Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2025 16:01 Alayah Pilgrim fagnar seinna marki Sviss sem sendi Ísland endanlega úr keppni á EM. Getty/Aitor Alcalde Gríðarlegur áhugi var hér í Sviss á leik heimakvenna við Ísland á EM í fótbolta í gær og sigur Svisslendinga að sjálfsögðu aðalefnið í öllum helstu miðlum sem töldu sigurinn þó ekki ýkja verðskuldaðan. Samkvæmt SRF voru um 833.000 manns af þýskumælandi hluta Sviss að fylgjast með leiknum í gær, sem samsvarar um 60% markaðshlutdeild, eða örlítið fleiri en sáu Sviss tapa fyrir Noregi í fyrsta leik. Inni í þessum tölum eru ekki allir þeir sem horfðu á leikinn á almenningssvæðum. Þær svissnesku stóðust pressuna og unnu 2-0 sigur í gær en mörkin komu ekki fyrr en korter var til leiksloka og hafði íslenska liðið þá verið betri aðilinn. Um það eru svissnesku blöðin sammála. „Þangað til [Géraldine] Reuteler kom þessu í 1-0 átti landsliðið erfitt kvöld í rigningunni í Bern gegn baráttuglöðum og stundum of árásargjörnum Íslendingum. Þær voru ekki sannfærandi í leik sínum lengi vel en börðust til baka og þvinguðu fram nauðsynlega heppni með annarri ástríðufullri frammistöðu. Þær þurftu nefnilega á því að halda enda átti Ísland tvö skot í þverslána,“ sagði í umfjöllun Blick og einnig: „Íslensku konurnar spiluðu betur lengi vel og náðu forskoti á Svisslendinga með sinni hörku og líkamlegum styrk í návígum. Það var mikill léttir að komast í 1-0. Eftir það var leikurinn þeirra [Svisslendinga].“ Puð í 75 mínútur en eitt augnablik breytti öllu NZZ tók í svipaðan streng: „Svissneska liðið stritaði í 75 mínútur gegn Íslandi. Liðið náði litlu fram, skorti hugmyndir og virtist sífellt þreyttara. Eitt augnablik var nóg til að breyta öllu. Fyrirliðinn Lia Wälti vann boltann. Hröð sókn í þetta skiptið. Sending frá Sydney Schertenleib til Géraldine Reuteler. Lágt skot í markið. Heppnismark. Áhorfendur á uppseldum Wankdorf-leikvanginum biðu lengi eftir einhverju eins og upphafsneista. Stuðningsmenn virtust hlédrægari en á miðvikudaginn, þegar þeir báru liðið áfram með sér og orkan úr stúkunni færðist inn á völlinn. Það var eins og allir væru að bíða eftir að eitthvað myndi gerast.“ Sviss er nú á leið í úrslitaleik við Finnland á fimmtudaginn, um hvort þessara liða nær 2. sæti riðilsins og fylgir Noregi áfram í 8-liða úrslitin. Ísland og Noregur mætast hins vegar í frekar þýðingarlitlum leik þar sem ljóst er að Noregur vinnur riðilinn (innbyrðis úrslit gilda ef lið verða jöfn að stigum) og Ísland endar neðst. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ Sjá meira
Samkvæmt SRF voru um 833.000 manns af þýskumælandi hluta Sviss að fylgjast með leiknum í gær, sem samsvarar um 60% markaðshlutdeild, eða örlítið fleiri en sáu Sviss tapa fyrir Noregi í fyrsta leik. Inni í þessum tölum eru ekki allir þeir sem horfðu á leikinn á almenningssvæðum. Þær svissnesku stóðust pressuna og unnu 2-0 sigur í gær en mörkin komu ekki fyrr en korter var til leiksloka og hafði íslenska liðið þá verið betri aðilinn. Um það eru svissnesku blöðin sammála. „Þangað til [Géraldine] Reuteler kom þessu í 1-0 átti landsliðið erfitt kvöld í rigningunni í Bern gegn baráttuglöðum og stundum of árásargjörnum Íslendingum. Þær voru ekki sannfærandi í leik sínum lengi vel en börðust til baka og þvinguðu fram nauðsynlega heppni með annarri ástríðufullri frammistöðu. Þær þurftu nefnilega á því að halda enda átti Ísland tvö skot í þverslána,“ sagði í umfjöllun Blick og einnig: „Íslensku konurnar spiluðu betur lengi vel og náðu forskoti á Svisslendinga með sinni hörku og líkamlegum styrk í návígum. Það var mikill léttir að komast í 1-0. Eftir það var leikurinn þeirra [Svisslendinga].“ Puð í 75 mínútur en eitt augnablik breytti öllu NZZ tók í svipaðan streng: „Svissneska liðið stritaði í 75 mínútur gegn Íslandi. Liðið náði litlu fram, skorti hugmyndir og virtist sífellt þreyttara. Eitt augnablik var nóg til að breyta öllu. Fyrirliðinn Lia Wälti vann boltann. Hröð sókn í þetta skiptið. Sending frá Sydney Schertenleib til Géraldine Reuteler. Lágt skot í markið. Heppnismark. Áhorfendur á uppseldum Wankdorf-leikvanginum biðu lengi eftir einhverju eins og upphafsneista. Stuðningsmenn virtust hlédrægari en á miðvikudaginn, þegar þeir báru liðið áfram með sér og orkan úr stúkunni færðist inn á völlinn. Það var eins og allir væru að bíða eftir að eitthvað myndi gerast.“ Sviss er nú á leið í úrslitaleik við Finnland á fimmtudaginn, um hvort þessara liða nær 2. sæti riðilsins og fylgir Noregi áfram í 8-liða úrslitin. Ísland og Noregur mætast hins vegar í frekar þýðingarlitlum leik þar sem ljóst er að Noregur vinnur riðilinn (innbyrðis úrslit gilda ef lið verða jöfn að stigum) og Ísland endar neðst.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ Sjá meira