“ fékk nýtt starf og kallaði eftir kröftum hans: „Ætli við getum án hvors annars verið? Ég veit það ekki. Nei, þetta var nú bara þannig að ein úr þjálfarateyminu hjá Belgíu var ansi langt gengin með barn og það vantaði manneskju til að hlaupa í skarðið fyrir hana. Ég hef greinilega gert eitthvað vel því þetta þróaðist út í það að ég fékk að halda áfram með liðinu,“ sagði Björn við hótel belgíska landsliðsins í Saillon í gær. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Björn starfar á EM fyrir Betu Þó að dæmið hafi ekki gengið upp hjá Belgum á EM (töp gegn Ítalíu og Spáni þýða að liðið er á heimleið líkt og Ísland) þá er Björn sannfærður um að Beta sé rétti aðilinn til að færa liðið upp á næsta stig, og til að mynda koma því á HM í Brasilíu 2027: „Ástríðan er það sem hefur fleytt henni svona ótrúlega langt“ „Mér finnst hún bara geggjuð. Ég vann með henni í ellefu ár í Kristianstad og að sitja daginn fyrir leik og hlusta á ræður hjá henni gefur mér ennþá gæsahúð, og fær mig almennilega í gang, sem segir ansi mikið um hana og hvaða tengingu ég hef við hana,“ sagði Björn en finnst honum Beta hafa fundið nýja ástríðu í fyrsta landsliðsþjálfarastarfinu? „Ég held að ástríðan sé alltaf til staðar. Mér fannst hún aldrei vera að dofna í Kristianstad. Hins vegar var kannski kominn tími fyrir hana til að sleppa þessu 15 ára gamla barni sínu sem Kristianstad var. En ástríðan er það sem hefur fleytt henni svona ótrúlega langt sem þjálfari, umfram það sem margir hafa varðandi knattspyrnukunnáttu,“ sagði Björn. Belgíska landsliðið lenti í spænsku hakkavélinni á mánudaginn en náði þó að búa til skemmtilegan leik og jafna metin í tvígang. Liðið fer heim eftir lokaleikinn við Portúgal á föstudag.Getty/Leiting Gao „Steini búinn að standa fína plikt“ Beta átti í viðræðum við þáverandi forráðamenn KSÍ um að taka við íslenska landsliðinu árið 2021 áður en ákveðið var að semja frekar við Þorstein Halldórsson, núverandi þjálfara liðsins. En telur Björn að Íslendingar hafi misst af miklu þegar tækifærið var ekki nýtt til að ráða Betu? „Já og nei. Steini er búinn að standa fína plikt þarna. Ég veit að það eru alltaf gerðar miklar væntingar til íslenska landsliðsins, út af einhverju sem hefur gerst áður. Við eigum fullt af góðum leikmönnum. En það er ekki hægt að smella fingrum og láta allt smella saman. Hins vegar trúi ég bara svo mikið á Betu að ég trúi því að hún geti náð árangri hvar sem er.“ Langar að mæta Íslandi í Ríó Hann útilokar ekki að einhvern tímann í framtíðinni eigi þau Beta eftir að stýra íslenska landsliðinu: „Það væri rosa gaman að gera það einhvern tímann já,“ sagði Björn. „Það er skrýtið að standa með merki annars lands á brjóstinu á sér og vera stoltur Belgi allt í einu. Á sama tíma er ég búinn að fara á leikina hjá Íslandi og verið svekktur yfir úrslitunum.“ Sá möguleiki var til staðar að Ísland og Belgía myndu mætast í 8-liða úrslitum á EM. Og ef allt gengur upp hjá báðum liðum er svo sem ekki útilokað að þau mætist á HM í Brasilíu 2027: „Það væri náttúrulega bara geggjað, að taka leik við Ísland í Ríó.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Sjá meira