Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2025 08:02 Íslenska landsliðið á þessu EM og landsliðkonurnar Elísa Viðarsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir með Sigurwin á EM í Svíþjóð 2013. Getty/Florencia Tan Jun/óskarój/KSÍ 17. júlí 2013 er merkilegur dagur fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Þetta er dagurinn sem íslenska landsliðið fagnaði síðast sigri á stórmóti. Síðan eru liðnir 4774 dagar eða ellefu ár, ellefu mánuðir og tuttugu og einn dagur. Íslenska liðið tapaði ekki leik á síðasta stórmóti, EM í Englandi 2022, en vann engan leik heldur. Tveir fyrstu leikirnir hafa tapast á EM í Sviss og allir leikirnir töpuðust á EM í Hollandi 2017. Sigurinn á móti Hollandi fyrir næstum því tólf árum skilaði íslenska liðinu í átta liða úrslit en í tveimur af síðustu þremur Evrópumótum hefur ballið verið búið fyrir síðasta leik í riðlinum. Níu leikir í röð á EM án sigurs. Þrjú jafntefli og sex töp. Vonbrigði og aftur vonbrigði á þremur Evrópumótum i röð. Á tveimur þeirra var liðið dottið úr leik fyrir síðasta leik í riðlinum. Þeir sem muna eftir Evrópumótinu eftirminnilega í Svíþjóð fyrir tólf árum gleyma líklega aldrei þætti hins smávaxna Sigurwins. Hver var þessi Sigurwin? Jú þetta var lukkudýr íslensku stelpnanna, gullfiskur sem þær ferðuðust með á leiki í litlu gullfiskabúri. Nafn hans var ekki aðeins ættað úr Vestmannaeyjum heldur var sett saman úr orðunum sigur og Win sem þýðir auðvitað auðvitað sigur á ensku. Það sást meðal annars til íslensku stelpnanna seta Sigurvin á grasið fyrir leikinn ógleymanlega á móti Hollandi þar sem fótbrotin Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmarkið. Sigurinn kom íslenska liðinu í átta liða úrslitin. Örlög Sigurwins voru aldrei að fullu opinberuð en stelpurnar héldu því seinna fram að þær hafa verið að grínast þegar þær sögðust hafa sturtað honum niður í klósettið eftir tapið á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum. Hann var á lífi eftir allt saman en það mátti bara ekki flytja hann úr landi. Síðast fréttist af honum á leið í gæludýrabúð í Malmö. Hvað sem svarið er þá hafa íslensku stelpurnar ekki unnið leik siðan. Bölvun? Ég held nú ekki en það lítur þó út fyrir að Sigurwin hafi verið saknað mikið á þeim árum sem eru liðin. Það er ljóst að ekkert nema stoltið er undir í þessum lokaleik á móti Norðmönnum en jafnframt er þetta upplagt tækifæri til að hefja nýja vegferð í átt að bjartari tímum. Því þurfa stelpurnar okkar kannski bara að finna sér nýjan Sigurwin. Hann færði stelpunum trú á sínum tíma og liðið þarf trú og sigurvilja til að enda næstum því tólf ára bið eftir sigri. Í allri neikvæðninni sem umliggur liðið, eftir þessi miklu og síendurteknu vonbrigði, þá þarf eitthvað nýtt og ferskt til að brjóta sér leið út. Við þurfum jákvæða strauma. Þetta er lið sem er uppfullt af leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Það er ekkert annað í stöðunni en að kyngja og læra af þessu svekkelsi. Þess vegna fannst mér tilvalið að rifja upp tilveru og tíma Sigurwins sem lífgaði svo mikið upp á líf íslensku stelpnanna í Svíþjóð sumarið 2013. Kannski geta eldri leikmenn, eða starfsmenn, sagt stelpunum sem ekki þekkja söguna af þessum sigursæla gullfiski. Í versta falli til að fá þær til að brosa en í besta falli til að fá þær til að trúa. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
Síðan eru liðnir 4774 dagar eða ellefu ár, ellefu mánuðir og tuttugu og einn dagur. Íslenska liðið tapaði ekki leik á síðasta stórmóti, EM í Englandi 2022, en vann engan leik heldur. Tveir fyrstu leikirnir hafa tapast á EM í Sviss og allir leikirnir töpuðust á EM í Hollandi 2017. Sigurinn á móti Hollandi fyrir næstum því tólf árum skilaði íslenska liðinu í átta liða úrslit en í tveimur af síðustu þremur Evrópumótum hefur ballið verið búið fyrir síðasta leik í riðlinum. Níu leikir í röð á EM án sigurs. Þrjú jafntefli og sex töp. Vonbrigði og aftur vonbrigði á þremur Evrópumótum i röð. Á tveimur þeirra var liðið dottið úr leik fyrir síðasta leik í riðlinum. Þeir sem muna eftir Evrópumótinu eftirminnilega í Svíþjóð fyrir tólf árum gleyma líklega aldrei þætti hins smávaxna Sigurwins. Hver var þessi Sigurwin? Jú þetta var lukkudýr íslensku stelpnanna, gullfiskur sem þær ferðuðust með á leiki í litlu gullfiskabúri. Nafn hans var ekki aðeins ættað úr Vestmannaeyjum heldur var sett saman úr orðunum sigur og Win sem þýðir auðvitað auðvitað sigur á ensku. Það sást meðal annars til íslensku stelpnanna seta Sigurvin á grasið fyrir leikinn ógleymanlega á móti Hollandi þar sem fótbrotin Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmarkið. Sigurinn kom íslenska liðinu í átta liða úrslitin. Örlög Sigurwins voru aldrei að fullu opinberuð en stelpurnar héldu því seinna fram að þær hafa verið að grínast þegar þær sögðust hafa sturtað honum niður í klósettið eftir tapið á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum. Hann var á lífi eftir allt saman en það mátti bara ekki flytja hann úr landi. Síðast fréttist af honum á leið í gæludýrabúð í Malmö. Hvað sem svarið er þá hafa íslensku stelpurnar ekki unnið leik siðan. Bölvun? Ég held nú ekki en það lítur þó út fyrir að Sigurwin hafi verið saknað mikið á þeim árum sem eru liðin. Það er ljóst að ekkert nema stoltið er undir í þessum lokaleik á móti Norðmönnum en jafnframt er þetta upplagt tækifæri til að hefja nýja vegferð í átt að bjartari tímum. Því þurfa stelpurnar okkar kannski bara að finna sér nýjan Sigurwin. Hann færði stelpunum trú á sínum tíma og liðið þarf trú og sigurvilja til að enda næstum því tólf ára bið eftir sigri. Í allri neikvæðninni sem umliggur liðið, eftir þessi miklu og síendurteknu vonbrigði, þá þarf eitthvað nýtt og ferskt til að brjóta sér leið út. Við þurfum jákvæða strauma. Þetta er lið sem er uppfullt af leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Það er ekkert annað í stöðunni en að kyngja og læra af þessu svekkelsi. Þess vegna fannst mér tilvalið að rifja upp tilveru og tíma Sigurwins sem lífgaði svo mikið upp á líf íslensku stelpnanna í Svíþjóð sumarið 2013. Kannski geta eldri leikmenn, eða starfsmenn, sagt stelpunum sem ekki þekkja söguna af þessum sigursæla gullfiski. Í versta falli til að fá þær til að brosa en í besta falli til að fá þær til að trúa.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti