Innlent

Gul við­vörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum

Agnar Már Másson skrifar
Í Faxaflóa taka veðurviðvaranirnar gildi klukkan 18 en í Breiðafirði klukkan 15.
Í Faxaflóa taka veðurviðvaranirnar gildi klukkan 18 en í Breiðafirði klukkan 15. Kort/Veðurstofa

Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir annað kvöld í Faxaflóa og Breiðafirði vegna mikils vinds sem getur verið hættulegur ökumönnum húsbíla.

Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir við blaðamann að vindur geti farið yfir 15 metra á sekúndu sem sé hættulegt fyrir húsbíla, fellihýsi og húsvagna.

Viðvörunin í Faxaflóa tekur gildi klukkan 18 á mánudag en í Breiðafirði klukkan 15 á mánudag.

Hættusvæði séu einkum undir norðanverðu Snæfellsnesi, á Kjalarnesi, við Esjuna og Hafnarfjall. Þá megi einnig búast við nokkurri rigningu á morgun, og í raun út vikuna.

Þorsteinn segir að þröskuldurinn fyrir veðurviðvaranir sé lægri á sumrin.

Þannig að þetta væri ekki viðvörun að vetri til?

„Nei, alls ekki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×