Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júlí 2025 22:59 Sverrir Páll Einarsson er formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, sem stendur að baki vefsíðunni. Vísir/Málþóf.is Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, hefur hleypt af stokkunum vefsíðunni Málþóf.is, þar sem finna má samantekt á tölfræði tengda yfirstandandi málþófi vegna veiðigjaldafrumvarpsins. Formaður Uppreisnar segir Íslandsmetið í málþófi innan seilingar. „Okkur fannst mikið af tölum í tengslum við þetta málþóf á reiki. Þetta eru náttúrlega fáránlega háar tölur,“ segir Sverrir Páll Einarsson formaður Uppreisnar í samtali við fréttastofu. Hátt í tvö þúsund ræður fluttar „Þannig að okkur langaði að taka þetta saman og setja fram á skýran og greinargóðan hátt og varpa ljósi á hversu sturlað þetta er orðið. Og vera með ein gagnabanka þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þetta.“ Þegar þetta er skrifað hafa samkvæmt vefnum Malthof.is 1866 ræður verið fluttar um frumvarpið, 142 klukkutímum verið eytt í að ræða það og kostnaður við að reka Alþingi meðan á málþófinu stendur nemur rúmum 322 milljónum króna. Uppreisnarliðarnir sjá um að uppfæra vefinn handvirkt hverju sinni þannig að vera má að tölfræðin breytist ekki alltaf í rauntíma. Eini dagskrárliður þingfundar dagsins voru veiðigjöldin en fundurinn hefur staðið yfir í rúman hálfan sólarhring. Lengsta málþóf í sögu Alþingis samkvæmt vefnum voru 147 klukkustundir, í frumvarpi um þriðja orkupakkann árið 2019. Því er líklegt að metið yfir lengstu umræðu, frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991, verði slegið í nótt eða á morgun. Ofarlega í röðinni yfir mest ræddu frumvörpin eru Icesave frumvarpið 2010, rætt í 135 klukkustundir, og frumvarp um EES-samninginn 1993, rætt í hundrað klukkustundir. Þórarinn Ingi rætt í sex og hálfa klukkustund Á síðunni kemur jafnframt fram hverjir „ræðukóngarnir“, eins og Uppreisnarliðarnir kalla þá, eru. Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar hefur þegar þetta er skrifað flutt 130 ræður og talað í alls sex og hálfa klukkustund um frumvarpið. Því næst er Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður Miðflokksins með 102 ræður og samtals rúma fimm og hálfa klukkustund. Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt frumvarpið í 81 ræðu í fimm og hálfs klukkustund. Njáll Trausti Friðbertsson flokksbróðir hans hefur rætt frumvarpið í 93 ræðum en þó skemur en Jón Pétur eða rúmar fimm klukkustundir. Fimmti ræðukóngurinn er Þorgrímur Sigmundsson þingmaður Miðflokksins sem hefur rætt frumvarpið í fimm klukkustundir en þó í 101 ræðu. „Ástæðan fyrir því að við erum að vekja athygli á hinum þremur málunum sem hafa verið rætt lengst er að sýna fram á hvað hin málin voru svakalega umdeild innan þjóðarinnar en veiðigjaldafrumvarpið er með stuðning frá stórum hluta þjóðarinnar,“ segir Sverrir Páll. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Viðreisn Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
„Okkur fannst mikið af tölum í tengslum við þetta málþóf á reiki. Þetta eru náttúrlega fáránlega háar tölur,“ segir Sverrir Páll Einarsson formaður Uppreisnar í samtali við fréttastofu. Hátt í tvö þúsund ræður fluttar „Þannig að okkur langaði að taka þetta saman og setja fram á skýran og greinargóðan hátt og varpa ljósi á hversu sturlað þetta er orðið. Og vera með ein gagnabanka þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þetta.“ Þegar þetta er skrifað hafa samkvæmt vefnum Malthof.is 1866 ræður verið fluttar um frumvarpið, 142 klukkutímum verið eytt í að ræða það og kostnaður við að reka Alþingi meðan á málþófinu stendur nemur rúmum 322 milljónum króna. Uppreisnarliðarnir sjá um að uppfæra vefinn handvirkt hverju sinni þannig að vera má að tölfræðin breytist ekki alltaf í rauntíma. Eini dagskrárliður þingfundar dagsins voru veiðigjöldin en fundurinn hefur staðið yfir í rúman hálfan sólarhring. Lengsta málþóf í sögu Alþingis samkvæmt vefnum voru 147 klukkustundir, í frumvarpi um þriðja orkupakkann árið 2019. Því er líklegt að metið yfir lengstu umræðu, frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991, verði slegið í nótt eða á morgun. Ofarlega í röðinni yfir mest ræddu frumvörpin eru Icesave frumvarpið 2010, rætt í 135 klukkustundir, og frumvarp um EES-samninginn 1993, rætt í hundrað klukkustundir. Þórarinn Ingi rætt í sex og hálfa klukkustund Á síðunni kemur jafnframt fram hverjir „ræðukóngarnir“, eins og Uppreisnarliðarnir kalla þá, eru. Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar hefur þegar þetta er skrifað flutt 130 ræður og talað í alls sex og hálfa klukkustund um frumvarpið. Því næst er Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður Miðflokksins með 102 ræður og samtals rúma fimm og hálfa klukkustund. Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt frumvarpið í 81 ræðu í fimm og hálfs klukkustund. Njáll Trausti Friðbertsson flokksbróðir hans hefur rætt frumvarpið í 93 ræðum en þó skemur en Jón Pétur eða rúmar fimm klukkustundir. Fimmti ræðukóngurinn er Þorgrímur Sigmundsson þingmaður Miðflokksins sem hefur rætt frumvarpið í fimm klukkustundir en þó í 101 ræðu. „Ástæðan fyrir því að við erum að vekja athygli á hinum þremur málunum sem hafa verið rætt lengst er að sýna fram á hvað hin málin voru svakalega umdeild innan þjóðarinnar en veiðigjaldafrumvarpið er með stuðning frá stórum hluta þjóðarinnar,“ segir Sverrir Páll.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Viðreisn Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira