„Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 8. júlí 2025 20:36 Veiðigjaldafrumvarpið hefur verið til umræðu í ríflega samtals 147 klukkustundir og og hreppir fyrsta sætið af fyrri methafa, sem var þriðji orkupakkinn. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lýsir Íslandsmeti í óvandaðri lagasetningu en Íslandsmet í málþófi var slegið í annarri umræðu veiðigjaldafrumvarpsins í dag. Þingmaður Viðreisnar segir metið dapurlegt og vill að þingið standi með lýðræðinu. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir aldrei hafa verið markmið í sjálfu sér að ná því meti sem stjórnarandstaðan náði í dag. Málið hafi verið gallað fyrir „Hér er að okkar mati um Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu að ræða. Þess vegna höfum við staðið hér. Og þrátt fyrir að við höfum mikinn skilning á þeim samkvæmisleik sem er að telja þessar klukkustundir og hvað væri hægt að gera á meðan, þá gleymist það í umræðunni að það var útaf því að við stóðum hér,“ segir Hildur. Hún segir galla hafa verið á frumvarpinu sem hefðu ekki verið lagaðir hefði stjórnarandstaðan ekki staðið klukkustundum saman og málþæft. „Þannig að ef við hefðum orðið við óskum og jafnvel kröfum stjórnarmeirihlutans, um að muna að við séum í minnihluta og hleypa þessu í atkvæðagreiðslu, virða meirihlutalýðræðið og allt þetta sem við erum búin að fá að heyra ansi oft, þá hefði þetta mál farið gallað í gegn og orðið gölluð íslensk lög. Það er hlutverk okkar í stjórnarandstöðu að grípa þetta, draga þessar línur í sandinn. Þannig að við erum stolt af því, við löguðum alla vega málið. Ef það þýðir Íslandsmet, jæja, þá tökum við því bara.“ Dapurlegt met María Rut Kristinsdóttir þingmaður Viðreisnar segir metið aftur á móti dapurlegt. Það lýsi stöðunni sem upp er komin í þinginu þar sem lýðræðislega kjörinn meirihluti leitast við að koma sínum pólitísku málum án árangurs. Fjórða vikan í 2. umræðu veiðigjaldafrumvarpsins hófst í gær og María Rut vekur athygli á þeim fjölda þingfunda sem efnt hefur verið til og lengd þeirra. „Og mikill vilji hjá öllum aðilum að reyna að koma okkur áfram og ljúka þinglokasamningum. Það hefur verið súrsæt stemning, get ég ímyndað mér, síðustu vikurnar og við þurfum að ljúka þessu, standa með þingræðinu, og koma mikilvægum málum í gegn,“ segir María Rut aðspurð hvort bakslag hafi orðið milli meiri- og minnihlutans í viðræðum um þinglokasamning. Hildur segist heldur ekki finna fyrir bakslagi. „Ég verð þó að segja að það er svolítið skrítið miðað við öll þau mýmörgu mál sem á eftir að ræða, til dæmis strandveiðar, sem eru að mér vitandi að brenna á tíma en eru ekki settar á dagskrá því það á að láta okkur standa uppi í sal og tala um veiðigjöld þrátt fyrir að það sé verið að semja. Og svo erum við skömmuð til að standa og tala um veiðigjöld. En samt hefur meirihlutinn það eingöngu á dagskrá. Þetta er allt svolítið súrt. En allt í góðu, við stöndum og reynum að geta það sem við getum. Þingfundur dagsins hefur staðið yfir í á ellefta tíma. Þingflokksformenn funda síðar í kvöld í þinglokaviðræðum. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir aldrei hafa verið markmið í sjálfu sér að ná því meti sem stjórnarandstaðan náði í dag. Málið hafi verið gallað fyrir „Hér er að okkar mati um Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu að ræða. Þess vegna höfum við staðið hér. Og þrátt fyrir að við höfum mikinn skilning á þeim samkvæmisleik sem er að telja þessar klukkustundir og hvað væri hægt að gera á meðan, þá gleymist það í umræðunni að það var útaf því að við stóðum hér,“ segir Hildur. Hún segir galla hafa verið á frumvarpinu sem hefðu ekki verið lagaðir hefði stjórnarandstaðan ekki staðið klukkustundum saman og málþæft. „Þannig að ef við hefðum orðið við óskum og jafnvel kröfum stjórnarmeirihlutans, um að muna að við séum í minnihluta og hleypa þessu í atkvæðagreiðslu, virða meirihlutalýðræðið og allt þetta sem við erum búin að fá að heyra ansi oft, þá hefði þetta mál farið gallað í gegn og orðið gölluð íslensk lög. Það er hlutverk okkar í stjórnarandstöðu að grípa þetta, draga þessar línur í sandinn. Þannig að við erum stolt af því, við löguðum alla vega málið. Ef það þýðir Íslandsmet, jæja, þá tökum við því bara.“ Dapurlegt met María Rut Kristinsdóttir þingmaður Viðreisnar segir metið aftur á móti dapurlegt. Það lýsi stöðunni sem upp er komin í þinginu þar sem lýðræðislega kjörinn meirihluti leitast við að koma sínum pólitísku málum án árangurs. Fjórða vikan í 2. umræðu veiðigjaldafrumvarpsins hófst í gær og María Rut vekur athygli á þeim fjölda þingfunda sem efnt hefur verið til og lengd þeirra. „Og mikill vilji hjá öllum aðilum að reyna að koma okkur áfram og ljúka þinglokasamningum. Það hefur verið súrsæt stemning, get ég ímyndað mér, síðustu vikurnar og við þurfum að ljúka þessu, standa með þingræðinu, og koma mikilvægum málum í gegn,“ segir María Rut aðspurð hvort bakslag hafi orðið milli meiri- og minnihlutans í viðræðum um þinglokasamning. Hildur segist heldur ekki finna fyrir bakslagi. „Ég verð þó að segja að það er svolítið skrítið miðað við öll þau mýmörgu mál sem á eftir að ræða, til dæmis strandveiðar, sem eru að mér vitandi að brenna á tíma en eru ekki settar á dagskrá því það á að láta okkur standa uppi í sal og tala um veiðigjöld þrátt fyrir að það sé verið að semja. Og svo erum við skömmuð til að standa og tala um veiðigjöld. En samt hefur meirihlutinn það eingöngu á dagskrá. Þetta er allt svolítið súrt. En allt í góðu, við stöndum og reynum að geta það sem við getum. Þingfundur dagsins hefur staðið yfir í á ellefta tíma. Þingflokksformenn funda síðar í kvöld í þinglokaviðræðum.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira