Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2025 12:33 Alexandra Jóhannsdóttir gat rætt við sitt fólk eftir tapið í Bern í gær og fór svo í sudoku til að reyna að dreifa huganum. vísir/Anton „Við sem erum að spila erum manna svekktastar,“ segir Alexandra Jóhannsdóttir sem hefur meðal annars nýtt sudoku-þrautir til að hætta að hugsa um þá sáru niðurstöðu að Ísland fari ekki lengra á EM í fótbolta. Eftir töpin tvö gegn Finnum og Svisslendingum er ljóst að Ísland endar neðst í sínum riðli á EM, sama hvernig fer gegn Noregi á fimmtudaginn. Klukkutímarnir eftir tapið í Bern í gær hafa verið erfiðir og það var ansi þungt yfir mannskapnum fyrir æfingu landsliðsins í Thun í hádeginu: „Maður er bara ógeðslega svekktur, sár og leiður. Við reynum bara að finna stuðning hver hjá annarri og hjá fjölskyldum. Það eru flestir svekktir yfir að við komumst ekki áfram en við sem erum að spila erum manna svekktastar. Svekktar í gær, svekktar í dag, en svo er það bara kassinn út og nýr leikur,“ sagði Alexandra við Vísi í dag. Skoðar sem minnst hvað fólk hefur að segja En hvernig tekst hún sjálf á við svona vonbrigði? „Ég reyni að skoða sem minnst eitthvað um leikinn og hvað fólk hefur að segja, og reyni bara að dreifa huganum. Tala við fjölskylduna um eitthvað annað og horfa bara á eitthvað. Ég spilaði sudoku eftir leikinn í gær, bara til að fá hausinn til að hugsa um eitthvað annað. Karó [Karólína Lea Vilhjálmsdóttir] var við hliðina á mér að skoða myndbönd á TikTok. Fólk er bara að dreifa huganum og notar misjafnar leiðir til þess,“ sagði Alexandra. Hugurinn hlýtur þó sífellt að reika til leikjanna tveggja og spurning hvort stelpurnar hefðu getað gert eitthvað öðruvísi? „Jú, ætli það ekki. Ef og hefði. Þetta hefði kannski verið allt öðruvísi ef við hefðum skorað úr einhverju af sláarskotunum í gær. Hefði fyrri leikurinn farið öðruvísi ef við hefðum ekki misst fyrirliðann okkar út í fyrri hálfleik? Það er alltaf hægt að hugsa „hvað ef?“ en svona fór þetta bara og erfitt að breyta því.“ Telur ekki breytinga þörf Eitthvað hefur verið rætt um stöðu landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórsson, nú þegar niðurstaða mótsins er ljós, en finnst Alexöndru vanta ferska vinda í þjálfarateymið? „Nei, ég er ekki sammála því. Fólki má bara finnast það sem það vill. Mér finnst við vera með gott lið, vera að gera vel, en úrslitin hafa ekki verið að falla með okkur.“ Nú stendur eftir leikurinn við Noreg og það var ekki að heyra á Alexöndru að Ísland færi í þann leik af hálfum hug: „Við settum okkur markmið um að komast upp úr riðlinum. Ef maður nær ekki markmiðunum setur maður sér ný markmið. Næsta markmið okkar er að vinna Noreg. Við ætlum að vinna leik í þessari keppni. Kassinn út og við vinnum bara þann leik.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Eftir töpin tvö gegn Finnum og Svisslendingum er ljóst að Ísland endar neðst í sínum riðli á EM, sama hvernig fer gegn Noregi á fimmtudaginn. Klukkutímarnir eftir tapið í Bern í gær hafa verið erfiðir og það var ansi þungt yfir mannskapnum fyrir æfingu landsliðsins í Thun í hádeginu: „Maður er bara ógeðslega svekktur, sár og leiður. Við reynum bara að finna stuðning hver hjá annarri og hjá fjölskyldum. Það eru flestir svekktir yfir að við komumst ekki áfram en við sem erum að spila erum manna svekktastar. Svekktar í gær, svekktar í dag, en svo er það bara kassinn út og nýr leikur,“ sagði Alexandra við Vísi í dag. Skoðar sem minnst hvað fólk hefur að segja En hvernig tekst hún sjálf á við svona vonbrigði? „Ég reyni að skoða sem minnst eitthvað um leikinn og hvað fólk hefur að segja, og reyni bara að dreifa huganum. Tala við fjölskylduna um eitthvað annað og horfa bara á eitthvað. Ég spilaði sudoku eftir leikinn í gær, bara til að fá hausinn til að hugsa um eitthvað annað. Karó [Karólína Lea Vilhjálmsdóttir] var við hliðina á mér að skoða myndbönd á TikTok. Fólk er bara að dreifa huganum og notar misjafnar leiðir til þess,“ sagði Alexandra. Hugurinn hlýtur þó sífellt að reika til leikjanna tveggja og spurning hvort stelpurnar hefðu getað gert eitthvað öðruvísi? „Jú, ætli það ekki. Ef og hefði. Þetta hefði kannski verið allt öðruvísi ef við hefðum skorað úr einhverju af sláarskotunum í gær. Hefði fyrri leikurinn farið öðruvísi ef við hefðum ekki misst fyrirliðann okkar út í fyrri hálfleik? Það er alltaf hægt að hugsa „hvað ef?“ en svona fór þetta bara og erfitt að breyta því.“ Telur ekki breytinga þörf Eitthvað hefur verið rætt um stöðu landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórsson, nú þegar niðurstaða mótsins er ljós, en finnst Alexöndru vanta ferska vinda í þjálfarateymið? „Nei, ég er ekki sammála því. Fólki má bara finnast það sem það vill. Mér finnst við vera með gott lið, vera að gera vel, en úrslitin hafa ekki verið að falla með okkur.“ Nú stendur eftir leikurinn við Noreg og það var ekki að heyra á Alexöndru að Ísland færi í þann leik af hálfum hug: „Við settum okkur markmið um að komast upp úr riðlinum. Ef maður nær ekki markmiðunum setur maður sér ný markmið. Næsta markmið okkar er að vinna Noreg. Við ætlum að vinna leik í þessari keppni. Kassinn út og við vinnum bara þann leik.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti