Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Auðun Georg Ólafsson skrifar 8. júlí 2025 13:26 Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Fannar „Auschwitz var ekki mannúðarborg, við skulum orða það þannig,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Fram kom í fréttum í morgun að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hafi fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. Hleypa á um það bil 600 þúsund íbúum inn í búðirnar, að stærstum hluta fólki á vergangi á al-Mawasi svæðinu. Íbúarnir yrðu látnir fara í gegnum öryggiseftirlit og yrði ekki leyft að yfirgefa búðirnar þegar inn væri komið. Katz sagði lokamarkmiðið að hýsa alla íbúa Gasa í búðunum, þar til þeir yrðu að lokum fluttir á brott frá svæðinu. „Þetta er auðvitað klárt dæmi um það sem kallað hefur verið þjóðernishreinsanir, sem er stríðsglæpur,“ segir Guðmundur. „Það er ekki ljóst hvert þetta fólk á að fara og hver á að taka við þeim. Það er ekki víst að nágrannar Palestínu vilji fá þetta fólk til sín. Þar að auki vill þetta fólk ekki fara, það vill búa í Palestínu sem er þeirra land og þar vill það búa. Eins og ég segi, þetta er dæmi um þjóðernishreinsanir sem ber að fordæma.“ Fordæmalaust Guðmundur segir svipaða atburði oft hafa gerst í veraldarsögunni eins og þegar Ottómanveldið leystist upp og breyttist í Tyrkland. Þá urðu miklar þjóðernishreinsanir á mótum Tyrklands og Grikklands. „Þetta er í sjálfu sér allt öðruvísi því þetta gerist í skugga stríðs þar sem Ísrael er að beita Palestínumenn ótrúlegu ofbeldi. Þarna er enginn sem vill taka við þeim og þetta fólk vill ekki fara. Þannig að það er erfitt að finna sérstök dæmi úr sögunni lík þessu, allavega ekki nýlega. Þetta tíðkast ekki. Við gætum kannski hugsað okkur að eitthvað þessu líkt gæti gerst á mörkum Úkraínu og Rússlands en þar hafa auðvitað orðið miklir flutningar fólks sem flýja undan stríðsátökum. Þetta er allt öðruvísi, þarna á að smala fólki saman og senda það síðan eitthvert og enginn veit hvert.“ Þótti kjaftæði fyrir ekki svo löngu Íhaldssamir stjórnmálamenn í Ísrael hafa fagnað mjög hugmyndum Donald Trump Bandaríkjaforseta um að flytja íbúa Gasa á brott og hefja þar uppbyggingu á einhvers konar ferðamannaparadís. Sérfræðingar segja þær hins vegar fel í sér gróf mannréttindabrot. Þeirra á meðal er Michael Sfard, einn af helstu mannréttindalögfræðingum Ísraels, sem segir áætlanir Katz hreinlega drög að glæpum gegn mannkyninu. Guðmundur tekur í svipaðan streng. „Ísraelsríki er byggt á þeirri hugmynd að allt það land sem kallast núna Palestína sé í raun eign Ísraelsmanna eða gyðinga og aðrir séu þar bara einhvern veginn fyrir. Ráðherrar í núverandi ríkisstjórn Ísraels hafa lengi boðað að þeir vilji leggja undir sig allt þetta land. Ekki er þá ljóst hvað eigi að gera við allt það fólk sem þarna býr. Þetta er þá ein mynd þessarar „lokalausnar“ eða endlösung sem ýmsir innan hægri afla Ísraels hafa verið að boða og heimurinn er að horfa upp á núna. Fram að árás Hamas hér fyrir nokkru þá töldust svona hugmyndir vera svo miklar öfgaskoðanir að menn höfnuðu þeim almennt sem einhverju kjaftæði. Núna er þetta orðin viðtekin skoðun hjá sumum og hefur Trump, Bandaríkjaforseti, viðhaft svipaða orðræðu. Það ber að taka það alvarlega þegar valdamesti maður heims tjáir sig með þessum hætti.“ Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Hernaður Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Hleypa á um það bil 600 þúsund íbúum inn í búðirnar, að stærstum hluta fólki á vergangi á al-Mawasi svæðinu. Íbúarnir yrðu látnir fara í gegnum öryggiseftirlit og yrði ekki leyft að yfirgefa búðirnar þegar inn væri komið. Katz sagði lokamarkmiðið að hýsa alla íbúa Gasa í búðunum, þar til þeir yrðu að lokum fluttir á brott frá svæðinu. „Þetta er auðvitað klárt dæmi um það sem kallað hefur verið þjóðernishreinsanir, sem er stríðsglæpur,“ segir Guðmundur. „Það er ekki ljóst hvert þetta fólk á að fara og hver á að taka við þeim. Það er ekki víst að nágrannar Palestínu vilji fá þetta fólk til sín. Þar að auki vill þetta fólk ekki fara, það vill búa í Palestínu sem er þeirra land og þar vill það búa. Eins og ég segi, þetta er dæmi um þjóðernishreinsanir sem ber að fordæma.“ Fordæmalaust Guðmundur segir svipaða atburði oft hafa gerst í veraldarsögunni eins og þegar Ottómanveldið leystist upp og breyttist í Tyrkland. Þá urðu miklar þjóðernishreinsanir á mótum Tyrklands og Grikklands. „Þetta er í sjálfu sér allt öðruvísi því þetta gerist í skugga stríðs þar sem Ísrael er að beita Palestínumenn ótrúlegu ofbeldi. Þarna er enginn sem vill taka við þeim og þetta fólk vill ekki fara. Þannig að það er erfitt að finna sérstök dæmi úr sögunni lík þessu, allavega ekki nýlega. Þetta tíðkast ekki. Við gætum kannski hugsað okkur að eitthvað þessu líkt gæti gerst á mörkum Úkraínu og Rússlands en þar hafa auðvitað orðið miklir flutningar fólks sem flýja undan stríðsátökum. Þetta er allt öðruvísi, þarna á að smala fólki saman og senda það síðan eitthvert og enginn veit hvert.“ Þótti kjaftæði fyrir ekki svo löngu Íhaldssamir stjórnmálamenn í Ísrael hafa fagnað mjög hugmyndum Donald Trump Bandaríkjaforseta um að flytja íbúa Gasa á brott og hefja þar uppbyggingu á einhvers konar ferðamannaparadís. Sérfræðingar segja þær hins vegar fel í sér gróf mannréttindabrot. Þeirra á meðal er Michael Sfard, einn af helstu mannréttindalögfræðingum Ísraels, sem segir áætlanir Katz hreinlega drög að glæpum gegn mannkyninu. Guðmundur tekur í svipaðan streng. „Ísraelsríki er byggt á þeirri hugmynd að allt það land sem kallast núna Palestína sé í raun eign Ísraelsmanna eða gyðinga og aðrir séu þar bara einhvern veginn fyrir. Ráðherrar í núverandi ríkisstjórn Ísraels hafa lengi boðað að þeir vilji leggja undir sig allt þetta land. Ekki er þá ljóst hvað eigi að gera við allt það fólk sem þarna býr. Þetta er þá ein mynd þessarar „lokalausnar“ eða endlösung sem ýmsir innan hægri afla Ísraels hafa verið að boða og heimurinn er að horfa upp á núna. Fram að árás Hamas hér fyrir nokkru þá töldust svona hugmyndir vera svo miklar öfgaskoðanir að menn höfnuðu þeim almennt sem einhverju kjaftæði. Núna er þetta orðin viðtekin skoðun hjá sumum og hefur Trump, Bandaríkjaforseti, viðhaft svipaða orðræðu. Það ber að taka það alvarlega þegar valdamesti maður heims tjáir sig með þessum hætti.“
Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Hernaður Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira