Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2025 12:33 Alexandra Jóhannsdóttir gat rætt við sitt fólk eftir tapið í Bern í gær og fór svo í sudoku til að reyna að dreifa huganum. vísir/Anton „Við sem erum að spila erum manna svekktastar,“ segir Alexandra Jóhannsdóttir sem hefur meðal annars nýtt sudoku-þrautir til að hætta að hugsa um þá sáru niðurstöðu að Ísland fari ekki lengra á EM í fótbolta. Eftir töpin tvö gegn Finnum og Svisslendingum er ljóst að Ísland endar neðst í sínum riðli á EM, sama hvernig fer gegn Noregi á fimmtudaginn. Klukkutímarnir eftir tapið í Bern í gær hafa verið erfiðir og það var ansi þungt yfir mannskapnum fyrir æfingu landsliðsins í Thun í hádeginu: „Maður er bara ógeðslega svekktur, sár og leiður. Við reynum bara að finna stuðning hver hjá annarri og hjá fjölskyldum. Það eru flestir svekktir yfir að við komumst ekki áfram en við sem erum að spila erum manna svekktastar. Svekktar í gær, svekktar í dag, en svo er það bara kassinn út og nýr leikur,“ sagði Alexandra við Vísi í dag. Skoðar sem minnst hvað fólk hefur að segja En hvernig tekst hún sjálf á við svona vonbrigði? „Ég reyni að skoða sem minnst eitthvað um leikinn og hvað fólk hefur að segja, og reyni bara að dreifa huganum. Tala við fjölskylduna um eitthvað annað og horfa bara á eitthvað. Ég spilaði sudoku eftir leikinn í gær, bara til að fá hausinn til að hugsa um eitthvað annað. Karó [Karólína Lea Vilhjálmsdóttir] var við hliðina á mér að skoða myndbönd á TikTok. Fólk er bara að dreifa huganum og notar misjafnar leiðir til þess,“ sagði Alexandra. Hugurinn hlýtur þó sífellt að reika til leikjanna tveggja og spurning hvort stelpurnar hefðu getað gert eitthvað öðruvísi? „Jú, ætli það ekki. Ef og hefði. Þetta hefði kannski verið allt öðruvísi ef við hefðum skorað úr einhverju af sláarskotunum í gær. Hefði fyrri leikurinn farið öðruvísi ef við hefðum ekki misst fyrirliðann okkar út í fyrri hálfleik? Það er alltaf hægt að hugsa „hvað ef?“ en svona fór þetta bara og erfitt að breyta því.“ Telur ekki breytinga þörf Eitthvað hefur verið rætt um stöðu landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórsson, nú þegar niðurstaða mótsins er ljós, en finnst Alexöndru vanta ferska vinda í þjálfarateymið? „Nei, ég er ekki sammála því. Fólki má bara finnast það sem það vill. Mér finnst við vera með gott lið, vera að gera vel, en úrslitin hafa ekki verið að falla með okkur.“ Nú stendur eftir leikurinn við Noreg og það var ekki að heyra á Alexöndru að Ísland færi í þann leik af hálfum hug: „Við settum okkur markmið um að komast upp úr riðlinum. Ef maður nær ekki markmiðunum setur maður sér ný markmið. Næsta markmið okkar er að vinna Noreg. Við ætlum að vinna leik í þessari keppni. Kassinn út og við vinnum bara þann leik.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Eftir töpin tvö gegn Finnum og Svisslendingum er ljóst að Ísland endar neðst í sínum riðli á EM, sama hvernig fer gegn Noregi á fimmtudaginn. Klukkutímarnir eftir tapið í Bern í gær hafa verið erfiðir og það var ansi þungt yfir mannskapnum fyrir æfingu landsliðsins í Thun í hádeginu: „Maður er bara ógeðslega svekktur, sár og leiður. Við reynum bara að finna stuðning hver hjá annarri og hjá fjölskyldum. Það eru flestir svekktir yfir að við komumst ekki áfram en við sem erum að spila erum manna svekktastar. Svekktar í gær, svekktar í dag, en svo er það bara kassinn út og nýr leikur,“ sagði Alexandra við Vísi í dag. Skoðar sem minnst hvað fólk hefur að segja En hvernig tekst hún sjálf á við svona vonbrigði? „Ég reyni að skoða sem minnst eitthvað um leikinn og hvað fólk hefur að segja, og reyni bara að dreifa huganum. Tala við fjölskylduna um eitthvað annað og horfa bara á eitthvað. Ég spilaði sudoku eftir leikinn í gær, bara til að fá hausinn til að hugsa um eitthvað annað. Karó [Karólína Lea Vilhjálmsdóttir] var við hliðina á mér að skoða myndbönd á TikTok. Fólk er bara að dreifa huganum og notar misjafnar leiðir til þess,“ sagði Alexandra. Hugurinn hlýtur þó sífellt að reika til leikjanna tveggja og spurning hvort stelpurnar hefðu getað gert eitthvað öðruvísi? „Jú, ætli það ekki. Ef og hefði. Þetta hefði kannski verið allt öðruvísi ef við hefðum skorað úr einhverju af sláarskotunum í gær. Hefði fyrri leikurinn farið öðruvísi ef við hefðum ekki misst fyrirliðann okkar út í fyrri hálfleik? Það er alltaf hægt að hugsa „hvað ef?“ en svona fór þetta bara og erfitt að breyta því.“ Telur ekki breytinga þörf Eitthvað hefur verið rætt um stöðu landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórsson, nú þegar niðurstaða mótsins er ljós, en finnst Alexöndru vanta ferska vinda í þjálfarateymið? „Nei, ég er ekki sammála því. Fólki má bara finnast það sem það vill. Mér finnst við vera með gott lið, vera að gera vel, en úrslitin hafa ekki verið að falla með okkur.“ Nú stendur eftir leikurinn við Noreg og það var ekki að heyra á Alexöndru að Ísland færi í þann leik af hálfum hug: „Við settum okkur markmið um að komast upp úr riðlinum. Ef maður nær ekki markmiðunum setur maður sér ný markmið. Næsta markmið okkar er að vinna Noreg. Við ætlum að vinna leik í þessari keppni. Kassinn út og við vinnum bara þann leik.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira