Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Jón Þór Stefánsson skrifar 7. júlí 2025 13:38 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Margir keppendur sem tóku þátt í þríþraut við Laugarvatn á laugardag fengu í magann að keppninni lokinni. Einn keppandi setti inn færslu á Facebook-síðu sem sér um skipulag á þríþrautum á Íslandi. Þar sagðist hann hafa fengið talsverða magapest eftir viðburðinn. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa um þrjátíu manns birt athugasemd við færsluna og sagst finna fyrir því sama, en rúmlega hundrað manns tóku þátt. Líklega vatnið en ekki borgararnir Páll Geir Bjarnason, sá sem setti færsluna inn, segir í samtali við fréttastofu að hann telji að veikindin séu til komin vegna vatnsins sem fólk synti í. „Þetta er líklega bara mengað vatn og það er náttúrulega ekkert frábært. Það er fínt að fjalla um það svo fólk sé ekki að skemma sumarfríið sitt á Laugarvatni,“ segir Páll. Í athugasemdakerfinu vaknaði einnig sú tilgáta að ástæða magakveisunnar fælist í raun í hamborgurum sem hefðu verið borðaðir eftir keppnina. Páll telur það ólíklegt, enda hefur hann heyrt frá fólki sem fékk sér ekki borgara en synti í vatninu og veiktist. „Það var greinilega ekki málið. Þetta er frekar augljóst. Það var greinilega eitthvað í vatninu,“ segir Páll. Þríþrautin fór fram við og í Laugarvatni.Vísir/Vilhelm Lætur kveisuna ekki stöðva sig Þrátt fyrir magapínuna segist Páll ekki ætla að láta það stoppa sig í að taka þátt aftur. „Þetta var leiðinlegur hálfur sólarhringur og svo gekk þetta yfir,“ segir hann, og bendir á að álíka mál hafi komið upp áður. Hann segir að mögulega megi endurskoða eitthvað varðandi skipulag þrautarinnar og mæla vatnið þegar styttra er í keppni. Allskyns hlutir geti haft áhrif á það, líkt og síbreytilegt hitastig. Páll segist þó vita að skipuleggjendur þríþrautarinnar hafi haft samband við sveitarfélagið fyrir keppni. Miðað við þau svör hafi ekkert bent til að ekki væri öruggt að synda í vatninu. Þríþraut Bláskógabyggð Heilbrigðismál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Sjá meira
Einn keppandi setti inn færslu á Facebook-síðu sem sér um skipulag á þríþrautum á Íslandi. Þar sagðist hann hafa fengið talsverða magapest eftir viðburðinn. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa um þrjátíu manns birt athugasemd við færsluna og sagst finna fyrir því sama, en rúmlega hundrað manns tóku þátt. Líklega vatnið en ekki borgararnir Páll Geir Bjarnason, sá sem setti færsluna inn, segir í samtali við fréttastofu að hann telji að veikindin séu til komin vegna vatnsins sem fólk synti í. „Þetta er líklega bara mengað vatn og það er náttúrulega ekkert frábært. Það er fínt að fjalla um það svo fólk sé ekki að skemma sumarfríið sitt á Laugarvatni,“ segir Páll. Í athugasemdakerfinu vaknaði einnig sú tilgáta að ástæða magakveisunnar fælist í raun í hamborgurum sem hefðu verið borðaðir eftir keppnina. Páll telur það ólíklegt, enda hefur hann heyrt frá fólki sem fékk sér ekki borgara en synti í vatninu og veiktist. „Það var greinilega ekki málið. Þetta er frekar augljóst. Það var greinilega eitthvað í vatninu,“ segir Páll. Þríþrautin fór fram við og í Laugarvatni.Vísir/Vilhelm Lætur kveisuna ekki stöðva sig Þrátt fyrir magapínuna segist Páll ekki ætla að láta það stoppa sig í að taka þátt aftur. „Þetta var leiðinlegur hálfur sólarhringur og svo gekk þetta yfir,“ segir hann, og bendir á að álíka mál hafi komið upp áður. Hann segir að mögulega megi endurskoða eitthvað varðandi skipulag þrautarinnar og mæla vatnið þegar styttra er í keppni. Allskyns hlutir geti haft áhrif á það, líkt og síbreytilegt hitastig. Páll segist þó vita að skipuleggjendur þríþrautarinnar hafi haft samband við sveitarfélagið fyrir keppni. Miðað við þau svör hafi ekkert bent til að ekki væri öruggt að synda í vatninu.
Þríþraut Bláskógabyggð Heilbrigðismál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Sjá meira